„Staðan hreint út sagt hræðileg“

Mikil óvissa hefur skapast í rekstri fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna nýs fyrirkomulags í raforkuverði og flutningi rafmagns. Samkvæmt Unnari Hólm Ólafssyni, verksmiðjustjóra FIVE – fiskimjölsverksmiðju VSV hefur staðan þróast þannig að rafmagn, sem áður var augljós hagkvæmur og umhverfisvænn kostur, er orðið margfalt dýrara en olía. Unnar er í viðtali um málið á vefsíðu […]

Gengið til góðs

DSC_3312

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja lítur yfir árið sem nú er að renna sitt skeið í pistli sem birtur er á vef Vestmannaeyjabæjar. Pistilinn má einnig lesa hér að neðan. Á því ári sem nú er að líða höfum við að flestu leyti ‘’gengið til góðs götuna fram eftir veg’’ hér í Eyjum. Það hefur […]

Tímamót hjá Gröfuþjónustunni Brinks ehf.

Símon Og Óli þjótanda C

Þann 19. desember síðastliðinn skrifuðu Gröfuþjónusta Brinks ehf. og Þjótandi ehf. á Hellu undir kaupsamning vegna sölu á fyrrnefndu félagi. Þjótandi ehf. er félag í eigu hjónanna Ólafs Einarssonar og Steinunnar Birnu Svavarsdóttur. Gröfuþjónustan Brinks ehf. hefur verið starfrækt í Vestmannaeyjum í tvo áratugi en þann 14. desember síðastliðin fagnaði félagið 20 árum í rekstri. […]

Gamlársganga/hlaup 2025

Hin árlega Gamlársganga verður farin á morgun, gamlársdag. Gengið er til styrktar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum og verður farið af stað frá Höfðabóli klukkan 11:00. Tvær leiðir eru í boði:  Leið 1 liggur frá Höfðabóli, um Höfðaveg, Illugagötu, Hlíðarveg, Strandveg og endar á Tanganum.Leið 2 liggur frá Höfðabóli, um Hamarinn, Hlíðarveg, Strandveg og endar einnig á […]

Áminning frá lögreglu um notkun flugelda

Áramótin nálgast nú óðfluga og notkun flugelda eykst samhliða. Lögreglan í Vestmannaeyjum sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem minnt er á þær reglur sem gilda um notkun flugelda. En almenn notkun flugelda er heimil á tímabilinu frá 28. desember til 6. janúar. Á því tímabili er þó óheimilt að skjóta flugeldum á milli […]

Flugeldasorp á ekki heima í heimilistunnum

Vestmannaeyjabær vekur athygli á því á vefsvæði sínu að flugeldasorp á ekki heima í heimilistunnum. Þar er bent á að endurvinnslusvæði Terra opni þann 2. janúar og þar verður að finna gáma undir flugeldasorp. Terra hefur einnig gefið út leiðbeiningar um flokkun á flugeldaúrgangi. Stjörnuljós má flokka í ílát undir málma. Ósprungna flugelda skal alltaf […]

Yfir 30 þúsund farþegar komu með skemmtiferðaskipum til Eyja á árinu

Tvo Skemmtiferdaskip 20250707 112459

Skemmtiferðaskip heimsóttu alls 33 hafnir og áfangastaði víðs vegar um landið á árinu 2025 og námu skipakomur 1.182 talsins, samkvæmt nýrri samantekt Cruise Iceland. Skipin fluttu samtals 333.394 farþega, sem dreifðust óvenju vel um landið, allt frá stærstu höfnum landsins til smærri og jafnvel afskekktra áfangastaða. Ferðamenn komu meðal annars til staða sem jafnan teljast […]

Fjör á flugeldabingói – myndir

Í gær breyttist Höllin í sannkallaða flugeldabingó-miðstöð þegar handknattleiksdeild ÍBV stóð fyrir árlegu flugeldabingói. Viðburðurinn var vel sóttur og margir mættu til að spila, skemmta sér og hitta vini og kunningja. Að vanda voru glæsilegir flugeldapakkar í vinninga sem gerðu stemninguna enn skemmtilegri fyrir alla þátttakendur. Flugeldabingóið er mikilvæg fjáröflun fyrir starfsemi handknattleiksdeildarinnar og hefur […]

Viðburðaríkt ár, margt jákvætt en þurfum að halda vöku okkar

eythor_h_cr

Í lok árs er við hæfi að rifja upp það helsta sem kemur upp í hugann þegar litið er til baka á vettvangi bæjarmála. Hvernig hefur okkur bæjarfulltrúum tekist til og er eitthvað sem betur hefði mátt fara?  Þetta eru  spurningar sem við þurfum að velta upp reglulega. Árið 2025 sem er að ljúka hefur […]

Erfiðar aðstæður tefja dýpkun í Landeyjahöfn

Alfsnes 06 24 IMG 5443 2

Óhagstæðar aðstæður hafa tafið dýpkunarframkvæmdir í Landeyjahöfn, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar í svörum við fyrirspurn Eyjafrétta. Að hans sögn lágu dýpkunarskip við bryggju þar sem ekki var unnt að vinna í hafnarmynninu vegna ölduhæðar. Þverbrot var á síðasta flóði og gerði það að verkum að aðstæður voru óvinnandi. „Þeir reyndu aftur á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.