Í öllum sveitarfélögum hér á landi er ferðaþjónusta fatlaðra. Markmið þjónustunnar á að tryggja fötluðum einstaklingum að komast á milli staða í bæði leik og starfi. Mörg sveitarfélög bjóða uppá fyrirmyndarferðaþjónustu þar sem þjónustan er veitt á forsendum þeirra sem nota þjónustuna. �?ar er notast við leigubifreiðir sem notendur geta hringt í á þeirri stundu þegar þeir þurfa akstur.
Í Vestmannaeyjum og reyndar í ýmsum öðrum sveitarfélögum er þessu algjörlega öfugt farið. �?ar er þjónustan á forsendum þeirra sem veita þjónustunna þ.e. hún er aðeins í boði á ódýrasta tímanum frá kl. 07:30 til um 17:00 virka daga. �?ess fyrir utan er enginn ferðaþjónusta í boði m.a í Vestmannaeyjum. �?á þurfa þessir örfáu notendur að greiða sjálfir fullt gjald leigubíls eða eru algjörlega niðurlægðir og þurfa að biðja vini og vandamenn uppá náð og miskun að aka sér.
Leigubílaþjónusta mun hagkvæmari en hefðbundin ferðaþjónusta fatlaðra
Margir súpa hveljur þegar þeir heyra að fötluðum bjóðist að notfæra sér leigubifreiðir í stað þess að nota stóran ferðaþjónustubíl. Staðreyndin er sú að leigubílaþjónusta er um þriðjungi hagkvæmari í rekstri fyrir sveitarfélögin í stað þeirrar úreltu gamaldags ferðaþjónustu, þegar notendur þurfa að bóka ferð með minnst sólahrings fyrirvara oft á tíðum og þurfa sömuleiðis að fara á nokkra viðkomustaði áður en þeir komast á sinn áfangarstað.
Einn ferðaþjónustubíll kostar um 10 m. króna og þá á eftir að reka bílinn með tilheyrandi kostnaði auk starfsmanns til þess að taka á móti símtölum notenda og skipuleggja akstur ferðaþjónustubílsins. Hvað getið þið ímyndað ykkur að það sé hægt að taka marga leigubíla í Vestmannaeyjum fyrir 10 m. króna?
Jú, 7.500 leigubíla ef hver ferð kostar 1.500 kr að meðaltali. Ferðaþjónusta Blindrafélagsins á höfuðborgarsvæðinu er þannig að notandi greiðir eitt strætisvagnafargjald sem er í dag 420 kr. Hreyfill/Bæjarleiðir gefur um 20% afslátt og sveitarfélagið greiðir mismuninn. Könnun á vegum Blindrafélagsins leiddi í ljós að nær allir félagsmenn vildu greiða eitt strætisvagnafargjald fyrir að eiga kost á leigubílaþjónustu í stað þess að greiða ekkert gjald eða hálft strætisvagnafargjald og notast við gamaldags hefðbundna ferðaþjónustu.
Ferðaþjónusta Blindrafélagsins er ekki eingöngu hagkvæmari í rekstri heldur er hún mun sveigjanlegri þjónusta, en með þeim takmörkunum að aðeins er hægt að nýta sér hana innan hbs og einnig geta einstaklingar ekki fengið niðurgreiddar nema 60 ferðir í mánuði nema sérstakar aðstæður búi að baki.
Bæjarstjóri hefur ekki áhuga á að kynna sér Ferðaþjónustu Blindrafélagsins
Á haustmánuðum sendi ég Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum tölvubréf þar sem ég kynnti fyrir honum þá frábæru og hagkvæmu leigubílaþjónustu sem mörgum fötluðum einstaklingum stendur til boða með kostnaðarþátttöku sveitarfélaganna. �?ar rakti ég fyrirkomulag þjónustunnar á vegum Blindrafélagsins ásamt því að fjalla um kosti hennar og takmarkanir þjónustunnar. Til viðbótar bauðst ég til að hitta bæjarstjórann til þess að kynna fyrir honum betur þessa nútímalegu ferðaþjónustu fatlaðra sem svo margir fatlaðir eiga kost á. �?að er mjög dapurt að segja frá því að Elliði Vignisson hefur enn ekki svarað tölvubréfi mínu, tæpum þremur mánuðum síðar.
Í nóvember óskaði undiritaður eftir því við fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja að fá allt að 60 leigubílaferðir í mánuði til að nota á hbs og í Vestmannaeyjum. �?eirri beiðni var hafnað á þeim forsendum að þessi þjónusta félli ekki undir reglur bæjarins um ferðaþjónustu.
Mánuði síðar óskaði undiritaður eftir að fá allt að 25 leigubílaferðir í mánuði aðeins í Vestmannaeyjum. �?eirri beiðni var hafnað á nákvæmlega sömu forsendum. �?g hef ákveðið að skjóta synjun nefndarinnar til �?rskurðarnefndar velferðarmála Félagsmálaráðuneytisins. Verði þeim úrskurði ekki snúið við sé ég mig knúinn til þess að leita réttar míns fyrir dómstólum til þess að knýja á að lögblindur tveggja barna faðir í háskólanámi og í eigin atvinnurekstri verði gert kleift að vera virkur þáttakandi í samfélaginu og lifa innihaldsríku og ábyrgu lífi.
Virðingarfyllst
Bergvin Oddsson