Góð gjöf frá Kiwanisklúbbnum Helgafelli til Bjargsins

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhenti nýverið Bjarginu á Hraunbúðum rausnarlega gjöf í formi fjögurra nýrra stillanlegra vinnuborða sem munu nýtast eldri borgurum sem sækja dagdvölina í daglegu starfi. Í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar segir að gjöfin sé liður í áframhaldandi stuðningi Kiwanisklúbbsins við samfélagið, þar sem lögð er áhersla á að efla aðstöðu barna, ungmenna og fjölskyldna. […]
Sköpunarhús: Stefnt að því að starfsemin hefjist fljótlega eftir áramót

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja þann 11. nóvember sl. kynnti Eyrún Haraldsdóttir, verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundamála, uppfærðar hugmyndir um verkefnið Sköpunarhús. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá bæjaryfirvöldum undanfarna mánuði. Sköpunarhús verður nýr vettvangur fyrir skapandi starf ungs fólks í Eyjum. Þar munu ungmenni geta fengið aðgang að aðstöðu, tækjum og faglegri leiðsögn til […]
Jóhanns Inga minnst í Landakirkju

Eyjamaðurinn Jóhann Ingi Árnason, fjölmiðlafræðingur og framkvæmdastjóri í St. Louis í Bandaríkjunum, var minnst við hátíðlega athöfn í Landakirkju á laugardaginn. Jóhann Ingi fæddist 30. september 1969 í Eyjum og lést 27. október í St. Louis í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru Árni Óli Ólafsson, frá Suðurgarði, stýrimaður, og kona hans Hanna Birna Jóhannsdóttir. Kona Jóhanns er […]
HM draumurinn hjá Heimi og Írum lifir

Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu tryggðu sér 2. sæti í F-riðli og þar með sæti í umspili Heimsmeistaramótsins í fótbolta árið 2026 eftir dramatískan sigur á Ungverjum í dag. Ungverjar byrjuðu leikinn betur og komust yfir eftir aðeins þrjár mínútur. Troy Parrot jafnaði leikinn fyrir Írland úr vítaspyrnu á 15. mínútu. Ungverjar […]
Fórnalamba umferðaslysa minnst í dag

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag, 16. nóvember, um allt land og víðsvegar um heiminn. Á þessum degi er sjónum jafnan beint að ákveðnum áhættuþáttum sem valda banaslysum. Í ár var megináherslan á notkun öryggisbelta, sem teljast einn mikilvægasti öryggisbúnaður bifreiða. Minnigarmessa var haldin í Landakirkju í dag í tilefni dagsins og mætti […]
Samgöngumál til umfjöllunar í bæjarráði

Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði á fundi sínum í liðinni viku um stöðu samgöngumála, þar á meðal rekstur Herjólfs, flugáætlun og dýpkunarmál í Landeyjahöfn. Áætlunarflug hefst um mánaðarmótin Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, kynnti drög að fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2026. Gert er ráð fyrir tæplega 22 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu á næsta ári. Á fundinum kom […]
Öruggur sigur ÍBV gegn Stjörnunni

Kvennalið ÍBV í handbolta mætti botnliði Stjörnunnar í lokaleik níundu umferðar Olís deildar kvenna í Garðabænum í gær. Eyjakonur áttu ekki í vandræðum með botnliðið og unnu tíu marka sigur. Eyjakonur komust þremur mörkum yfir í upphafi leiks en Stjörnukonur jöfnuðu í 9-9 eftir tuttugu mínútna leik. Eyjakonur náðu aftur upp forskotinu og voru fimm […]
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag, 16. nóvember um allt land og víðsvegar um heiminn. Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessum degi, sem fest hefur sig í sessi víða um heim sem mikilvægur minningardagur og áminning. Dagurinn er jafnframt hugsaður til að hvetja fólk til að líta inn á […]
Litríkur ævintýrasöngleikur fyrir alla fjölskylduna

Í gær var frumsýndur í leikhúsinu ævintýrasöngleikurinn Skilaboðaskjóðan, byggður á ástsælli barnabók Þorvaldar Þorsteinssonar frá 1986. Bókin naut mikilla vinsælda á sínum tíma og hefur síðan lifað góðu lífi í huga margra. Leikfélag Vestmannaeyja setti verkið síðast upp fyrir um tuttugu árum og því var sannarlega tímabært að rifja upp þetta skemmtilega ævintýri á ný. […]
Byggt í Eyjum sem aldrei fyrr og fólki fjölgar

Á árunum 2015 til 2024 hafa framkvæmdir og útgáfa byggingarleyfa í Vestmannaeyjum verið tiltölulega stöðugar. Megináherslan hefur verið á íbúðarhúsnæði, en árið 2024 sást aukning í leyfum fyrir atvinnuhúsnæði. Endurbyggingar og stækkun eldri mannvirkja hafa farið fram jafnt og þétt, sem endurspeglar reglubundið viðhald og áframhaldandi nýtingu húsnæðis. Fullbúnum íbúðum hefur fjölgað um tugi, jafnvel […]