Fjórir leikmenn ÍBV í liði ársins í neðri hlutanum

Lið ársins úr liðum í neðri hlutanum í Bestu deild karla var valið í útvarpsþættinum Fótbolti.net. ÍBV á þar flesta fulltrúa eða fjóra talsins auk þess sem Þorlákur Árnason var valinn þjálfari ársins í neðri hlutanum. Leikmennirnir sem um ræðir eru Sigurður Arnar Magnússon, Arnór Ingi Kristinsson, Marcel Zapytowski og Alex Freyr Hilmarsson. Hallgrímur Mar […]
Vestmannaeyjar í dag

Einmuna blíða var í Eyjum í dag. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér til að mynda og fer hann með okkur vítt og breitt um Eyjuna. Byrjar hjá Urðavita, flýgur yfir Viðlagafjöru. Því næst á hafnarsvæðið og þar fáum við að sjá framkvæmdirnar á Gjábakkabryggju. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Innilauginni lokað vegna viðhalds

Vegna endunýjunar á hreinsikerfi sundlaugarinnar verður innilaugin lokuð frá og með 20. október. Á meðan á lokuninni stendur verður einnig farið í viðgerðir á yfirfallsrennum og kanti sundlaugarinnar. Þetta segir í tilkynningu sem birt er á heimasíðu bæjaryfirvalda. Þar segir jafnframt að reiknað sé með að framkvæmdir taki um sex vikur og er stefnt að […]
Sex umsagnir bárust um deiliskipulag við Rauðagerði

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fjallaði nýverið um tillögu að deiliskipulagi við Rauðagerði. Tillagan var kynnt á vinnslustigi frá 26. ágúst til 17. september 2025 í samræmi við skipulagslög. Alls bárust sex umsagnir vegna málsins sem teknar hafa verið saman og metnar í samantekt sem lögð var fyrir ráðið. Nýtt íbúðarhúsnæði á lóð Rauðagerðis Á lóðinni […]
Gamla kertavélin gefst upp – hæfingin fær meira rými

Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð fyrir fólk með fötlun og öryrkja, hefur hætt framleiðslu á ákveðnum tegundum kerta. Stóra kertaframleiðsluvélin, sem lengi hefur verið í notkun, hefur verið tekin úr rekstri. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, staðfestir þetta í samtali við Eyjafréttir. Hann segir að kertaframleiðslan hafi reynst stofnuninni dýr í rekstri og illa […]
Guðrún Hafsteinsdóttir fundar í Eyjum

Starfið byrjar svo sannarlega á kraftmiklum súpufundi hjá Sjálfstæðisfólki í Eyjum þetta haustið. Guðrún Hafsteinsstóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins kemur til okkar og rabbar við okkur um starfið innan flokksins og verkefni komandi þings, sem svo sannarlega verður mikilvægt, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá má gera ráð fyrir líflegum umræður um mörg mikilvæg mál sem brenna á […]
Laxey áformar stækkun í Viðlagafjöru

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur tekið jákvætt í erindi Laxeyjar ehf. um að stækka athafnasvæði félagsins í Viðlagafjöru. Fyrirtækið hyggst hefja vinnu við skipulagsbreytingar sem fela í sér að efnistökusvæði E-1, sem er um 5,1 hektari, verði fellt undir iðnaðarsvæði I-3. Laxey vinnur nú að umhverfismati vegna fyrirhugaðrar stækkunar á framleiðslugetu úr 11.500 tonnum í […]
Framkvæmdastjóri Lagarlífs um laxeldi

Sem Vestfirðingur hef ég upplifað laxeldið sem ævintýri. Áhrifin á lífskjör og tækifæri Vestfirðinga hafa verið gríðarleg, enda er fiskeldi hátæknigrein sem kallar á mikinn mannauð og menntun ásamt verðmætasköpun. Ég þykist vita að sama sé upp á teningnum á Austfjörðum þar sem sjóeldi er einnig orðin mikilvæg atvinnugrein og stendur undir verðmætasköpun í fjórðungnum. […]
Kótelettur fyrir alla, konur og kalla

„Kæru konur í Vestmannaeyjum. Eftir öll þessi ár var okkur að berast til eyrna sá leiðinlegi misskilningur að margar konur halda að kótilettukvöldið væri bara fyrir karla. Að þetta væri karlakvöld sem er bara algjört bull, það koma margar konur á kvöldið og hafa gert öll árin okkar. Þið eru allar hjartanlega velkomnar á kótilettukvöldið […]
Nýr samstarfssamningur ÍBV og Vestmannaeyjabæjar

Á dögunum var undirritaður nýr samstarfssamningur milli ÍBV íþróttafélags og Vestmannaeyjabæjar. Hörður Orri Grettisson, formaður ÍBV íþróttafélags, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, skrifuðu undir samninginn, að því er segir í frétt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar segir enn fremur að samningurinn marki áframhaldandi stuðning bæjarins við íþróttastarfsemi ÍBV og undirstrikar mikilvægi þess að viðhalda öflugu og blómlegu […]