Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf

Þess er nú beðið með talsverðri eftirvæntingu að Hafrannsóknastofnun gefi út ráðgjöf sína varðandi aflaheimildir í loðnu. Búist er við að það verði gefið út á morgun, fimmtudag. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins er nú verið að græja skipin fyrir loðnuvertíðina sem er í vændum. „Við erum að taka loðnunæturnar um borð í Sigurð og […]

KR-ingur á láni til ÍBV

Hinn ungi og efnilegi knattspyrnumaður Róbert Elís Hlynsson hefur gengið til liðs við ÍBV. Róbert verður á lánssamningi frá KR út keppnistímabilið 2026. Hann er 18 ára gamall miðjumaður sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með KR á undirbúningstímabilinu. Róbert er fjölhæfur leikmaður sem leikur aðallega á miðsvæðinu en getur einnig leyst framar […]

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði átta mörk í svekkjandi jafntefli íslenska landsliðsins gegn Sviss, á EM í handbolta í dag. Þetta var þriðji leikur liðsins í milliriðli á mótinu.  Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik náði Sviss þriggja marka forystu, 13-10. Ísland náði að minnka munninn aftur í 14-13 þegar rúmar […]

Fylgi flokkanna í Eyjum

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 16. maí. Eyjafréttir fengu Maskínu til að gera skoðanakönnun í nóvember 2024. Þar var Fyrir Heimaey með mesta fylgið meðal þeirra sem tóku afstöðu, eða 40,7%, og Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 40% fylgi. Eyjalistinn var með 18,7% fylgi. Óákveðnir voru hins vegar 30%. Meirihlutinn fallinn samkvæmt nýrri könnun Eyjafréttir hefur undir höndum skoðanakönnun […]

Komu inn vegna veðurs

Vestmannaey V Landar 20220717 111132

Togarar Síldarvinnslusamstæðunnar hafa landað í sínum heimahöfnum síðustu dagana. Jóhanna Gísladóttir GK landaði í Grindavík á laugardag, Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu í Vestmannaeyjum í gær og Gullver NS er að landa á Seyðisfirði í dag. Á fréttasíðu fyrirtækisins er farið yfir veiðiferðir skipanna. Einar Ólafur Ágústsson, skipstjóri á Jóhönnu Gísladóttir, lét vel af […]

Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi

DSC_1472

Árlegur tekjumunur á skerðanlegum flutningi og forgangsflutningi raforku nemur um 140 milljónum króna eftir að tveir nýir sæstrengir voru lagðir til Vestmannaeyja, en með þeim varð raforkuöryggi í Eyjum með því besta sem gerist á landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsnet vegna umræðu um aukinn raforkukostnað fyrirtækja á borð við Vinnslustöðina og Herjólf. […]

Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 

Nítján nemendur útskrifuðust úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum þann 19. desember síðastliðinn. Nemendur luku námi af sex mismunandi brautum og var útskriftinni fagnað með hátíðlegri athöfn í skólanum. Á önninni stunduðu yfir 270 nemendur nám í ólíkum námsleiðum og í fjölbreyttum áföngum.  Meðal útskriftarnema var Jason Stefánsson, sem lauk jafnframt grunnnámi í málm- og véltæknigreinum ásamt námi […]

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“

Foreign Monkeys hafa gefið út þriðju breiðskífu sína, III, sem er nú aðgengileg á Spotify og öðrum streymisveitum, auk þess að koma út á vínyl og geisladisk. Platan er afrakstur sex ára vinnu og markar stórt skref í áframhaldandi þróun sveitarinnar. III er þétt og kraftmikil með þétt riff og sterka húkka. Hljóðritun fór fram […]

Úttekt á fasteignagjöldum ársins

Fasteignaskattprósenta lækkaði hjá meirihluta sveitarfélaga milli áranna 2025 og 2026. Hjá rúmlega þriðjungi sveitarfélaga er fasteignaskattasprósenta  óbreytt milli ára  en ekkert sveitarfélag hækkar. Þrátt fyrir það hækka fasteignagjöldin í langflestum tilvikum í krónum talið vegna hærra fasteignamats. Hækkanirnar eru í mörgum tilfellum umfram hækkun verðlags. Þegar hækkanir fasteignagjalda eru skoðaðar frá árinu 2023 má finna dæmi um […]

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan

Fimleikafélagið Rán á árangursríkt ár að baki og framundan eru spennandi verkefni á nýju ári. Í ágúst síðastliðnum fóru iðkendur í æfingabúðir til Svíþjóðar þar sem lögð var áhersla á tæknilega þróun og hópastarf. Í nóvember tók einn hópur þátt í móti og náði þar 2. sæti. Keppnistímabilið heldur áfram í febrúar næstkomandi þegar tveir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.