Bjarni veltir upp ýmsum spurningum, eins og hvers vegna eignumst við börn? Eins og það vanti fólk, er ekki til nóg af fólki? Og vanti okkur fólk, flytjum við það inn. Er þetta ást? Sjálfselska? Eða finnst okkur bara svona gott að geraða? Er meðgangan kannski ekkert annað en sogblettur fullorðna fólksins?
Leikverkið er frásögn þar sem Pabbinn fjallar um aðdraganda þess að hann og konan hans ákváðu að eignast barn. Hvað gerist á meðgöngunni og við undirbúning fæðingarinnar. Fæðingunni og fyrstu skrefunum eru gerð góð skil þegar heim er komið. Allt er séð frá sjónarhóli karlmannsins. En að lokinni meðgöngunni, fæðingunni og fyrstu skrefunum tekur við næsta tímabil, sennilega það lengsta: Uppeldistímabilið. Og það er oft þá, þegar barnið byrjar að ganga, að aðrir hlutir hætta að ganga �? eins vel, til dæmis hjónabandið. En þegar öllu er á botninn hvolft eru pabbar að gera hluti í dag sem þóttu óeðlilegir áður. Nú taka þeir ábyrgð á uppeldinu og sinna börnunum. Og kannski eru pabbar fyrst að fatta það núna hvað þeir hafa farið á mis við?
Fréttatilkynning.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst