Minningargjöf og samfélagsstyrkur renna til velferðar heimilisfólks Hraunbúða

Hollvinasamtök Hraunbúða í Vestmannaeyjum hafa undanfarna daga fengið veglega styrki sem renna í áframhaldandi starf til að efla lífsgæði heimilisfólks. Í gær afhentu börn Þóru Magnúsdóttur, Dídíar heitinnar, samtökunum rausnarlega peningagjöf í minningu móður sinnar. Samtökin þakka fjölskyldu Dídíar innilega fyrir hlýhug og stuðning. Samhliða barst samtökunum 300 þúsund króna styrkur frá Vestmannaeyjabæ úr verkefninu […]
Góður gangur í Íslandssíld og Kap komin í jólafrí

Veiðar á Íslandssíld hafa gengið vel hjá Vinnslustöðinni í haust og vinnsla verið nokkuð samfelld þrátt fyrir breytilegt veðurfar síðustu daga. Þetta segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisks hjá Vinnslustöðinni, í samtali við Eyjafréttir. Að hans sögn hófust síldveiðar í lok október og hafa bæði Gullberg og Huginn verið á miðunum síðustu daga. „Í Huginn eru […]
Opið erindi til bæjastjórnar vegna stöðu leikskólamála

Hópur mæðra í Vestmannaeyjum, sem eignuðust börn síðari hluta árs 2024, hefur sent bæjarstjórn ítarlegt bréf þar sem fram koma verulegar áhyggjur af stöðu leikskólamála í bænum. Í bréfinu er meðal annars bent á skort á plássum fyrir börn við 12 mánaða aldur og gagnrýnt að heimgreiðslur nýtist aðeins örfáum fjölskyldum. Eyjafréttir birtir bréfið hér […]
Jólahuggulegheit í Vinaskógi á aðventunni

Dýravinafélagið býður í jólahuggulegheit í Vinaskógi tvo sunnudaga á aðventunni, 7. desember og 14. desember. Opið verður frá klukkan 15 til 18 báða dagana. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur, ristaðar möndlur og ýmislegt annað dúllerí sem gerir stemninguna enn notalegri. Þar að auki verður ratleikur um skóginn fyrir bæði börn og fullorðna […]
Þorlákur Árnason hættur sem þjálfari ÍBV

Þorlákur Árnason hefur sagt upp stöðu sinni sem þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu, en ákvörðunin tók gildi strax við afhendingu uppsagnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍBV. Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV segir í tilkynningunni að hún harmi ákvörðun Þorláks, en þakkar honum jafnframt fyrir góð störf á liðnum misserum og þann árangur sem náðist á […]
Stýrihópum falið að skoða hagræðingarleiðir

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt tillögu framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um skipan tveggja stýrihópa sem eiga að fara yfir mögulegar hagræðingarleiðir innan sveitarfélagsins. Annar hópurinn mun fjalla um hagræðingu á umhverfis- og framkvæmdasviði. Í honum sitja Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri sviðsins, Rannveig Ísfjörð byggingarfulltrúi, Dóra Björk Gunnarsdóttir hafnarstjóri, Helga Jóhanna Harðardóttir aðalmaður í framkvæmda- og hafnarráði og […]
Óli Gränz – Traustvekjandi staðfesting

„Óli Gränz“ er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og hefur lagt gjörva hönd á margt á lífsleiðinni. Var ungur til sjós og síðar farsæll iðnaðarmaður, rak bílaleigu og verslun, settist á Alþingi og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, var bókaútgefandi á heimsvísu og mikilvirkur í […]
Vestmannaeyjabær úthlutar samfélagsstyrkjum

Í dag undirrituðu Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar og Hrefna Jónsdóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja samninga við styrkþega um fjárstyrk vegna verkefna sem hlutu styrk í tengslum við „Viltu hafa áhrif?“ fyrir fyrri hluta árið 2026. Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut Fræðslu- og símenntunarmiðstöð vegna uppsetningar á leiksýningu fyrir fatlað fólk, […]
„Tími til að standa við loforðin“

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt samhljóða að bærinn taki þátt í verkefni sem snýr að því að kanna fýsileika jarðganga milli lands og Eyja. Óskað hefur verið eftir aðkomu bæjarins að félagi sem standa á fyrir fjármögnun og framkvæmd jarðlagsrannsókna vegna mögulegra Eyjaganga, og hafa forsvarsmenn félagsins kynnt áform félagsins fyrir bæjarstjórn. Stofnframlag Vestmannaeyjabæjar verður allt […]
Sæta lagi á milli lægða

Bræla hefur haft veruleg áhrif á veiðar togaranna í Síldarvinnslusamstæðunni að undanförnu, að því er segir í frétt á heimsíðu fyrirtækisins. Þar segir enn fremur að Vestmannaeyjatogararnir, Bergey VE og Vestmannaey VE, hafi landað slöttum í Neskaupstað sl. fimmtudag og aftur á mánudag. Aflinn var blandaður, mest ýsa og þorskur í fyrri túrnum en að […]