Nú er nú hægt að bóka flug með Flugfélaginu Erni á netinu. Hefur uppsetning á slíku kerfi verið í vinnslu síðustu vikur og gengið vonum framar. Þetta mun auðvelda fólki mikið ásamt því að mögulegt verður að bóka ódýrari fargjöld, sem þó eru fjöldatakmörkuð. – Í Fréttum, sem koma út í dag, auglýsir Flugfélagið ERNIR að lægsta fargjald milli Eyja og Reykjavíkur sé 5900 krónur. Þá eru í boði sérstök stúdentafargjöld, ef keypt eru kort.