Víðir og Ása – Besta niðurstaðan horft til framtíðar

Eyjafréttir báru frétt um makrílsamning utanríkisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur við Noreg, Bretland og Færeyjar um skiptingu aflaheimilda í makríl undir alla þingmenn kjördæmisins. Í fréttinni kemur fram að með samningnum muni makrílvinnsla í Vestmannaeyjum leggjast af. Fyrst til að svara voru þingmenn Samfylkingarinnar, Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Víðir Reynisson sem eru nokkuð sátt. „Við styðjum að […]
Jólin hjá framlínufólki

Þó flestir landsmenn séu heima með fjölskyldu sinni á aðfangadagskvöldi er það ekki raunin hjá öllum. Margir geta ekki verið heima í faðmi fjölskyldu á þessum hátíðardegi og geta ástæðurnar verið margvíslegar, meðal annars vegna vinnu, veikinda eða að þeir eigi fáa að. Guðný Bernódusdóttir er ein þeirra sem starfar í framlínu og hefur oftar en ekki verið í vinnu yfir jólahátíðina. Á meðan […]
Minning: Ásbjörn Garðarsson

Ásbjörn Garðarsson félagi okkar og formaður Hildibranda félagsins hefur kvatt jarðvistina. Formaðurinn var sannarlega mikill grallari en ákaflega ljúfur og góður drengur. Við teljum talsverðar líkur á því að hann muni örva himnaríkið, sérstaklega ef góður aðgangur er þar að kínverjum og flugeldum. Það var sannarlega oft vígvöllur í kring um kappann, enda lengi regla […]
Það er eitthvað mikið að í hagsmunagæslu fyrir Ísland

„Það ber margt að sama brunni í þessu máli. Hæstvirt ríkisstjórn og hæstvirtur utanríkisráðherra gera samning án þess að ráðfæra sig að neinu marki við utanríkismálanefnd milli fjögurra ríkja, auk Íslands, Bretlands, Færeyja og Noregs, um skiptingu hlutdeildar í makríl,“ sagði Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi í ræðu á Alþingi um nýgerðan samning utanríkisráðherra um makrílveiðar. […]
Jólablað Eyjafrétta: Fullt af mannlífi og samfélagsumræðu

Nýtt og veglegt jólablað Eyjafrétta kemur út í dag og að vanda er blaðið fjölbreytt og efnismikið, með áherslu á samfélagsmál, menntun, menningu, mannlegar sögur og jólahátíðina í Vestmannaeyjum. Blaðið er efnismikið og telur alls 56 blaðsíður. Í blaðinu er m.a. fjallað um nýja samgönguáætlun innviðaráðherra fyrir árin 2026–2030, þar sem gert er ráð fyrir […]
Hátíðarstemning í miðbænum

Mikil hátíðarstemning ríkti í miðbænum í kvöld þar sem margt var um að vera og verslanir með lengri opnun. Karlakór Vestmannaeyja var á ferðinni og söng á nokkrum stöðum í bænum, gestum og gangandi til mikillar gleði. Kórinn hóf söng sinn í Vöruhúsinu, svo fyrir utan Miðstöðina og næst í Sölku, HeimaRaf og Einsa kalda. […]
Makríllinn vannýttur

Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins […]
Handbolta- og fótboltaskólar ÍBV fyrir jólahátíðina

ÍBV mun halda bæði handbolta- og fótboltaskóla fyrir börn í Vestmannaeyjum í aðdraganda jólahátíðarinnar. Skólarnir eru ætlaðir grunnskólabörnum og verða haldnir með aðstoð þjálfara og leikmanna félagsins. Handboltaskóli fyrir 3.–6. bekk ÍBV handbolti býður upp á handboltaskóla fyrir nemendur í 3.–6. bekk. Skólinn hefur undanfarin ár verið haldinn í vetrarfríi, en í ár verður hann […]
Stjörnuleikurinn – Stærsti íþróttaviðburður Eyjanna

Hefðbundinn Stjörnuleikur í handknattleik verður í Íþróttamiðstöðinni á morgun, föstudag kl. 17.00. Þar mæta handboltastjörnur Eyjanna og takast á. Leikurinn var kynntur á blaðamannafundi á Einsa kalda á miðvikudaginn þar sem liðsskipan var kynnt og hverjir taka að sér að stýra liðunum. Stjörnuleikurinn er styrktarleikur eins og venjulega og rennur allur ágóði til Downsfélagsins. Þetta er einn stærsti íþróttaviðburður […]
Farið yfir lífshlaupið í maraþoni í Valencia

Í Vestmannaeyjum hefur hlaupamenning verið hratt vaxandi undanfarin ár, Puffin Run nýtur sívaxandi alþjóðlegra vinsælda, hlaupahópurinn Eyjaskokk er áberandi og stýrir ofurhlauparinn Friðrik Benediktsson skipulögðum hlaupaæfingum ásamt því að fjölmargir áhugahlauparar finnast víða skokkandi um Eyjuna þvera og endilanga. Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Sindri Ólafsson eru áhugahlauparar sem hafa í gegnum tíðina stundað útihlaup nokkuð reglulega og tekið oft þátt […]