Bjarni Jónasson, sem er 79 ára, var einn af nemendum Tónlistarskólans í vetur og sá elsti. Mætti hann í haust með glænýjan tenorsaxófón og vildi læra á gripinn. Bjarni hefur víða komið við, er flugmaður og rak flugfélag og var brautryðjandi í flugi á Bakka. Hann hefur lengi rekið �?tvarp Vestmannaeyjar og er liðtækur harmónikkuleikari. Bjarni er Eyjamaður vikunnar.
Nafn: Bjarni Jónasson.
Fæðingardagur: 4. október 1937.
Fæðingarstaður: Að Boðaslóð 5. Nafninu Ásgarður hefur verið þinglýst á húsið.
Fjölskylda: �?að er ég og Jórunn �?orgerður Bergsdóttir, fjósakonan sem fór út í heim en komst ekki nema til Vestmannaeyja. Börnin eru Jónas, Valgerður, Bergþór og kisan Gæfa.
Draumabíllinn: Auðvitað Yaris. Hann bilar aldrei og ég set á hann bensín á haustin.
Uppáhaldsmatur: Steikt 12 til 14 kílóa lúða í brúnni sósu, algjört sælgæti.
Versti matur: �?g ét allt sem að kjafti kemur. Ef ég get ekki étið matinn er hann vondur.
Uppáhalds vefsíða: Vedur.is.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Sígrænir slagarar, því eldri því betri, djass spilaður á nikkur og dixiland. Sum klassík tónlist er hræðileg. Slæm nýting á vinnuafli þegar 30 til 40 manns spila á fiðlu. �?g tárast þegar ég heyri eitthvað sætt.
Aðaláhugamál: Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Chaplin.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Fjósin í Stórhöfða.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Kiddi Manga.
Ertu hjátrúarfullur: Já. �?g byrja aldrei á neinu sem skiptir máli á mánudegi.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Fer í sund klukkan 6.30 virka daga. Tek Steinstaðahringinn með Palla og sund á laugardögum. Frí á sunnudögum.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Tækni og vísindi.
�?tlarðu að halda áfram að læra á saxófóninn? Já. �?g er rétt að byrja. �?tla að blása í saxófóninn meðan lungun eru í lagi.
Hvaða hljóðfæri er í mestu uppáhaldi hjá þér? Tenórsax, klarínett, flygelhorn, trompett, básúna og fleiri.
Á hvaða tónlist hlustarðu helst á? �?g er næstum því alæta.
Uppáhalds Eyjalagið? Lífið er yndislegt að ógleymdum Oddgeirslögunum.