Biskup Íslands hefur vikulanga vísitasíu Rangarvallaprófastsdæmi
15. júní, 2007

Í þeim þremur prestaköllum sem heimsótt verða mun biskup skoða 10 kirkjur og ræða við sóknarnefndirnar. Einnig verða alls 12 guðsþjónustur og helgistundir. Áður hafði biskup vísiterað Árbæjarkirkju í Fellsmúlaprestakalli í tenglsum við héraðsfund þann 3. júní síðastliðinn.

Í för með biskupi er Kristín Guðjónsdóttir, biskupfrú, og prófastur, séra Halldóra �?orvarðardóttir.

Í erindisbréfi handa biskupum frá 1746 er skyldum biskupa varðandi vísitasíur lýst. �?ar kemur meðal annars fram að það er skylda biskupa að vísitera til að fylgjast með kristnihaldi í biskupsdæmi sínu. Biskup skal hitta presta og ræða við þá en einnig við sóknarnefndir, meðhjálpara og sóknarbörn til að kanna hvort þau telji í einhverju áfátt.

�?ar eru einnig fyrirmæli um kirkjuskoðun, sem er veigamikill þáttur í öllum vísitasíum, þar sem farið er yfir alla muni kirknanna og ástand þeirra og það fært til bókar.

Af kirkjan.is

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst