Fjölmiðlar eru alltaf á tímamótum

Eyjafréttir og eyjafrettir.is hafa verið á mikilli siglingu á árinu sem nú er senn á enda og áfram skal haldið. Fréttavefurinn hefur fest sig í sessi sem öflugur fréttamiðill og heimsóknum fjölgar í samræmi við það. Eyjafréttir enduðu árið með stærsta jólablaði í 51 árs sögu blaðsins, 56 síðum af fjölbreyttu efni ætlaðu fólki á […]
Mest lesnu færslur ársins

Við áramót er gjarnan litið um öxl og rifjuð upp tíðindi ársins. Að venju höfum við hér á Eyjafréttum/Eyjar.net tekið saman þær fréttafærslur sem vöktu mesta athygli lesenda á árinu sem er að líða. sætið – Viðtal við Víði Reynisson Á toppi listans er viðtal við Víði Reynisson, þingmann Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna, þar sem farið […]
Metþátttaka í styrktargöngu Krabbavarnar

Árleg styrktar-ganga og -hlaup til stuðnings Krabbavörn Vestmannaeyja fór fram í morgun og var þátttaka afar góð. Aðstæður til útivistar voru góðar, góður hiti en smá vindur. Gangan hófst við Steinsstaði og lauk á Tanganum þar sem þátttakendum var boðið upp á heita súpu og brauð. Samkvæmt Hafdísi Kristjánsdóttur einum af skipuleggjendum gekk viðburðurinn mjög […]
Anton Frans og Sigurmundur Gísli komu heim með silfur

Eyjapeyjarnir Anton Frans Sigurðsson og Sigurmundur Gísli Unnarsson, leikmenn ÍBV í handbolta unnu til silfurverðlauna á Sparkassen Cup-handboltamótinu með u-18 ára landsliði Íslands, í Merzig í Þýskalandi. Íslenska liðið tapaði með þremur mörkum, 31-28, í úrslitaleik mótsins gegn Þýskalandi. Alls unnu íslensku strákarnir fjóra leik á mótinu, gegn Slóveníu, Austurríki, Hollandi og Portúgal og töpuðu […]
Brenna og flugeldasýning í dag

Björgunarfélag Vestmannaeyja stendur fyrir hefðbundinni brennu og flugeldasýningu í dag, á gamlársdag. Kveikt verður í brennunni klukkan 17:00 og hefst flugeldasýningin skömmu síðar. Svæði sem merkt er með appelsínugulum lit verður skilgreint sem öryggissvæði á meðan flugeldasýning stendur yfir. Gestir eru beðnir um að virða lokanir, fara ekki inn á svæðið og fylgja leiðbeiningum þeirra […]
FÍV hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025

Það hefur verið sérstakt ár hjá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Í nóvember var tilkynnt að skólinn hefði hlotið Íslensku menntaverðlaunin 2025 í flokki framúrskarandi iðn- og verkmenntunar, fyrir öflugt og nýstárlegt starf í nánu samstarfi við atvinnulífið. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 4. nóvember og er það mikil viðurkenning fyrir bæði skólann og […]
Nýtt ár heilsar með Landeyjahafnar-siglingu

Herjólfur ohf hefur gefið út siglinga-áætlun fyrir næstu tvo daga. Á morgun, gamlársdag siglir Herjólfur eina ferð til Þorlákshafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Siglingar á nýársdag verða þannig að Herjólfur siglir eina ferð til/frá Landeyjahöfn á háflóði. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 14:00 (Áður ferð kl. 09:30). Brottför frá Landeyjahöfn […]
Innkalla “Rakettupakka 2”

Slysavarnafélaginu Landsbjörg bárust í kvöld ábendingar um að galli væri í einhverjum rakettum sem seldar hafa verið í Rakettupakka 2. Við prófun kom í ljós að einhverjar þeirra sprungu of snemma. Því hefur verið tekin sú ákvörðun um að taka Rakettupakka 2 úr sölu og kalla inn þá pakka sem hafa verið seldir. Þetta segir […]
Orkuverðskrá innleidd í Vestmannaeyjum þann 1. janúar 2026

Um áramótin munu HS Veitur breyta fyrirkomulagi verðskrár hitaveitunnar í Vestmannaeyjum úr magnverðskrá í orkuverðskrá. Breytingin er gerð í þágu heimila og atvinnulífs í Vestmannaeyjum með það að markmiði að tryggja sanngjarnari dreifingu kostnaðar, hvetja til orkunýtni og endurspegla betur raunverulega notkun hvers og eins. Með breytingunni verður kostnaður viðskiptavina óháðari því framrásarhitastigi sem er […]
„Staðan hreint út sagt hræðileg“

Mikil óvissa hefur skapast í rekstri fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna nýs fyrirkomulags í raforkuverði og flutningi rafmagns. Samkvæmt Unnari Hólm Ólafssyni, verksmiðjustjóra FIVE – fiskimjölsverksmiðju VSV hefur staðan þróast þannig að rafmagn, sem áður var augljós hagkvæmur og umhverfisvænn kostur, er orðið margfalt dýrara en olía. Unnar er í viðtali um málið á vefsíðu […]