Árleg dósasöfnun ÍBV

Þriðjudaginn 13. janúar 2026 fer hin árlega dósasöfnun handknattleiksdeildar ÍBV fram. Fólk á vegum deildarinnar leggur af stað um kl. 18:00 og fer hús úr húsi til að safna dósum og flöskum. Verður þú ekki heima á þessum tíma? Ekkert mál – þá er einfaldlega hægt að skilja poka eftir fyrir utan hurðina og við […]
1.2 milljónir til Eyja

Getraunastarfsemi hefur verið afar öflug í Vestmannaeyjum undanfarna áratugi og má segja að Eyjamenn hafi verið öflugir í tippinu alla tíð. Getraunastarfsemin skiptist á milli ÍBV annars vegar og KFS hins vegar og hafa þeir síðarnefndu staðið sig mjög vel og eru meðal söluhæstu félaga landsins. Þau fengu meðal annars 13 rétta á Enska getraunaseðilinn […]
Loðnan ennþá norður af landinu

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom í dag í land á Akureyri eftir að hafa verið í um viku við könnun á loðnugöngum austur og norður af landinu. Þetta segir í frétt á vef Hafrannsóknastofnunar. Þar segir enn fremur að meginmarkmið leiðangursins hafi verið að kortleggja útbreiðslu loðnustofnsins til undirbúnings við skipulagningu og tímasetningu á heildarmælingu stofnsins. […]
Birna Berg framlengir við ÍBV

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild ÍBV. Samningurinn við félagið gildir til ársins 2028. Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni. Birna hefur verið mikilvægur hlekkur í liði ÍBV frá haustinu 2020 þegar hún gekk til liðs við félagið eftir dvöl hjá Neckarsulmer í Þýskalandi. Hún hefur sýnt bæði metnað og […]
Aleksandar Linta tekur við ÍBV

Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Aleksandar Linta hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hann mun verða aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins í dag. Linta sem er 50 ára á langan leikmannaferil á Íslandi þar sem hann lék í öllum fjórum deildum landsins á sínum tíma sem leikmaður […]
Áramót 2025-26

Ég hef aðeins verið að draga það að gera upp síðasta ár, enda hafa atburðir síðustu daga og vikur haft meiri áhrif á mig heldur en ég hefði búist við, en ég kem betur að því í seinni hluta greinarinnar. Í byrjun síðasta árs datt ég aftur inn í þær pælingar sem alltaf kvikna annað […]
Tómas Bent lék í sigri Hearts

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon lék allan leikinn í 1-0 sigri Hearts á Dundee FC í Skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Claudio Braga skoraði mark Hearts þegar hann átti gott skot fyrir utan teig á 27. mínútu leiksins. Tómas og félagar þurftu að leika einum færri allan seinni hálfleikinn þar sem markvörður liðsins Alexander Schwolow […]
Andlát: Sigurvin Marinó Ramsdal

(meira…)
Inga Sæland sér ljósið í Neistanum í Vestmannaeyjum

Inga Sæland, sem tekur við embætti mennta- og barnamálaráðherra í dag sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að menntakerfið hefði brugðist og vill fara finnsku leiðina og innleiða verkefnið Kveikjum neistann, sem Grunnskólinn í Vestmannaeyjum hefur fylgt með frábærum árangri frá árinu 2022. Mbl.is birti frétt um viðtalið við Ingu. Sagði Inga að tæplega helmingur drengja útskrifast úr […]
Sundlaugarskortur

Bæjarbúar hafa nú þurft að þola lokun innisundlaugarinnar frá því 20. október síðastliðinn eða í 12 vikur og stefnir í a.m.k. 3 vikur af lokun í viðbót en aldrei í sögu sundlaugarinnar hefur lokun hennar varað jafn lengi. Þessi staða er óásættanleg enda sundlaugin mikilvægur staður til heilsuræktar, sér í lagi á veturnar þegar allra […]