Eyjamaður í 2. sæti í fernuflugi MS

Gabríel Leví Hermanns Oberman, nemandi í 10. bekk við Grunnskóla Vestmannaeyja, hlaut annað sætið í ljóðakeppni Mjólkursamsölunnar, Fernufluginu 2025, fyrir ljóð sitt „Hvað er að vera ég?“ þar sem hann setur sig í spor moldvörpunnar. Keppnin, sem er ætluð nemendum í 8.–10. bekk, vekur ár hvert mikla athygli fyrir frumlega og hugmyndaríka texta ungra höfunda […]

Blandaður afli hjá Eyjunum

Eyjaskipin Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði í Þorlákshöfn í gær. Rætt er við skipstjóranna á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar eru þeir spurðir fregna af veiðiferðinni. Jón Valgeirsson á Bergey lét vel af sér. „Við hófum túrinn út af Sandgerði en þar var þokkalegt skjól. Síðan var haldið á Sannleiksstaði út af Þorlákshöfn og þar […]

Myndband dagsins: Uppbygging Laxeyjar í Viðlagafjöru

default

Í dag beinum við sjónum að uppbyggingu Laxeyjar í Viðlagafjöru og birtum hér myndband sem sýnir stöðuna í fjörunni í dag. Myndbandið er unnið af Halldóri B. Halldórssyni, sem hefur fylgt framkvæmdinni eftir og fangað mikilvæg augnablik vinnunnar. Uppbyggingin hefur vakið mikla athygli í samfélaginu, en í síðustu viku náðist stór áfangi þegar slátrun á […]

Bjóða upp á blóðsykurmælingar

Lionsklúbbur Vestmannaeyja og Heilsugæslan bjóða upp á fríar blóðsykurmælingar í Apótekaranum fimmtudaginn 13. nóvember milli klukkan 13:00 og 15:00. Markmiðið með viðburðinum er að hvetja fólk til að fylgjast með heilsu sinni og auka vitund um mikilvægi þess að hafa blóðsykur í jafnvægi. Lionsklúbburinn er ein stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð í Bandaríkjunum árið 1917. […]

Hvaðan kom fjallið í Goðahrauninu?

Eyjafréttir/Eyjar.net: Ómar Garðarsson

Á fyrrum þvottaplani við Goðahraun í Vestmannaeyjum, í miðri íbúðabyggð hefur risið þetta mikla fjall á stuttum tíma. Sennilega blanda af vikri, sandi og jafnvel mold. Er fjallið þakið bálkum úr síldar- eða loðnunót. Spurningin er, hver gaf leyfi fyrir því að hrúga, sennilega þúsundum rúmmetra af efni á þetta fyrrum þvottaplan? Af því er að […]

Vélfang – Umboð fyrir JCB og fleiri öflug meri 

Vélfang ehf. hefur verið umboðsmaður JCB á Íslandi frá 2009 og býður í dag fjölbreyttara úrval vinnuvéla en nokkru sinni. JCB framleiðir yfir 300 tegundir vinnuvéla, allt frá minnstu minigröfum til öflugustu dráttarvéla. Það sem sameinar vélarnar er áherslan á tækninýjungar, sparneytni og þægindi fyrir notandann.  „Vestmanneyingar hafa frá byrjun verið meðal okkar bestu viðskiptavina […]

Ítreka kröfu um aukið fjármagn til hafna

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyjabæjar tekur heilshugar undir áskoranir Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) og Hafnasambands Íslands um aukið fjármagn til hafnaruppbyggingar og kallar eftir því að ríkið tryggi Vestmannaeyjahöfn nauðsynlegt fjármagn til að mæta framtíðaráskorunum. Þetta kom fram á fundi ráðsins þar sem hafnarstjóri fór yfir samþykkt frá ársþingi SASS, sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri […]

11.11 tilboðsdagurinn er í dag

Dagur einhleypra eða ,,singles day“ er í dag 11. nóvember. Dagurinn hefur á síðustu árum orðinn aftar vinsæll og er orðinn einn stærsti netverslunardagur ársins á heimsvísu. Dagurinn á uppruna sinn í Kína þar sem hann byrjaði sem skemmtilegur dagur fyrir einhleypa, en hefur á síðustu árum breyst í stóran afsláttardag hjá mörgum verslunum víða […]

Tveggja áratuga reynsla og jarðbundin hugsun  

Brinks hefur verið fastur punktur í jarðvegsvinnu í Vestmannaeyjum í nær tvo áratugi. Við ræddum við Símon Þór Eðvarðsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, um upphafið, áskoranirnar og framtíðina – og hvað það er sem heldur honum við efnið dag eftir dag.  Frá einni gröfu í innkeyrslunni að öflugum rekstri  „Ég fékk mjög ungur bakteríuna fyrir þessum bransa,“ […]

Fjórir Eyjamenn í ný þjálfarastörf

Hemmi_hr

Eyjamennirnir Hermann Hreiðarsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Ian Jeffs og Jonathan Glenn sem allir hafa spilað og þjálfað ÍBV, eru komnir í ný og spennandi þjálfarastörf.  Hermann Hreiðarsson, sem þjálfaði ÍBV frá 2022 til 2024, tók nýverið við þjálfun Vals í Bestu deild karla, eftir að hafa stýrt HK í Lengjudeild karla eitt tímabil. HK fór […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.