Tómas Bent lék í sigri Hearts í toppslag

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon var í byrjunarliði Hearts í dag, þegar þeir unnu mikilvægan útisigur gegn núverandi meisturum Celtic, í 16. umferð Skosku úrvalsdeildarinnar. Tómas lék allan leikinn á miðjunni hjá Hearts en hann hefur byrjað fjóra leiki af síðustu fimm. Hearts komst yfir í leiknum á 43. mínútu með marki frá Claudio Braga og […]
Litlu jólin á Háaloftinu – jólastemning fyrir alla fjölskylduna

Á Háaloftinu í dag ríkti sannkölluð jólagleði þegar jólasýningin „Jólasveinar ganga um gólf“ var sett á svið. Börn fylltu salinn, margir í jólaklæðum og tóku fagnandi á móti sveinunum sem gengu um gólf, sungu með krökkunum og skemmtu með ljúfum jólabröndurum og stuttum sögum. Sýningin er skemmtilegur hluti af aðventunni í Vestmannaeyjum, þar sem yngstu […]
Brosleg brot úr revíusögu Eyjanna

Nýlega kom út bókin „Silfuröld revíunnar“ eftir Unu Margréti Jónsdóttur, en það er síðara bindi íslenskrar revíusögu. Fyrra bindið, „Gullöld revíunnar“, kom út 2019 og var þar fjallað um íslenskar revíur frá 1880 til 1957. Í „Silfuröld revíunnar“ er fjallað um revíur á tímabilinu 1957-2015. Meðal annars koma þar við sögu revíusýningar í Vestmannaeyjum. Hér kemur kafli úr bókinni. Tilvitnanir og upplýsingar um flytjendur eru prentaðar […]
Íþróttamaður mánaðarins: Emil Gautason

Íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni er hinn ungi og efnilegi Emil Gautason. Emil er aðeins 15 ára gamall og gríðarlega efnilegur fótboltamaður sem spilaði með KFS í 4. deildinni fyrri hluta sumars, ásamt því að leika með 2. og 3.flokki ÍBV. Emil þreytti frumraun sína með meistaraflokki ÍBV, seinni hluta tímabilsins, í 4-1 sigri gegn […]
Listin veitir slökun og hugleiðslu

Jónína Björk Hjörleifsdóttir eða Jóný eins og hún er oftast kölluð er fjölhæf listakona sem hefur skapað ótal hluti í gegnum tíðina og unnið með margs konar efni. Upp á síðkastið hefur keramik orðið sífellt stærri hluti af sköpun hennar, bæði sem listform og sem leið til að skapa nytjahluti. Jóný ræddi við Eyjafréttir um hvað […]
Kæri Páll

Takk fyrir greinina – en ég verð að byrja á því sem skiptir mig mestu: Í mínum tveimur greinum hef ég aldrei nefnt einn einasta bæjarfulltrúa með nafni. Ég fjallaði um bæjarstjórn sem heild, forgangsröðun hennar, efnahagsstjórn og skort á umræðu. Ég valdi að nafngreina engan, af virðingu – því gagnrýni mín sneri að kerfi […]
Siglt til Þorlákshafnar

Aðstæður til siglinga til og frá Landeyjahöfn eru ekki hagstæðar vegna aðstæðna í höfninni og því siglir Herjólfur fyrstu ferð dagsins til Þorlákshafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum verður kl. 07:00 og brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að farþegar sem hyggjast nýta gistirými ferjunnar eru minntir […]
Arnar stýrði Íslandi til sigurs á HM

Arnar Pétursson og stelpurnar hans í íslenska kvennalandsliðinu höfðu betur gegn Færeyjum, í lokaleik sínum á HM kvenna í handbolta í kvöld. Leiknum lauk með 30:33 sigri Íslands og var þetta fyrsti sigur Íslands í milliriðli á HM. Algjört jafnræði var með liðunum á upphafs mínútum leiksins en eftir tíu mínútur náðu íslensku stelpurnar tveggja […]
Gáfu bæjarbúum jólasíld

Ísfélagið í Vestmannaeyjum hélt í dag í góða jólahefð sína og afhenti bæjarbúum jólasíldina. Fjölmargir mættu í portið á Strandveginum, þar sem starfsfólk Ísfélagsins tók hlýlega á móti Eyjamönnum og afhenti þeim þessa vinsælu jólagjöf. Hildur Zoega og hennar fólk hafa unnið af miklum metnaði og töfrað fram síld sem margir telja þá bestu sem […]
Endilega ræðum málin!

Það er mikilsvert að bæjarbúar – ekki síst unga fólkið – láti sér annt um bæinn sinn og veki máls á því sem þeim þykir að betur mætti fara. Mér þótti það því sérstakt gleðiefni að sjá ungan og duglegan mann sem ég kannast ágætlega við, Jóhann Inga Óskarsson, kveða sér hljóðs í bæjarmiðlunum – […]