Stuttir togaratúrar í leiðindaveðri

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE, Bergey VE og Jóhanna Gísladóttir GK lönduðu allir í Neskaupstað í gær að aflokinni stuttri veiðiferð. Vestmannaey og Bergey höfðu verið tvo daga að veiðum og Jóhanna Gísladóttir þrjá. Heimasíða Síldarvinnslunnar greinir frá. Þar er rætt við skipstjóranna og þeir spurðir frekari frétta. Egill Guðni Guðnason á Vestmannaey sagði að þeir hefðu […]
Miðflokkurinn íhugar framboð í Eyjum

Miðflokkurinn hefur það til skoðunar að bjóða fram lista í Vestmannaeyjum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í samtali Eyjafrétta við Karl Gauta Hjaltason, þingmann Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Að sögn Karls Gauta finna forráðamenn flokksins fyrir miklum áhuga víða um land á því að Miðflokkurinn bjóði fram á fleiri stöðum en áður og segir hann […]
Misstu gám í sjóinn suður af landinu

Flutningaskipið Dettifoss missti gám í sjóinn í óveðri undan Suðurlandi snemma í gærmorgun, skömmu eftir að skipið lagði af stað frá Reykjavík áleiðis til Reyðarfjarðar. Gámurinn reyndist vera tómur og var Landhelgisgæslunni gert viðvart strax í kjölfarið. Frá þessu er greint á vef Austurfréttar, þar sem fram kemur að atvikið hafi átt sér stað í […]
Vera lífsgæðasetur – Ný heimasíða komin í loftið

Vera Lífsgæðasetur var stofnað í október 2024 af öflugum hópi fagkvenna sem starfa í tengdum greinum. Þar koma saman einyrkjar sem sameinast undir einu þaki og bjóða upp á heildræna þjónustu fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Í Veru starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga, meðal annars sálfræðingur, næringarfræðingur, talmeinafræðingur, félagsráðgjafi, þroska- og einhverfuráðgjafi og hjúkrunarfræðingar. Markmið Veru […]
Aðventukvöld ÁtVR í Bústaðakirkju – myndir

Aðventukvöld Átthagafélags Vestmannaeyinga Reykjavík var haldið í Bústaðakirkju í gærkvöldi. Þar komu margir Eyjamenn saman og áttu ánægjulega kvöldstund í aðdraganda jóla. Bræðratungbandið, þau Jónas Þórir píanóleikari, Rúnar Ingi Guðjónsson bassaleikari og formaður Átvr ásamt söngvurunum Guðrúnu Erlingsdóttur og Þorsteini Lýðssyni leiddu viðstadda í almennum söng. Þá flutti séra Þorvaldur Víðisson jólahugvekju og jólaguðspjallið var […]
Inflúensufaraldur á uppleið

Einstaklingar í áhættuhópum eru hvattir til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, einnig þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun. Inflúensan er fyrr á ferðinni en síðastliðna vetur, […]
Kynjahalli mestur í Eyjum

Ný tölfræði mennta- og barnamálaráðuneytisins og ÍSÍ sýnir að Vestmannaeyjar skera sig úr þegar litið er til kynjahlutfalla í íþróttastarfi. Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) er það íþróttahérað á landinu sem er með lægsta hlutfall kvenna meðal iðkenda árið 2024. Samkvæmt samantekt ársins í fyrra eru 64,6% iðkenda hjá ÍBV karlar en 35,4% konur. Heildariðkendur eru 2.219. […]
Mesti vindur á Stórhöfða í þrjú ár

Djúp lægð gekk yfir sunnan vert landið í morgun, en Veðurstofan hafði gefið út gular viðvaranir. Veðrið er blessunarlega dottið niður í Eyjum þegar þessi frétt er skrifuð. Í facebook-færslu Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings segir að heilt yfir höfum við haft heppnina með okkur að lægðin djúpa hafi ekki komið nær landi en raun ber vitni. […]
Opna nýja upplýsingasíðu um íþróttaiðkun á Íslandi

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur opnað nýja upplýsingasíðu um íþróttaiðkun Íslendinga, þar sem saman eru tekin gögn frá fjölda aðila. Markmiðið er að veita heildaryfirsýn yfir þróun íþrótta og hreyfingar og gera almenningi kleift að nálgast samanburðarhæfa tölfræði á einum stað. Knattspyrna áfram vinsælust Samkvæmt samantekt ársins 2024 er knattspyrna langvinsælasta íþrótt landsmanna, með 32.108 skráða […]
Jóhanna Lilja tilnefnd sem sjálfboðaliði ársins til almannaheilla

Dagur sjálfboðaliða var haldinn 5. desember og í tilefni dagsins valdi Almannaheill sjálfboðaliða ársins úr tilnefningum aðildarfélaga sinna. Í ár tilnefndi Krabbameinsfélagið Jóhönnu Lilju Eiríksdóttur, formann Brakkasamtakanna fyrir öflugt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og málstaðarins. Jóhanna Lilja var afar þakklát fyrir viðurkenninguna. ,,Þetta er mikil viðurkenning, ekki bara fyrir mig heldur fyrir allt […]