Birgitta Haukdal í Einarsstofu

Um helgina var lífleg og vel heppnuð dagskrá á Bókasafni Vestmannaeyja þar sem börn tóku þátt í Jólasveinaklúbbnum og hlýddu á Birgittu Haukdal lesa upp úr nýjustu bók sinni og syngja með þeim. Halldór B. Halldórsson mætti með myndavélina og má sjá myndbandið hér að neðan. (meira…)
Gera athugasemdir við deiliskipulag Strandvegar 44

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fjallaði á síðasta fundi sínum um ítarlegt erindi frá Steina og Olla byggingaverktökum ehf., lóðarhafa að Tangagötu 10, vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsbreytingar á lóðinni við Strandveg 44. Erindið, sem undirritað er af Magnúsi Sigurðssyni fyrir hönd félagsins, ber yfirskriftina „Athugasemdir hagsmunaaðila við breytt deiliskipulag á skipulagssvæði H-1 og M-1 norðan Strandvegar vegna […]
Myndir frá tónleikum Eyglóar Scheving

Á laugardagskvöldið hélt Eygló Scheving notalega tónleika í Stafkirkjunni í Vestmannaeyjum. Eygló, sem er frá Eyjum, fléttaði saman klassískum eyjalögum, frumsaminni tónlist, tónheilun og möntrusöng á fallegan hátt. Kertaljós, jurtate, söngur og mildir tólar fylltu kirkjuna og mynduðu hlýja og friðsæla stemningu. Myndir frá tónleikunum fylgja hér að neðan. (meira…)
Fastur liður fyrir aðventu

Nú er sá tími kominn þar sem byrjað er að undirbúa jólaljósin í Kirkjugarði Vestmannaeyja. Skapa þau líkt og áður fallega og friðsæla aðventu- og jólastemningu í garðinum. Í myndbandinu hér að neðan ræðir Halldór B. Halldórsson stuttlega við þá félaga sem sjá um að tengja ljósin ár hvert. Að þessu sinni markar atburðurinn tímamót […]
Tók tíu ár að fá alþjóðlega vottun sem fjallaleiðsögumaður

Eyjamaðurinn, Bjartur Týr Ólafsson er einn fjögurra Íslendinga sem geta titlað sig sem alþjóðlega fjallaleiðsögumenn eftir að hafa lokið námi við sænskan skóla í vor. Hann er búsettur stærsta hluta ársins í Chamonix í frönsku ölpunum, beint undir Mont Blanc. Frá þessu segir á mbl.is í dag og sagt að strangar kröfur séu gerðar til þeirra sem ná þessum áfanga. „Alls tók […]
100 milljarða framkvæmd

Laxey hlaut þessa viðurkenningu á hátíðarkvöldi Þjóðmála í vikunni og kemst í hóp ekki minni aðila en Amoraq (AMTQ) sem fékk viðurkenninguna í fyrra og Oculis (OCS) sem fékk viðurkenninguna árið á undan en þessi fyrirtæki eru í dag talin í hópi mestu vaxtafélaga í íslensku kauphöllinni. Uppbyggingin hjá Laxey er einnig sennilega ein mesta […]
Fræðsluráð leggur til útboð á skólamáltíðum

Fræðsluráð Vestmannaeyja hefur samþykkt tillögu framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um að fara í formlegt útboð á skólamáltíðaþjónustu fyrir leik- og grunnskóla bæjarins. Sami aðili hefur séð um heitar skólamáltíðir í Eyjum frá árinu 2008, en talið er að forsendur hafi breyst og tímabært að endurmeta fyrirkomulagið. Á fundi fræðsluráðs fór framkvæmdastjórinn yfir stöðu mála. Kom […]
Eyjamenn töpuðu á Hlíðarenda

Karlalið ÍBV í handbolta tapaði gegn Val í lokaleik 11. umferðar Olís deildar karla á Hlíðarenda í dag. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins en um miðbik fyrri hálfleiks náði Valur þriggja marka forystu. Valur hélt áfram að bæta í og leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 17-10. Valur hélt sama dampi í síðari […]
Vel heppnaður handverks- og vörumarkaður

Haldin var glæsilegur handverks- og vörumarkaður í Höllinni í dag og verður aftur á morgun, sunnudag. Yfir 20 aðilar bjóða fjölbreyttar vörur, nytjamuni, handverk og listmuni til sölu. Einnig er jólakaffihús á efri palli Hallarinnar þar sem fólk getur gætt sér á heitu súkkulaði og nýbökuðum vöfflum. Eyjafréttir litu við í dag og kíktu á […]
Birgitta Haukdal las upp úr nýju Láru bókinni sinni

Sannkölluð jólastemning var á Bókasafni Vestmannaeyja í dag þegar hátíðardagskrá safnsins hófst. Fjöldi barna og fjölskyldna lagði leið sína á safnið þar sem Birgitta Haukdal las upp úr nýjustu Láru bók sinni. Heimsóknin vakti mikla lukku og var salurinn fullur af krökkum sem fylgdust vel með og tóku virkan þátt. Einnig var Jólasveinaklúbbur bókasafnsins kynntur […]