Toyota og Lexus halda glæsilega bílasýninu hjá Nethamri, Garðavegi 15, föstudaginn 21. apríl frá klukkan 16.00 til 18.30 og á laugardaginn 22. apríl frá klukkan 11.00 til 17.00. Toyota mætir með stóran flota af öllum sínum helstu tegundum og nægir þar að nefna Toyota C-HR sem frumsýndur var fyrr á árinu og slegið hefur rækilega í gegn. Toyota Hilux með Invincible breytingapakka sem fylgir með í takmarkaðan tíma. Sérstakt tilboðsverð er á öllum Toyota Auris bílum í apríl og margt fleira spennandi eins og Land Cruiser 150, RAV4 og hinn sívinsæli Yaris. Lexus kemur með lúxussportjeppana RX 450h og NX 300h sem skarta djörfum línum og nýstárlegri hönnun.