Bikardraumurinn úti
30. júlí, 2015
KR hafði betur gegn ÍBV í Vest­ur­bæn­um 4:1. í kvöld þegar liðin mættust í undanúrslitum Borgunarbikars karla.
Hólm­bert Aron Friðjóns­son kom KR yfir eft­ir 23 mín­út­na leik en Gonzalo Bal­bi átti þá góða send­ingu fyr­ir á Hólm­bert sem var einn og óvaldaður í teign­um og renndi knett­in­um snyrti­lega í netið, 1:0. Eftir mark KR spilaði lið ÍBV mun betur og komu sér í nokkur ágæt færi. Haf­steinn Briem átti skalla í slá og Gunn­ar Heiðar var nærri því að sleppa í gegn.
Á 41. mín­útu skoraði Hólm­bert annað mark sitt þegar hann skallaði knött­inn í fjær­hornið í stöng og inn eft­ir send­ingu frá �?skari Erni Hauks­syni, 2:0 og þannig var staðan í hálfleik.
KR-ing­ar voru betri í síðari hálfleik og á 54. mín­útu skoraði �?skar �?rn Hauksson þriðja mark KR-inga og �?or­steinn Már Ragn­ars­son bætti við því fjórða á 67. mínútu. Bjarni Gunn­ars­son minnkaði hins veg­ar mun­inn fyr­ir ÍBV eft­ir horn­spyrnu Víðis �?or­varðar­son­ar, 1:4 og þar við sat og KR-ing­ar komn­ir í úr­slit.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst