Sandra nýr fyrirliði Íslands á HM

Sandra Erlingsdóttir, leikmaður ÍBV, er nýr fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta sem tekur þátt í Heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í lok mánaðarins. Þá er Thea Imani Sturludóttir, leikmaður Vals, með henni í fyrirliðateymi. Formlegur undirbúningur fyrir Heimsmeistarmótið hófst í gær. Liðið fer til Færeyja 20. nóvember og leikur vináttuleik tveimur dögum síðar í þjóðarhöllinni í Þórshöfn. […]
Röntgenskoðunin

Óli Gränz er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og hefur lagt gjörva hönd á margt á lífsleiðinni. Var ungur til sjós og síðar farsæll iðnaðarmaður, rak bílaleigu og verslun, settist á Alþingi og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, var bókaútgefandi á heimsvísu og mikilvirkur í félagsmálum. Óli segir […]
Lögreglan í Eyjum rannsakar mál tengt svokölluðum „764“ hópi

Barnaverndarþjónusta Vestmannaeyja og lögreglan í Vestmannaeyjum sendu í dag frá sér aðvörun til foreldra vegna starfsemi svokallaðra „764“ ofbeldishópa. Tilefnið er mál sem kom nýverið upp í Eyjum þar sem ungmenni var með efni tengt hópnum í síma sínum. Í tilkynningunni segir að hóparnir nýti börn í annarlegum tilgangi, meðal annars til að hvetja þau […]
Foreldrar hvattir til að yfirfara samfélagsmiðla barna sinna

Barnaverndarþjónusta Vestmannaeyja og lögreglan í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara vandlega yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna. Tilefnið er mál sem hefur komið upp í Eyjum sem tengist svokölluðum 764 ofbeldishópi. Umræddir hópar geta borið mismunandi nöfn, en eiga það sameiginlegt að nota börn í annarlegum tilgangi. Samskiptin fara fram í gegnum samfélagsmiðla og leiki sem […]
Þrjár sveitir frá TV á Íslandsmóti skákfélaga

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2025–2026 fór fram í Rimaskóla í Reykjavík dagana 13.–16. nóvember sl.. Seinni hlutinn verður haldinn 5.–8. mars 2026. Teflt er í fimm flokkum: Úrvalsdeild með sex átta manna sveitum og síðan í 1., 2., 3. og 4. deild, þar sem samtals 48 sex manna sveitir keppa, þar af 24 í fjórðu […]
Helena Hekla áfram hjá ÍBV

Knattspyrnukonan Helena Hekla Hlynsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um tvö ár og verður því hjá félaginu til loka árs 2027. Helena Hekla lék með ÍBV árið 2018 og 2019 en hefur síðan leikin með ÍBV síðustu þrjú leiktímabil frá því að hún skipti til félagsins frá Selfossi á miðju tímabili 2023. Þessu […]
Elmar setti deildarmet

Elmar Erlingsson átti stórleik í þýsku 2. deildinni á laugardag þegar Nordhorn-Lingen lagði HSC 2000 Coburg að velli, 30:26. Elmar lagði upp tíu mörk í leiknum og er það met á yfirstandandi tímabili, enginn hefur sett fleiri stoðsendingar í einum leik í deildinni í vetur. Auk þess að stýra miklu í sóknarleiknum skoraði Elmar sjálfur […]
Rekstrarafkoman umfram áætlun

Bæjarráð Vestmannaeyja tók á dögunum fyrir drög að níu mánaða rekstraryfirliti fyrir sveitarfélagið. Samkvæmt uppgjörinu er rekstrarstaða A- og B-hluta betri en áætlun gerði ráð fyrir, þó að vísbendingar séu um aukinn kostnað á ýmsum sviðum. Samstæðan í heild sinni sýnir jákvæða þróun, þar sem heildartekjur eru 6,8% yfir fjárhagsáætlun fyrstu níu mánuði ársins. Heildarrekstrarkostnaður […]
Niðurstöður tilrauna lofa góðu

Frá því síðasta sumar hefur Matís og Vinnslustöðin unnið saman að verkefninu Sjávarsalt, sem hlaut nýsköpunarstyrk úr sjóðnum Lóu árið 2024, með það að markmiði að nýta nýstárlegar og sjálfbærar aðferðir við saltfiskframleiðslu, segir í frétt á vef Matís. Eftir að ferskvatnslögnin til Vestmannaeyja rofnaði fyrir nokkrum árum keypti VSV afsöltunarbúnað frá hollenska fyrirtækinu Hatenboer-water til […]
Hafa landað í sjö höfnum í síðustu átta túrum

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu á Djúpavogi á sunnudaginn. Skipin voru kölluð inn til löndunar vegna þess að það vantaði fisk til vinnslu í vinnslustöðvar Vísis í Grindavík. Vestmannaey var með um 60 tonn og Bergey með 44 tonn en aflinn fékkst á Breiðamerkurdúpi, Lónsbugtinni og í Sláturhúsinu. Drjúgur hluti aflans var ufsi. […]