Í dag kynnti Björgvin Þór Rúnarsson þeim Elliða Vignissyni, bæjarstjóra og Hrafni Sævaldssyni frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands, fyrirhugaða bjórverksmiðju sem áætlað er að reisa í Vestmanneyjum. Björgvin Þór, sem er annar tveggja forsvarsmanna fyrirtækisins sagði á fundinum að fyrirhugað væri að framleiða 400 þúsund lítra af bjór á ári en fyrirhuguðu verksmiðja gæti framleitt allt að 800 þúsund lítrum. Gert er ráð fyrir því að fyrsti bjórinn verði tilbúinn 1. júní 2008.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst