Nýlega gerðu bílaumboðið HEKLA og Bíla- og vélaverkstæðið Nethamar ehf., Garðavegi 15, með sér samstarfssamning. Af því tilefni verður boðið upp á stórsýningu HEKLU hjá Nethamri, í dag, fimmtudaginn 26. maí, milli klukkan 12 og 19. Boðið verður upp á reynsluakstur og allir sem koma á staðinn geta skráð sig í skemmtilegan leik hjá sölumönnum sem dregið verður úr þann 16. júní.