Mótanefnd Handknattleikssambands Íslands hefur frestað leik ÍBV og FH í Powerade bikarkeppni HSÍ, þar sem ekki er kominn niðurstaða í kærumáli Hauka og ÍBV. Fer leikurinn því í ótímabundna frestun, segir í tilkynningu frá sambandinu í dag.
Haukar sigruðu leikinn en ÍBV kærði framkvæmd leiksins sem háður var að Ásvöllum. Dómari í málinu dæmdi ÍBV í vil og þ.a.l. sigur. Haukar áfrýjuðu dómnum sl. laugardag og miðað við tilkynningu HSÍ er ekki að vænta niðurstöðu strax því leikurinn í 8-liða úrslitum var fyrirhugaður þann 18. desember nk.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst