Vegna bilunar um borð í Herjólfi þarf því miður að fella niður tvær síðustu ferðir Herjólfs í dag, fimmtudag á meðan unnið verður að viðgerð. Gunnlaugur Grettisson rekstrarstjóri Herjólf sagði bilun hafa orðið í akkeri í rafal sem framleiðir afl á vél eitt. ,,Bilunin veldur því m.a. að ekki er hægt að nota hliðarskrúfur með því afli sem þarf amk ef eitthvað er að vindi sérstaklega í Landeyjahöfn vegna snúnings.Bilunarinnar varð vart í fyrradag, þriðjudag. Kallað var á menn úr Eyjum um borð strax en ekki fannst hvað olli og því kom sérfræðingur frá Reykjavík um borð í gær og bilanagreindi. Viðgerðin þolir ekki bið Viðgerðin þolir ekki bið þar sem hún hefur áhrif á afl á hliðarskrúfum. Engin dagur góður í þetta þegar sigldar eru 5-6 ferðir á dag og nóttin ekki nægjanlegur tími en verður að sjálfsögðu notuð. Á morgun er föstudagur og svo helgina og því var það metið svo að minnsta röskun væri að fella niður tvær síðustu ferðir í dag fimmtudag og auðvitað vinna í nótt en sigla fulla áætlun á morgun. Menn eru þegar komnir af stað í þessa vinnu en eftir ferð þrjú í dag þarf að rífa “ofan af” vélinni og ekki hægt að sigla þá. Möguleiki hefði verið að bíða fram á Sjómannadag þar sem sigld er takmörkuð áætlun en það hefði mögulega/líklega kallað á frátafir vegna vinds á tímabilinu sem hefði þá haft enn verri afleiðingar. �?etta er mjög erfið staða sem við erum í. Markmiðið okkar var, þegar ljóst varð að fella yrði niður einhverjar ferðir að röskun yrði sem allra allra minnst.
�?g veit ekki alveg hvað hefði verið hægt að gera annað amk. höfum við hjá Eimskip ekki önnur ráð en að gera þetta eins og lagt hefur verið upp með og reyna eins og mögulegt er að lágmarka röskun á áætlun með hagsmuni farþega að leiðarljósi. �?að er alltaf bagalegt þegar svona kemur upp en við erum með 24 ára gamalt skip, sem þó hefur fengið 1. flokks viðhald í höndunum. Svona getur komið fyrir en er afar sjaldgæft eins og reynslan sýnir. En til viðbótar rétt að minna á að ný skip bila líka þannig að svona rekstur er alltaf berskjaldaður fyrir svona atvikum en menn leggja mikið á sig til að fyrirbyggja bilanir og annað sem getur komið upp. �?að er alltaf erfitt fyrir hvern þann sem á bókað til eða frá Eyjum eða hvert sem er og röskun verður á þeirra áætlun. Við skiljum það mæta vel og hörmum en ráðum ekki við svona aðstæður, því miður. Við gerum ráð fyrir því að sigla skv. áætlun á morgun.