Áramót 2025-26

Ég hef aðeins verið að draga það að gera upp síðasta ár, enda hafa atburðir síðustu daga og vikur haft meiri áhrif á mig heldur en ég hefði búist við, en ég kem betur að því í seinni hluta greinarinnar. Í byrjun síðasta árs datt ég aftur inn í þær pælingar sem alltaf kvikna annað […]
Tómas Bent lék í sigri Hearts

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon lék allan leikinn í 1-0 sigri Hearts á Dundee FC í Skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Claudio Braga skoraði mark Hearts þegar hann átti gott skot fyrir utan teig á 27. mínútu leiksins. Tómas og félagar þurftu að leika einum færri allan seinni hálfleikinn þar sem markvörður liðsins Alexander Schwolow […]
Andlát: Sigurvin Marinó Ramsdal

(meira…)
Inga Sæland sér ljósið í Neistanum í Vestmannaeyjum

Inga Sæland, sem tekur við embætti mennta- og barnamálaráðherra í dag sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að menntakerfið hefði brugðist og vill fara finnsku leiðina og innleiða verkefnið Kveikjum neistann, sem Grunnskólinn í Vestmannaeyjum hefur fylgt með frábærum árangri frá árinu 2022. Mbl.is birti frétt um viðtalið við Ingu. Sagði Inga að tæplega helmingur drengja útskrifast úr […]
Sundlaugarskortur

Bæjarbúar hafa nú þurft að þola lokun innisundlaugarinnar frá því 20. október síðastliðinn eða í 12 vikur og stefnir í a.m.k. 3 vikur af lokun í viðbót en aldrei í sögu sundlaugarinnar hefur lokun hennar varað jafn lengi. Þessi staða er óásættanleg enda sundlaugin mikilvægur staður til heilsuræktar, sér í lagi á veturnar þegar allra […]
Ráðherra vill kveikja neistann um land allt

Inga Sæland, nýr mennta- og barnamálaráðherra, segir íslenska menntakerfið hafa brugðist og telur tímabært að stíga ný skref. Hún vill sækja innblástur til Finnlands í menntamálum og jafnframt innleiða verkefnið Kveikjum neistann. Þetta kom fram í viðtali við Ingu í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Inga tekur formlega við embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum síðar í […]
Nýsköpunarsamfélag í fremstu röð

Opinberri heimsókn forsetahjónanna til Vestmannaeyja lauk á föstudagskvöld eftir fjölbreytta dagskrá og heimsóknir víða um eyjuna. Eyjafréttir endurbirta hér að neðan frétt af vef Embætti forseta Íslands þar sem greint er frá helstu viðkomustöðum og viðburðum heimsóknarinnar. Opinberri heimsókn forsetahjóna til Vestmannaeyja lauk á föstudagskvöld. Meðal viðkomustaða á þessum seinni degi heimsóknarinnar voru þrír skólar, […]
Gular viðvaranir gefnar út

Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Suðurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á Miðhálendinu. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í fyrramálið kl. 05:00 og gildir til kl. 17:00 samdægurs. Í viðvörunarorðum fyrir landshlutann segir: Norðan 15-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll, t.d. undir Eyjafjöllum. Vindur getur verið varasamur fyrir ökutæki, einkum þau sem eru viðkvæm […]
Hafnarsjóður rýrnar í höndum bæjarins

Þau gjöld sem hafnarsjóður Vestmannaeyja innheimtir af notendum hafnarinnar eru eingöngu ætluð til reksturs og uppbyggingar í höfninni. Undanfarin ár hefur hafnarsjóður safnað fyrir stórum framkvæmdum með því að hafa hafnargjöld hærri en sem nemur rekstrarkostnaði. Þannig hafa útgerðir greitt hærri hafnargjöld með það að markmiði að tryggja að höfnin hafi fjármagn til að standa […]
ÍBV sigraði Hauka í Eyjum

Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti Haukum í tólftu umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í dag. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Eyjakonur komust fljótlega þremur mörkum yfir. Staðan í hálfleik 13:10. Eyjakonur voru með öll völd á vellinum í síðari hálfleik og voru komnar með sjö marka forystu þegar rúmur […]