Eins og áður hefur komið fram voru nokkrir leikmenn karlaliðs ÍBV í knattspyrnu með lausa samninga fyrir næsta tímabil. Búið er að semja við úgönsku leikmennina Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba en enn er ósamið við Pétur Runólfsson, Bjarna Hólm Aðalsteinsson og fyrirliðann Matt Garner. Sigursveinn Þórðarson, formaður knattspyrnudeildar segir deildina halda að sér höndum á meðan ástandið í samfélaginu sé eins og það er.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst