KR hafði betur gegn ÍBV í Vesturbænum 4:1. í kvöld þegar liðin mættust í undanúrslitum Borgunarbikars karla.
Hólmbert Aron Friðjónsson kom KR yfir eftir 23 mínútna leik en Gonzalo Balbi átti þá góða sendingu fyrir á Hólmbert sem var einn og óvaldaður í teignum og renndi knettinum snyrtilega í netið, 1:0. Eftir mark KR spilaði lið ÍBV mun betur og komu sér í nokkur ágæt færi. Hafsteinn Briem átti skalla í slá og Gunnar Heiðar var nærri því að sleppa í gegn.
Á 41. mínútu skoraði Hólmbert annað mark sitt þegar hann skallaði knöttinn í fjærhornið í stöng og inn eftir sendingu frá �?skari Erni Haukssyni, 2:0 og þannig var staðan í hálfleik.
KR-ingar voru betri í síðari hálfleik og á 54. mínútu skoraði �?skar �?rn Hauksson þriðja mark KR-inga og �?orsteinn Már Ragnarsson bætti við því fjórða á 67. mínútu. Bjarni Gunnarsson minnkaði hins vegar muninn fyrir ÍBV eftir hornspyrnu Víðis �?orvarðarsonar, 1:4 og þar við sat og KR-ingar komnir í úrslit.