Eyjamenn töpuðu á Hlíðarenda

Karlalið ÍBV í handbolta tapaði gegn Val í lokaleik 11. umferðar Olís deildar karla á Hlíðarenda í dag. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins en um miðbik fyrri hálfleiks náði Valur þriggja marka forystu. Valur hélt áfram að bæta í og leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 17-10. Valur hélt sama dampi í síðari […]
Vel heppnaður handverks- og vörumarkaður

Haldin var glæsilegur handverks- og vörumarkaður í Höllinni í dag og verður aftur á morgun, sunnudag. Yfir 20 aðilar bjóða fjölbreyttar vörur, nytjamuni, handverk og listmuni til sölu. Einnig er jólakaffihús á efri palli Hallarinnar þar sem fólk getur gætt sér á heitu súkkulaði og nýbökuðum vöfflum. Eyjafréttir litu við í dag og kíktu á […]
Birgitta Haukdal las upp úr nýju Láru bókinni sinni

Sannkölluð jólastemning var á Bókasafni Vestmannaeyja í dag þegar hátíðardagskrá safnsins hófst. Fjöldi barna og fjölskyldna lagði leið sína á safnið þar sem Birgitta Haukdal las upp úr nýjustu Láru bók sinni. Heimsóknin vakti mikla lukku og var salurinn fullur af krökkum sem fylgdust vel með og tóku virkan þátt. Einnig var Jólasveinaklúbbur bókasafnsins kynntur […]
Samferða í nær hálfa öld

Auðbjörg Sigurþórsdóttir og Ragnheiður Hanna Sigurkarlsdóttir hafa unnið saman í fiski frá árinu 1980 og eru meðal þeirra sem nú kveðja Leo Seafood. Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar hefur verið birt ítarlegt viðtal við þær þar sem þær líta um öxl, rifja upp vertíðir og vináttu og segja frá tilfinningunum þegar kveðjustundin rennur upp. Viðtalið má lesa […]
Lóðum við Miðgerði og Helgafellsbraut úthlutað

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur úthlutað lóðum við Helgafellsbraut 22–26 og Miðgerði 1–11 að loknum útdrætti úr hópi umsækjenda. Umsóknarfrestur rann út 13. nóvember síðastliðinn og bárust nokkrar umsóknir um hverja lóð. Samkvæmt vinnureglum Vestmannaeyjabæjar um úthlutun byggingarlóða hafa einstaklingar forgang að einbýlis-, par- og tvíbýlislóðum. Fyrirtæki falla því út úr útdrætti fyrir þær lóðir […]
ÍBV mætir Val í dag

Í dag lýkur 11. umferð Olísdeildar karla þegar ÍBV mætir Val í N1 höllinni. Stjarnan sigraði Fram 33:24 í Úlfarsárdal í deildinni í gærkvöldi. Með þeim úrslitum er staðan í deildinni orðin mjög jöfn á milli liða í miðjum hluta töflunnar. Nú stendur aðeins einn leikur eftir í 11. umferð – stórleikur Vals og ÍBV […]
Eiður Atli orðinn leikmaður ÍBV

Knattspyrnudeild ÍBV og knattspyrnudeild HK hafa náð samkomulagi um að Eiður Atli Rúnarsson verði á ný leikmaður ÍBV. Eiður lék með ÍBV á láni árið 2024 þegar liðið tryggði sér sæti í Bestu deild karla með góðu tímabili í Lengjudeildinni. Eiður sem er 23 ára varnarmaður lék með HK í Lengjudeildinni í ár en samtals […]
Sesar semur við ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Sesar Örn Harðarson hefur gengið til liðs við ÍBV frá nágrönnum okkar á Selfossi. Hann er 19 ára sóknarmaður sem kemur til með að auka breidd liðsins fram á við á komandi leiktíð. Fram kemur í tilkynningu á vef félagsins að Sesar geri tveggja ára samning við knattspyrnudeildina. Hann lék í 13 leikjum Selfoss […]
Rafmagnslaust í Eyjum – uppfært

Rafmagnslaust er í Vestmannaeyjum þessa stundina. Í stuttri tilkynningu frá stjórnstöð Landsnets segir að verið sé að vinna í því að koma rafmagni aftur á bæinn. Beðið er frekari upplýsinga frá Landsneti og verður þessi frétt uppfærð um leið og þær berast. Uppfært kl. 16.50: Tengivirkið í Vestmannaeyjum er komið aftur í rekstur, segir í […]
Jólasveinaklúbbur og Birgitta Haukdal á Bókasafninu

Frá og með morgundeginum og fram að jólum verður sannkölluð jólastemning á Bókasafni Vestmannaeyja. Börnum gefst tækifæri til að taka þátt í skemmtilegum Jólasveinaklúbbi þar sem lestur og leikur fara saman. Að auki er barnabókahöfundurinn Birgitta Haukdal, væntanleg í heimsókn á safnið til að lesa, syngja og skapa notalega stund með krökkunum. Hér fyrir neðan […]