Jólalögin sungin af hjartans list í Landakirkju

Það var mikið fjör í Landakirkju í dag þegar fjórir kórar slógu saman með kirkjugestum í einni allsherjar söngveislu. Sungin voru þekkt jólalög og jólasálmar.  Það voru Litlu lærisveinarnir, Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja sem leiddu sönginn, ýmist einir og sér eða í einum allsherjar kór. Landakirkja var þétt setinn, prestur var séra Viðar Stefánsson og sameinuðust allir í […]

Töluvert af ryki í kennslustofum Hamarsskóla

Ábendingar bárust frá starfsfólki í Hamarsskóla til tæknideildar í október um að skoða þyrfti kennslustofur skólans á vesturgangi, á neðri hæð, þar sem starfsfólk þar hefur fundið fyrir óútskýrðum einkennum frá öndunarvegi. Þegar slíkar ábendingar berast varðandi fasteignir sveitarfélagsins er brugðist við um leið í þeim tilgangi að finna út hvað veldur, segir í tilkynningu […]

Sjáumst syngjandi í kirkjunni okkar

Það verður mikið fjör í Landakirkju í dag þegar fjórir kórar mæta til leiks og bjóða kirkjugestum að syngja með í þekktum jólalögum og jólasálmum.  Litlu lærisveinarnir, Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennkór Vestmannaeyja leiða og styðja söng. Á Fésbókarsíðu Landakirkju segir:  Hefur þig langað til að syngja jólalögin en tækifærin hafa verið að skornum skammti? – Hefur þig langað að njóta þess að syngja […]

Framkvæmdir við höfnina í samgönguáætlun

Ný samgönguáætlun innviðaráðherra fyrir árin 2026-2030 gerir ráð fyrir fjárfestingu í innviðum Vestmannaeyja. Framkvæmdir og viðhaldsverkefni ná bæði til hafnar- og flugvallarmannvirkja auk þess reksturs ferjusamgangna. Í áætluninni eru nokkur umfangsmikil verkefni við höfnina í Vestmannaeyjum á tímabilinu.  Hörgaeyrargarður – stytting og dýpkun: Unnið verður að styttingu og dýpkun garðsins árin 2026 og 2027. Verkefnið er hluti af endurbótum […]

Betra að gera engan samning en slæman

Fólk nær mánaðarlaununum sínum á tæpum fimm dögum á vöktum í makríl – Samið af láglaunafólkinu án samtals eða samráðs við það „Við erum öflugt samfélag hér í Eyjum, vinnum myrkranna á milli, sköpum gífurleg verðmæti og skatttekjur til samfélagsins og ætlum að gera það áfram. Látið okkur í friði,“ segir Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags […]

Heilsan, jólin og jafnvægið 

Á aðventunni og yfir hátíðarnar finna margir fyrir auknu álagi, óreglu í daglegu lífi og meiri freistingum í mataræði. Til að hjálpa lesendum að halda jafnvægi og vellíðan á þessum tíma settist ég niður með Eygló þjálfara, sem deildi með mér hagnýtum og einföldum heilsuráðum.   Eygló segir að hennar besta heilsuráð yfir hátíðarnar sé að […]

Ingibjörg Bergrós – Stöndum fagnandi með ÍBV 

Kynslóðin sem var að vaxa úr grasi upp úr 1970 í Vestmannaeyjum og fyllti Samkomuhúsið og Alþýðuhúsið á hverju ballinu á fætur öðru, var kröftug, uppfinningasöm og skemmtileg. Peyjarnir í útvíðum buxum, háhæluðum skóm, með barta og sítt hár, blúndur á skyrtunni og reyktu filterslausan Camel. En stelpurnar voru í nælonsokkum og stuttum pylsum með […]

Avery áfram hjá ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Avery Mae Vander Ven hefur framlengt samning sinn við ÍBV og mun leika með liðinu í Bestu deildinni á næsta ári. ÍBV greindi frá þessu á Instagram síðu sinni. Avery er 23 ára gömul og var fyrirliði ÍBV í sumar þegar liðið vann Lengjudeild kvenna með yfirburðum. Hún lék í hjarta varnarinnar og […]

Ævintýri í Hrauney

Hrauney

Óli Gränz er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og hefur lagt gjörva hönd á margt á lífsleiðinni. Var ungur til sjós og síðar farsæll iðnaðarmaður, rak bílaleigu og verslun, settist á Alþingi og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, var bókaútgefandi á heimsvísu og mikilvirkur í félagsmálum. Óli segir frá […]

Stjörnuleikurinn: Spenna og gleði – myndir

Stjörnuleikur 2025 stóð fyllilega undir nafni og bauð upp á skemmtun eins og stjörnuleikir eiga að gera. Liðin skipuðust okkar besta fólki og því var leikurinn afar jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þrátt fyrir mikla baráttu, nokkur gul spjöld og eitt rautt, ríkti íþróttamannsleg stemning á vellinum. Leiknum lauk með jafntefli, […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.