Í kvöld klukkan 19.30 verður bingó í Týsheimilinu við Hamarsveg. Bingóið er hluti af fjáröflun krakka í 4. flokki handboltans hjá ÍBV sem stendur fyrir bingóinu en verið er að safna fyrir utanlandsferð flokkanna. Stefnan er tekin á þátttöku í Partille Cup í Svíþjóð í sumar en áætlað er að halda í það minnsta fjögur bingó í vetur. Spilað verður um 10 til 15 veglega vinninga hvert kvöld.