Bjartmar Guðlaugsson á það svo sannarlega skilið að vera heiðraður af Eyjamönnum. Hann hefur fyrir löngu sannað að hann er fjölhæfur listamaður og sýndi á sér nýja hlið þegar hann sendi frá sér bókina �?annig týnist tíminn á nýliðnu ári. �?ar dregur hann upp skemmtilegar mannlífsmyndir og rifjar upp atvik frá æskudögum sínum austur á Fáskrúðsfirði og í Reykjavík en flestar sögurnar tengjast fjölskyldu, vinum og samferðarfólki hans í Vestmannaeyjum.
Byrjaði ungur að pára
Bjartmar er mikill húmoristi sem hefur einstakt lag á að sjá spaugilegar hliðar daglegs lífs. Hann er næmur á hið sérkennilega í fari sjálfs sín og annarra og á auðvelt með að draga upp ljóðrænar, litríkar og snarpar myndir af tilverunni. Hann sér líka hið einlæga, tilfinningaríka og viðkvæma í mannlífinu þó svo að hann sé fyrst og fremst þekktur fyrir kímni sína. Bjartmar hefur fengist við ljóðagerð og allskonar skrif frá unga aldri. Hann hefur alla tíð teiknað mikið og ætlaði sér að verða listmálari, en af praktískum ástæðum lærði hann húsamálun og tók meistarapróf í þeirri iðn. Bjartmar var orðinn fertugur þegar hann lét loksins verða af því að fullnuma sig í myndlist, en það gerði hann í Danmörku. �?egar hann tók það skref var hann fyrir löngu orðinn þekktur lagasmiður og söngvari og hafði selt fleiri þúsund hljómplötur.
Fyrstu lögin verða til
Kynni okkar hófust í nóvember 1982 þegar Bjartmar tók að sér að semja texta fyrir jólaplötuna Hurðaskellir og Stúfur staðnir að verki. Við hittumst í Hljóðrita þar sem hann sat inni í eldhúsi og skrifaði texta fyrir �?orgeir Ástvaldsson og Magnús �?lafsson. �?essir textar áttu sinn þátt í að platan seldist eins og heitar lummur og mörgum fannst þessi jólaplata vera nýstárleg vegna þess hvernig textarnir voru. Á þessum tíma vissu ekki margir hver Bjartmar var. �?að vildi svo merkilega til að um þessar mundir söng hálf þjóðin Súrmjólk í hádeginu og Cheerios á kvöldin, texta sem Bjartmar samdi. �?etta var fyrsta lagið eftir Bjartmar sem varð vinsælt, en það var Guðmundur Rúnar Lúðvíksson sem hljóðritaði lagið og gaf það út á plötu vorið 1982. �?etta var sannarlega örlagaár í lífi Bjartmars. Um sumarið mætti hann, eins og svo margir aðrir, á gamla Melavöllinn og fylgdist með íslenskum nýbylgjusveitum flytja frumsamda tónlist á Melarokk hátíðinni. Hann varð svo heillaður af framtakssemi unga fólksins að hann ákvað að feta svipaða braut og leggja meiri áherslu á laga- og textagerð næstu árin. Hann samdi nokkur lög og leyfði Rúnari Júlíussyni að heyra þau. Rúnar skynjaði snilldina og gaf út plötuna Ef ég mætti ráða, fyrstu sólóplötu tBjartmars. �?rátt fyrir að hann kynni ekki marga hljóma og að lögin væru þar af leiðandi frekar einföld fékk platan fínar viðtökur. Lögin Sumarliði er fullur og Hippinn voru spiluð látlaust á Rás 2 sumarið 1984 og komust inn á vinsældarlista. �?ar með hófst nýtt skeið hjá Bjartmari sem lagði tónlistina fyrir sig.
Sólóplötur
Bjartmar leit fyrst og fremst á sig sem textahöfund og varð mjög hissa á því hversu vel lögum hans var tekið. Móttökurnar gerðu það að verkum að hann hélt áfram á sömu braut og fór að leita fyrir sér að samstarfsfólki. Hann kynntist Pétri Kristjánssyni söngvara og 1986 gerður þeir plötuna �?á sjaldan maður lyftir sér upp. �?ar er m.a. lagið Fimmtán ára á föstu, en síðar sama ár kom sólóplatan Venjulegur maður með lögunum Stúdentshúfan og Ungfrú Ísland. Samskipti okkar Bjartmars voru töluverð árið 1987 þegar hann gerði plötuna Í fylgd með fullorðnum. Á þessum tíma áttaði ég mig betur á því hversu auðvelt hann á með að setja hlutina í kómískt samhengi. Hann hefur glöggt auga fyrir ótrúlegustu hlutum og fer létt með að setja sögur af fólki og hverskonar atburðum í nýtt og áhugavert samhengi. �?essi plata heppnaðist afar vel og lögin á henni hittu svo rækilega í mark að þetta var mest selda plata ársins 1987. �?að voru fyrst og fremst lögin Týnda kynslóðin, Sunnudagsmorgunn og Járnkarlinn sem fleyttu plötunni í hæstu hæðir. Bjartmar hefur gert níu plötur til viðbótar í gegnum tíðina: Með vottorð í leikfimi (1988), �?að er puð að vera strákur (1989), Engisprettufaraldur, Haraldur (1992), Bjartmar (1994), Ljóð til vara (1998), Strik (1999), Vor (2002), Ekki barnanna bestur (2005) og Skrýtin veröld (2010). Síðastnefnda plata, sem hann gerði með hljómsvetinni Bergrisunum, færði honum íslensku tónlistarverðlaunin sem textasmiður ársins 2010.
�?annig týnist tíminn
Bjartmar er orðsins maður og sum hugtök og frasar sem hann hefur skeytt inn í texta sína hafa fest sig í sessi og orðið hluti af daglegu máli hjá mörgum. Bjartmar hefur ekki látið það stöðva sig að hann byrjaði seint að læra á gítar, en áður hafði hann spilað á trommur með unglingahljómsveit. Fyrstu textarnir eftir hann sem komu út á plötu samdi hann fyrir hljómsveitina Loga árið 1977 og nokkrum árum seinna fóru lögin hans að hljóma. Bjartmar lét Ragnar Bjarnason fá lagið �?annig týnist tíminn þegar hann vann að plötunni Dúettar árið 2012. Ragnar hljóðritaði lagið með söngkonunni Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, eða Lay Low eins og hún kallar sig. �?etta rólega og fallega lag vakti ekki mikla athygli til að byrja með, enda var það lokalag plötunnar. Smám saman öðlaðist það vinsældir sem náðu hámarki þegar lagið var valið �?skalag þjóðarinnar í samnefndum sjónvarpsþætti í desember 2014. �?etta er sennilega þekktasta lag Bjartmars, þó svo lögin hans séu orðin býsna mörg. �?að verður spennandi að fylgjast með Bjartmari á næstu árum því hann á eflaust nokkur tromp til viðbótar upp í erminni.