Bikarmeistararnir öruggir áfram
5. desember, 2006

Eyjamenn voru þó nokkuð sprækir fyrsta stundarfjórðunginn og hleyptu gestunum ekki langt frá sér en lengst af munaði tveimur til þremur mörkum á liðunum. Hins vegar settu leikmenn Stjörnunnar í gír undir lok fyrri hálfleiks og röðuðu þá inn mörkunum. Gestirnir voru á þessum leikkafla sérlega duglegir við að vinna boltann í vörn og keyra á hraðaupphlaupum enda var sóknarleikur Eyjamanna vængbrotinn þar sem fyrirliði ÍBV, Sigurður Bragason tók út leikbann, en hann hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik ÍBV í vetur.

Í raun er ekki margt að segja um leikinn nema hvað að sigur Stjörnunnar var aldrei í hættu. Innkoma Sindra Haraldssonar í lið ÍBV var eitt af því fáa sem gladdi augað. Sindri var þyngdar sinnar virði í kvöld, var markahæstur hjá ÍBV með fimm mörk þrátt fyrir að vera langt í frá í leikformi. Hann hafði þó gaman af því sem hann var að gera sem vonandi smitar út frá sér í leikmannahópi ÍBV.

Mörk ÍBV: Sindri Haraldsson 5, Leifur Jóhannesson 4, Daði Magnússon 3, Grétar �?ór Eyþórsson 3/2, Erlingur Richardsson 1, Eyþór Björgvinsson 1.
Varin skot: Kolbeinn A. Arnarsson 10.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst