Inflúensufaraldur á uppleið

Einstaklingar í áhættuhópum eru hvattir til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, einnig þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun. Inflúensan er fyrr á ferðinni en síðastliðna vetur, […]
Kynjahalli mestur í Eyjum

Ný tölfræði mennta- og barnamálaráðuneytisins og ÍSÍ sýnir að Vestmannaeyjar skera sig úr þegar litið er til kynjahlutfalla í íþróttastarfi. Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) er það íþróttahérað á landinu sem er með lægsta hlutfall kvenna meðal iðkenda árið 2024. Samkvæmt samantekt ársins í fyrra eru 64,6% iðkenda hjá ÍBV karlar en 35,4% konur. Heildariðkendur eru 2.219. […]
Mesti vindur á Stórhöfða í þrjú ár

Djúp lægð gekk yfir sunnan vert landið í morgun, en Veðurstofan hafði gefið út gular viðvaranir. Veðrið er blessunarlega dottið niður í Eyjum þegar þessi frétt er skrifuð. Í facebook-færslu Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings segir að heilt yfir höfum við haft heppnina með okkur að lægðin djúpa hafi ekki komið nær landi en raun ber vitni. […]
Opna nýja upplýsingasíðu um íþróttaiðkun á Íslandi

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur opnað nýja upplýsingasíðu um íþróttaiðkun Íslendinga, þar sem saman eru tekin gögn frá fjölda aðila. Markmiðið er að veita heildaryfirsýn yfir þróun íþrótta og hreyfingar og gera almenningi kleift að nálgast samanburðarhæfa tölfræði á einum stað. Knattspyrna áfram vinsælust Samkvæmt samantekt ársins 2024 er knattspyrna langvinsælasta íþrótt landsmanna, með 32.108 skráða […]
Jóhanna Lilja tilnefnd sem sjálfboðaliði ársins til almannaheilla

Dagur sjálfboðaliða var haldinn 5. desember og í tilefni dagsins valdi Almannaheill sjálfboðaliða ársins úr tilnefningum aðildarfélaga sinna. Í ár tilnefndi Krabbameinsfélagið Jóhönnu Lilju Eiríksdóttur, formann Brakkasamtakanna fyrir öflugt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og málstaðarins. Jóhanna Lilja var afar þakklát fyrir viðurkenninguna. ,,Þetta er mikil viðurkenning, ekki bara fyrir mig heldur fyrir allt […]
Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar

Undanfarnar vikur hef ég tjáð mig opinberlega um samfélags- og bæjarmál. Viðbrögðin hafa verið fjölbreytt; flest uppbyggileg, en einnig hafa komið fram raddir sem efast um að ungur einstaklingur eins og ég geti skrifað greinar eða tekið þátt í pólitískri umræðu af fullri alvöru. Margir virðast telja að ungur einstaklingur án háskólamenntunar geti einfaldlega ekki […]
Jólaþorp Vöruhússins opnar á sunnudaginn

Kæru vinir. Við eigendur Vöruhússins viljum vekja athygli á því að litla jólaþorpið okkar opnar á sunnudaginn 14.desember kl. 15. Markmiðið okkar með jólaþorpinu er að allir geti mætt og myndað hefðir og skapað minningar á aðventunni. Þetta lukkaðist gríðarlega vel í fyrra og erum við mjög spennt að taka á móti ykkur aftur í […]
Eyjamenn töpuðu gegn FH

Karlalið ÍBV í handbolta tapaði gegn FH, í 14. umferð Olís deildar karla í Eyjum fyrr í kvöld. Eyjamenn voru sterkari á upphafs mínútum leiksins. Þeir komust í 4:1 eftir fimm mínútna leik og voru komnir með fimm marka forystu, 10:5, eftir stundarfjórðung. FH ingar náðu að minnka muninn og staðan 15:13 í hálfleik. Eyjamenn […]
Andri bar sigur úr býtum í Jólalagakeppni Rásar 2

Tónlistarmaðurinn og eyjamaðurinn Andri Eyvinds bar sigur úr býtum í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár með laginu Bakvið ljósin. Lagið, sem hann samdi sjálfur, fangar þá tilfinningu að hátíðarnar séu ekki endilega léttar fyrir alla, þvert á móti geti þessi tími ýft upp erfiðar tilfinningar hjá mörgum. Andri fékk verðlaunin afhent í Popplandi á Rás […]
Fanndís Friðriksdóttir hætt í fótbolta

Eyjakonan Fanndís Friðriksdóttir, fótboltakona og fyrrum landsliðskona, hefur lagt skóna á hilluna. Hún tilkynnti það á instagram síðu sinni fyrr í dag. Fanndís, sem er 35 ára, ólst upp í Vestmannaeyjum og spilaði upp alla yngri flokka ÍBV. Hún hóf meistaflokks ferillinn með Breiðablik og hefur verið ein fremsta fótboltakona landsins í mörg ár. Hér […]