Að halda áfram….

Krabbavörn Vestmannaeyja stóð fyrir hinni árlegu ljósagöngu á Eldfell fimmtudaginn 20. nóvember. Ljósagangan er til að sýna samstöðu, samveru, samtakamátt og til að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein En í fyrra mættu um eitt hundrað manns í frábæru veðri. Ákveðið var að gangan yrði farin í hvaða veðri sem er, […]

Jólablað Fylkis er komið út

Jólablaði Fylkis 2025 var dreift í hús innanbæjar nú um helgina 13.-14. desember og sent víðsvegar um land.  JólaFylkir er að þessu sinni 44 bls., sama stærð og 2024,  sem  eru er stærstu og efnismestu Jólablöð Fylkis frá upphafi útgáfu þess fyrir 76 árum. Meðal efnis í blaðinu er hugvekja Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar, sóknarprests í […]

Kvennalið ÍBV rúllaði yfir Selfoss

Kvennalið ÍBV mætti Selfoss í Sethöllinni, í lokaleik 10. umferðar Olís deildar kvenna í dag. Eyjakonur voru ekki í vandræðum með Selfoss konur og unnu 11 marka sigur, 40:29. Fyrstu mínútur leiksins voru frekar jafnar og var staðan 4:4 eftir sjö mínútna leik. Eyjakonur voru fljótar að ná upp forystunni og voru sjö mörkum yfir […]

Karlalið ÍBV á sigurbraut

Karlalið ÍBV í handbolta sigraði Þór á Akureyri, í fyrsta leik 15. umferðar Olís deildar karla í dag. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var staðan 6:6, eftir tólf mínútur. Eyjamenn náðu þó fljótt forystunni og var munurinn orðinn sex mörk, 8:14, eftir 20 mínútna leik. Þórsarar minnkuðu aftur muninn og var staðan […]

Markadrottning ÍBV sér fram á enn stærri skref í Bestu deildinni

Bandaríska knattspyrnukonan, Allison Grace Lowrey, kom eins og stormsveipur inn í kvennalið ÍBV í fótbolta í sumar. Allison er 23 ára sóknarmaður sem sló í gegn með ÍBV í Lengjudeildinni og Mjólkurbikarnum, þar sem hún skoraði samtals 30 mörk. Hún var lang markahæst í deildinni með 25 mörk og skoraði í öllum bikarleikjum liðsins, þar […]

Alex Freyr fyrirliði og besti leikmaðurinn

Alex Freyr Hilmarsson átti frábært tímabil með ÍBV í sumar, þegar liðið tryggði sér áframhaldandi veru í Bestu deildinni á næsta ári. Alex Freyr er 32 ára gamall og hefur leikið með ÍBV frá árinu 2022. Hann hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Eyjamanna frá komu sinni. Alex, sem var fyrirliði ÍBV í sumar, […]

Bæði meistaraflokkslið ÍBV í eldlínunni í dag

Handbolti (43)

Það ser sannkallaður handboltasunnudagur framundan hjá ÍBV en bæði meistaraflokkslið félagsins eiga leik í Olísdeildunum í dag. Kvennalið ÍBV leikur fyrr um daginn þegar liðið sækir Selfoss heim í Set höllina í 11. umferð Olísdeildar kvenna. Karlaliðið leikur síðar um daginn á Akureyri þar sem Þór tekur á móti ÍBV í 15. umferð Olísdeildar karla, […]

Fótboltaskóli ÍBV hefst í næstu viku

Fótboltaskóli ÍBV hefst í næstu viku. Fyrra námskeiðið hefst 19. desember og það síðara 28. desember.  Fótboltaskóli ÍBV 7. og 6. flokkur karla og kvenna 5. og 4. flokkur karla og kvenna Skráning fer fram á Sportabler og lýkur 18. desember NÁMSKEIÐ 1 19.–20. desember og 6. flokkur: 10.30–12.00 og 4. flokkur: 13.00–14.30 NÁMSKEIÐ 2 28.–30. desember […]

Myndband: Oddfellow stækkar

Brátt sér fyrir endann á umsvifamiklum framkvæmdum við félagsheimili Oddfellow í Vestmannaeyjum. Allt frá í fyrra hafa staðið yfir framkvæmdir á húsnæðinu og meðal annars er verið að byggja við austurgafl hússins. Halldór B. Halldórsson tók stöðuna á framkvæmdunum í gær og kynnti sér framvindu verksins. Myndband frá heimsókninni má sjá hér að neðan. (meira…)

Innlit á Eyjaheimili 

Hér í Eyjum má finna fjölmörg falleg heimili með ólíkan stíl og áhugavert skipulag. Í Innliti á Eyjaheimili skoðum við eignir sem eru á markaði og rýnum í hvað gerir þær sérstakar. Við förum í gegnum skipulag, hönnun og þau smáatriði sem fanga athygli og fáum innsýn um stöðu og strauma á fasteignamarkaðnum hér í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.