Íþróttahátíð ÍBV í kvöld

Í kvöld stendur til að heiðra íþróttafólk Vestmannaeyja fyrir liðið ár en Íþróttabandalag Vestmannaeyja hefur boðað til íþróttahátíðar þar sem verðlaunaafhending fer fram. Samkvæmt upplýsingum á vef ÍBV er hátíðin haldin til að fagna og þakka þeim einstaklingum og liðum sem hafa skarað fram úr í íþróttum á liðnu ári. Þar verða meðal annars veittar […]
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur fengið til kynningar samanburð á niðurgreiðslu heimsends matar hjá sveitarfélögum landsins. Samkvæmt minnisblaði framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs er niðurgreiðsla Vestmannaeyjabæjar um 53%, sem er hærra hlutfall en hjá mörgum öðrum sveitarfélögum sem skoðuð voru. Málið var tekið fyrir sem framhald af umræðu á fundi bæjarráðs í desember, þar sem óskað var eftir slíkum […]
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár

Tónlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson er annar þeirra tónlistamanna sem búið er að tilkynna að komi fram á Hljómey í ár. Sigurður er þekktur fyrir hlýjan hljóm, sterka texta og lög sem hafa fest sig rækilega í sessi hjá hlustendum víða um land. Sigurður er meðlimur hljómsveitanna Hjálmars, Baggalúts og GÓSS og hefur að auki gefið út […]
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli

Rúmlega 30 manns mættu á kynningarfund sem Eyjagöng ehf. stóð fyrir á Hvolsvelli í gærkvöld, þrátt fyrir að íslenska karlalandsliðið í handbolta ætti leik á Evrópumótinu á sama tíma. Fundurinn þótti ótrúlega vel sóttur í ljósi þeirrar samkeppni. Kynningin var í megindráttum sambærileg þeirri sem haldin var í Vestmannaeyjum fyrr í mánuðinum, þar sem yfir […]
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu

Margrét Lára Viðarsdóttir hlýtur Fréttapýramídann í ár fyrir framlag sitt til íþrótta. Margrét Lára er ein allra besta fótboltakona sem Ísland hefur alið og á að baki ákaflega glæsilegan feril, bæði hér á landi og erlendis. Hún er réttnefnd drottning íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta, þegar hann afhenti Margréti Láru viðurkenninguna. Margrét Lára […]
Bæjarstjórnarfundur í beinni

Í dag, klukkan 14:00, fer 1622. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fram í Ráðhúsinu og verður fundinum streymt í beinni útsendingu. Á dagskrá eru fjölmörg veigamikil mál sem varða framtíð bæjarins, þar á meðal samgöngumál, samningur um Herjólf, íbúakosning um þróunarsvæðið M2 og þjóðlendukröfur íslenska ríkisins í Vestmannaeyjum. Einnig verður fjallað um breytingar á bæjarmálasamþykkt, mögulega fýsileikakönnun […]
Andri Erlingsson til Kristianstad

Andri Erlingsson, leikmaður ÍBV í handbolta, hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið IFK Kristianstad. ÍBV tilkynnti um félagsskiptin á samfélagsmiðlum sínum. Andri sem er 19 ára gamall hefur verið einn af lykilmönnum ÍBV ásamt því að leika með u-19 ára landsliði Íslands. Hann mun halda til Kristianstad þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Í […]
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar

Þann 16. desember sl. voru opnuð tilboð í flóðlýsingu við Hásteinsvöll. Málið var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja á mánudaginn var. Fram kemur í fundargerð ráðsins að alls hafi borist þrjú tilboð í verkið. Lægsta tilboðið kom frá Altis ehf. og hljóðaði það upp á 63.182.050 krónur. Vallar Verk ehf. bauð 92.410.000 […]
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum

Föstudagskvöldið 23. janúar verður boðið upp á notalega kvöldstund undir yfirskriftinni “Minningar um gos” í Eldheimum. Þar sameinast tónlist og frásagnir í opnu og hlýlegu samtali um minningar, upplifanir og stemningu sem tengjast eldgosum og lífinu í skugga þeirra. Á dagskrá eru söngvar og sögur þar sem gestir hittast, hlusta og spjalla í afslöppuðu umhverfi. Fjölbreyttur […]
„Fínasti vertíðarfiskur”

Togarar í Síldarvinnslusamstæðunni hafa landað alllvíða að undanförnu. Bergey VE landaði í Vestmannaeyjum á sunnudag, Vestmannaey VE landaði í Neskaupstað í gær og Gullver NS er að landa á Seyðisfirði í dag. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar og eru þeir spurðir frétta. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergey, sagði að komið hefði verið […]