Slökkviliðið varar við notkun neyðarsóla á þrettándanum

Slökkvilið Vestmannaeyja sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem íbúar eru hvattir til að sýna sérstaka varúð við flugeldanotkun á þrettándanum, þar sem mikil hætta er á sinubruna vegna veðurskilyrða. Sérstaklega er varað við notkun neyðarsóla. Áramótin reyndust annasöm hjá slökkviliði Vestmannaeyja og kollegum þeirra víða um land vegna fjölda útkalla tengdum sinubrunum. Samkvæmt […]
34 keppendur skráðir í Vöruhúsdeildina
Mánudaginn 5. janúar hófst deildarkeppni Pílufélags Vestmannaeyja og er þetta annað árið í röð sem keppnin er haldin. Aðalstyrktaraðili deildarinnar í ár er Vöruhúsið og ber deildin því hið glæsilega nafn Vöruhúsdeildin 2026. Alls eru 34 keppendur skráðir til leiks, sem er tveimur fleiri en í fyrra. Mótinu er skipt í fjórar deildir; tvær 8 […]
HSU í Eyjum fær fjármagn fyrir varaflsstöð

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að úthluta heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni samtals 77 milljónum króna til endurnýjunar á tækjabúnaði. Ráðstöfun fjárins byggist á forgangsröðun í samræmi við brýnustu þarfir stofnananna. Víða er uppsöfnuð innviðaskuld sem mikilvægt er að mæta til að efla viðbragðsgetu stofnananna, tryggja gæði þjónustu og öryggi sjúklinga, bæta greiningar- og meðferðargetu og stuðla að hagkvæmari […]
Forsetahjónin í heimsókn til Eyja

Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason munu koma í sína fyrstu opinberu heimsókn til Vestmannaeyja dagana 8. og 9. janúar nk.. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjaryfirvalda. Í heimsókninni munu þau fara víða um Vestmannaeyjar og kynna sér blómlegt og ört vaxandi samfélag Eyjamanna, auk þess sem þau munu eiga fund með bæjarstjórn. […]
Gul viðvörun sunnanlands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í kvöld kl. 22:00 og gildir til kl. 21:00 á morgun, fimmtudag. Í viðvörunartexta segir: Norðaustan 13-20 m/s og snjókoma undir Eyjafjöllum. Búast má við éljagangi og skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar […]
„Aldrei gert ráð fyrir svona mikilli hækkun í einu“

Eyjafréttir hafa undanfarna daga fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum og birt m.a. fréttaskýringu þar sem rýnt var í skjöl sem liggja að baki lagningu nýrra raforkustrengja til Eyja. Í kjölfarið leituðu Eyjafréttir svara hjá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja, um forsendur verkefnisins og hvort þær hafi verið nægilega skýrar. Afhendingaröryggi var algjört forgangsmál Að […]
Fyrsta Aglow samvera ársins í kvöld

Stjórn Aglow þakkar samveruna á liðnu ári og við lítum með eftir væntingu til ársins 2026. Fyrsta Aglow samvera ársins verður í kvöld 7. janúar kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Við byrjum samveruna með hressingu og við fáum tækifæri til að ræða um ýmsar breytingar í lífinu og er gott við áramót að fara yfir […]
Orkuskipti á pappír en olía í raun

Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sérstaklega bæjarstjórans, við þeirri stöðu sem hún sjálf skapaði. Nú er látið eins og orkukostnaðarhækkunin hafi dottið af himnum ofan, eins og enginn hafi séð þetta fyrir. Það stenst einfaldlega ekki. Í öllum helstu undirbúningsgögnum vegna nýrra raforkustrengja til Eyja kemur skýrt fram að framkvæmdin átti […]
Þrettándinn í dag

Í dag 6. janúar er þrettándinn en nafn dagsins er stytting úr þrettándi dagur jóla og almennt kallaður síðasti dagur jóla. Þrettándagleði ÍBV verður hins vegar haldin næstkomandi föstudag og þá kveðja Eyjamenn formlega jólin. Halldór B. Halldórsson setti drónann á loft í blíðunni í dag og myndaði Vestmannaeyjar. Myndbandið má sjá hér að neðan. […]
Skyggnst inn í líf Eyjamanna á síðustu öld

Laugardaginn 10. janúar verður boðið upp á sérstaka sýningu í Sagnheimum þar sem gestir fá að skyggnast inn í fortíð Vestmannaeyja í gegnum lifandi kvikmyndir frá síðustu öld. Um er að ræða sýningarröð með myndefni sem tekið var á árunum 1924 til 1970, með megináherslu á tímabilið 1950 til 1970. Sýningin hefst kl 11:00. Myndefnið […]