Sighvatur Jónsson gerði stuttmynd um bikarleikina um helgina, ÍBV – Breiðablik í Borgurbikar kvenna og ÍBV-Val í Borgunarbikar karla. �?etta gerði hann til heiðurs frábærum stuðningsmönnum ÍBV. Myndbandið má sjá hér að neðan.
�??Íþróttir eru tilfinningaþrungnar, hvort sem niðurstaðan er sigur eða tap. Stuttmyndin �??Bikarsilfur 2016�?? er til heiðurs stuðningsmönnum ÍBV sem sköpuðu ekta Eyjastemmningu í stúkunni á Laugardalsvelli á úrslitaleikjum Borgunarbikarsins um nýliðna helgi. Enginn bikar fór til Eyja að þessu sinni en myndin sýnir hvernig á að styðja sitt lið.
Kæru stuðningsmenn ÍBV, takk fyrir skemmtunina og hjartnæm augnablik á Laugardalsvelli. �?að var að vissu leyti erfiðara að gera þessa mynd en sigurmynd en mjög lærdómsríkt að fara höndum um allan tilfinningaskalann,�?? segir Sighvatur.