Fyrsta degi Íslandsmótsins í höggleik lauk um átta í kvöld en nokkuð rættist úr veðrinu þrátt fyrir leiðinda veðurspá. Þótt völlurinn hafi verið nokkuð blautur, rigndi ekki mikið í dag og vindurinn var vel viðráðanlegur. Efstur eftir fyrsta dag er sjálfur Íslandsmeistarinn Björgvin Sigurbergsson, GK en hann fór hringinn á 66 höggum eða fjórum undir pari. Annar er Heiðar Davíð Bragason, GR sem fór á einu undir pari en svo koma sex kylfingar á pari og fjórir á einu yfir. Efstir heimamanna eru bræðurnir Júlíus og Þorsteinn Hallgrímssynir sem léku báðir á 74 höggum og eru í 18.-27. sæti. Í kvennaflokki er Eygló Mirra efst en hún lék á 74 höggum eða fjórum yfir pari. Stöðuna má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst