Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026

Goslokahátíðin 2026 fer fram dagana 2.–5. júlí. Undirbúningur er hafinn og kalla skipuleggjendur nú eftir hugmyndum og þátttöku frá íbúum, listafólki og fyrirtækjum. Óskað er eftir tillögum að dagskráratriðum, viðburðum, sýningum eða nýjum hugmyndum sem gætu orðið hluti af hátíðinni í ár. Allar hugmyndir eru vel þegnar og eru íbúar hvattir til að láta rödd […]

Ein ferð í Landeyjahöfn

24 DSC 4724

Herjólfur mun sigla eina ferð til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag, en ófært hefur verið undanfarna daga í Landeyjahöfn. Brottför frá Vestmannaeyjum er áætluð kl. 17:00 og brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:45. Aðrar ferðir dagsins falla niður. Verði breytingar á áætlun verður greint frá þeim um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Á þessum árstíma er […]

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál

ithrottam

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur farið yfir drög að útboðsauglýsingu og valforsendum vegna uppbyggingar og reksturs heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Í kjölfarið var samþykkt að klára vinnu við útboðsgögn og auglýsa verkefnið á ný. Úrskurður kærunefndar útboðsmála Þann 17. desember sl. kvað kærunefnd útboðsmála upp úrskurð í kærumáli sem varð til í kjölfar útboðs Vestmannaeyjabæjar vegna uppbyggingar […]

Góður mánudagur sem varð enn betri!

lotto

Mánudagsmorgun byrjaði með sérstakri gleði þegar tveir miðaeigendur fengu símtal um að þeir hefðu unnið fyrsta vinning í Lottóinu eftir sexfalda pottinn á laugardagskvöld. Fá þeir rúmar 67 skattfrjálsar milljónir hvor um sig og eiga það sameiginlegt að hafa keypt miðana sína í Lottóappinu. Sá fyrri til að fá símtalið hafði kíkt í appið um […]

Fimm skip til loðnuleitar

Loðnuleit er nú að hefjast af fullri alvöru og taka alls fimm skip þátt í henni. Um er að ræða hafrannsóknaskipin Árna Friðriksson og Þórunni Þórðardóttur auk veiðiskipanna Barða NK, Heimaey VE og Polar Ammassak. Rætt er við Theodór Haraldsson, skipstjóra á Barða á vefsíðu Síldarvinnslunnar og er hann spurður nánar út í fyrirhugaða leit. […]

Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð

Breki VE 61, togari Vinnslustöðvarinnar, landaði í Grundarfirði síðastliðinn mánudag. Aflinn var 550 kör, sem telst fullfermi, eftir sex daga veiðiferð. Breki var á Vestfjarðamiðum í blönduðum afla; þorski, gullkarfa, ýsu og ufsa, auk annarra tegunda. Aflinn fór í ýmsar áttir. Til Vestmannaeyja og Hafnarfjarðar í vinnslu, á ferskfiskmarkaði í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi, auk […]

Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans

Á síðustu misserum hefur færst í vöxt að fólk stundi slökun, hugleiðslu og núvitund, sem og aðrar leiðir til að hlúa að andlegri og líkamlegri vellíðan. Kristín Ósk Óskarsdóttir er ein þeirra sem leggur mikla áherslu á hugleiðslu og hefur vakið athygli fyrir gong slökunartíma sína, þar sem hún sameinar tónheilun, reikiheilun og djúpa slökun […]

Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun

herj_innsigling_horgeyrargard_tms_cr (1)

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði ásamt bæjarfulltrúum með þingmönnum Suðurkjördæmi í liðinni viku til að ræða samgönguáætlun sem ráðherra hefur kynnt en ekki enn verið mælt fyrir á Alþingi. Bæjarráð lýsti áhyggjum af samgönguáætluninni í heild sinni eins og hún snýr að Vestmannaeyjum og setti fram meðal annars gagnrýni á áætlaða skerðingu framlaga til reksturs ferja og […]

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands

Íslenska landsliðið vann stórsigur gegn Póllandi í öðrum leik sínum á Evrópumóti karla í handbolta sem fór fram í Kristianstad í Svíþjóð í dag.  Íslenska liðið byrjaði leikinn frekar hægt og var jafnræði með liðunum framan af. Þegar um það bil fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik komst Ísland þremur mörkum yfir, 11:8. Staðan […]

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun

Herjólfur hefur gefið út að í dag og á morgun, 18. og 19. janúar verði siglt til Þorlákshafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum : 07.00 og 16.00 Brottför frá Þorlákshöfn : 10.45 og 19.45 Farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað. Á þessum árstíma […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.