Í gærkvöldi fór fram úrslitaeinvígi milli tveggja efstu keppanda á Skákþingi Vestmannaeyja.
Hallgrímur Steinsson og Benedikt Baldursson urðu efstir og jafnir eftir að Skákþinginu lauk, báðir með 9 vinninga af 11 mögulegum.
Því var háð úrslitaeinvígi þeirra á milli. Einvígið var jafnt og hörkupennandi. Þriggja skáka einvíginu lauk með jafntefli 1,5 – 1,5.
Þá fór fram bráðabani með 3ja mínútna skák og sigraði Benedikt og er því nýr Skákmeistari Vestmannaeyja 2024. Þrír urðu jafnir í þriðja sæti með 8 vinninga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst