Stelpurnar í Slysavarnafélaginu Eykyndli taka nú þátt í áhugaverðu verkefni í samstarfi við Umferðastofu. Verkefnið hefur staðið frá 2018 en um fimm ára verkefni er að ræða sem felur í sér að kanna farsíma- og bílbelta notkun ökumanna í Vestmannaeyjum. Samgöngustofa ákveður fjölda bíla og hvar gera skuli könnunina. Stelpurnar hafa verið að kanna stöðuna á horni Kirkjuvegar og Heiðarvegar og eru niðurstöðurnar áhugaverðar þó vissulega sé úrtakið ekki stórt er það í það minnsta góð vísbending. Bílbeltanotkun hefur augljóslega aukist 2018 voru 5,35% ökumanna ekki með bílbelti en 2020 var sú taka komin undir 1%. Farsímanotkun undir stýri hefur því miður líka aukist en tæp 2% ökumanna voru uppvísir að því að handfjatla farsíma þegar könnunin var tekin á þessu ári saman borið við rúmt hálft prósent í fyrra.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.