Belgíska stórfyrirtækið Jan de Nul átti lægsta tilboð í dýpkun Landeyjahafnar fyrir tímabilið 2015 til 2017. Tilboðið hljóðar upp á tæplega 588 milljónir króna en það er miðað við að fyrirtækið dæli 750 þúsund rúmmetrum af sandi upp úr höfninni á næstu þremur árum. �?rjú tilboð bárust í verkið, öll frá erlendum aðilum. Björgun ehf. sem hefur séð um sanddælingu í höfninni á undanförnum árum skilaði ekki inn tilboði, en ekki náðist í forsvarsmenn Björgunar ehf. við vinnslu fréttarinnar.
�?skað var eftir tilboðum í júlí og voru tilboðin opnuð í byrjun þessarar viku. �?ó svo að Jan de Nul hafi átt lægsta tilboðið hefur þó enn ekki verið tekin endanleg ákvörðun og ekki er búið að semja við fyrirtækið. Fyrst þarf að ráðast í gerð hæfnismats á fyrirtækinu að sögn Sigurðar Áss Grétarssonar, framkvæmdastjóra siglingasviðs Vegagerðarinnar. Hann býst við því að hæfnismatið liggi fyrir á næstu dögum, frekar en vikum, og segir að í kjölfarið verði gengið til samninga.
Um 750 þús. rúmmetrum dælt upp úr höfninni frá 2013
Kostnaður vegna sanddælingar í Landeyjahöfn frá 2013 fram til dagsins í dag nemur 757 milljónum króna samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Greiðslur til Björgunar ehf. vega þar þyngst, eða mjög sennilega yfir 90 prósent samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Á tímabilinu var um 750 þúsund rúmmetrum af sandi dælt upp úr höfninni skv. upplýsingum frá Vegagerðinni. Hönnun hafnarinnar hefur sætt mikilli gagnrýni og var hún til að mynda lokuð í 160 daga í sl. vetur, síðasta ferð Herjólfs árið 2014 var farin hinn 30. nóvember, og fyrsta ferðin árið 2015 var farin 1. maí.
Bjóða 90 metra langt skip
Tilboðin þrjú bárust öll frá fyrirtækjum sem þykja stór innan geirans, hafa þau til að mynda unnið að verkefnum tengdum sanddælingu og dýpkun í Mið-Austurlöndum og Asíu. Hæsta tilboðið kom frá dótturfyrirtæki finnska stórfyrirtækisins Boskalis, Terramare OY, en tilboð Finnanna hljóðar upp á rúmlega 1,1 milljarð króna. Danska fyrirtækið Rohde Nielsen A/S bauð rúmar 990 milljónir króna í verkið en fyrirtækið hefur sérhæft sig í minni verkefnum á borð við dýpkun Landeyjahafnar.
�?t frá tilboðunum þremur má fastlega gera ráð fyrir því að Vegagerðin semji við Jan de Nul en fyrirtækið hefur boðið sanddæluskipið Pinta til verksins. Samkvæmt upplýsingum um skipið á vefsíðu fyrirtækisins er það rétt tæpir 90 metrar að lengd og rúmlega 18 metrar að lengd. Skipið er eitt af minnstu dæluskipunum í stórum skipaflota fyrirtækisins en það var smíðað árið 1997.
Líkt og áður sagði hefur Jan de Nul sinnt ýmsum verkefnum á hafi. �?ar á meðal er gerð manngerðu pálmaeyjunnar í furstadæminu Dúbaí. Eitt stærsta skipið í flota fyrirtækisins heitir í höfuðið á Leifi Eiríkssyni, það er dæluskipið Leiv Eiriksson sem er 233 metrar að lengd og var smíðað árið 2010. Leiv Eiríksson getur dælt upp úr allt að 155 metra dýpi, samanborið við 31 metra hámarks dæludýpi Pinta.
Morgunblaðið greindi frá