Þórður og Einar láta af störfum hjá VSV

Í lok síðasta árs kvöddu forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar tvo öfluga og trausta starfsmenn, Þórð Hallgrímsson, yfirmann á netaverkstæði VSV, og Einar Bjarna hjá Leo Seafood. Einar lét af störfum fyrir jól, samhliða því að Leo Seafood lokaði endanlega, en Þórður hætti störfum um síðustu áramót. Af því tilefni hittu forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar Einar og Bjarna Rúnar, son […]

Núverandi fiskveiðisamkomulag Íslands og Færeyja framlengt

sjómenn_not_opf

Viðræður Íslands og Færeyja um endurskoðun á skiptum á aflaheimildum og aðgangi fyrir fiskveiðiárið 2027 hefjast síðar í janúar, samkvæmt nýgerðu samkomulagi. Núverandi fyrirkomulag verður í gildi til 1. ágúst nk. efnislega óbreytt á meðan viðræður ríkjanna fara fram. Þetta segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Þetta er niðurstaða árlegra viðræðna Íslands og Færeyja um samstarf á […]

Páll Óskar kemur fram á Hljómey 2026

Skipuleggjendur Hljómeyjar tilkynntu í gær fyrsta listamann hátíðarinnar 2026 og er það enginn annar en poppstjarna Íslands, Páll Óskar Hjálmtýsson. Páll Óskar mun stíga á svið á Hljómey þann 24. apríl næstkomandi og lofar góðu stuði. Í tilkynningu frá Hljómey kemur fram að mikil tilhlökkun sé fyrir hátíðinni og að Páll Óskar sé sannkölluð hittaramaskína […]

Árleg dósasöfnun ÍBV

Þriðjudaginn 13. janúar 2026 fer hin árlega dósasöfnun handknattleiksdeildar ÍBV fram. Fólk á vegum deildarinnar leggur af stað um kl. 18:00 og fer hús úr húsi til að safna dósum og flöskum. Verður þú ekki heima á þessum tíma? Ekkert mál – þá er einfaldlega hægt að skilja poka eftir fyrir utan hurðina og við […]

1.2 milljónir til Eyja

Getraunastarfsemi hefur verið afar öflug í Vestmannaeyjum undanfarna áratugi og má segja að Eyjamenn hafi verið öflugir í tippinu alla tíð. Getraunastarfsemin skiptist á milli ÍBV annars vegar og KFS hins vegar og hafa þeir síðarnefndu staðið sig mjög vel og eru meðal söluhæstu félaga landsins. Þau fengu meðal annars 13 rétta á Enska getraunaseðilinn […]

Loðnan ennþá norður af landinu

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom í dag í land á Akureyri eftir að hafa verið í um viku við könnun á loðnugöngum austur og norður af landinu. Þetta segir í frétt á vef Hafrannsóknastofnunar. Þar segir enn fremur að meginmarkmið leiðangursins hafi verið að kortleggja útbreiðslu loðnustofnsins til undirbúnings við skipulagningu og tímasetningu á heildarmælingu stofnsins. […]

Birna Berg framlengir við ÍBV

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild ÍBV. Samningurinn við félagið gildir til ársins 2028. Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni. Birna hefur verið mikilvægur hlekkur í liði ÍBV frá haustinu 2020 þegar hún gekk til liðs við félagið eftir dvöl hjá Neckarsulmer í Þýskalandi. Hún hefur sýnt bæði metnað og […]

Aleksandar Linta tekur við ÍBV

Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Aleksandar Linta hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hann mun verða aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins í dag. Linta sem er 50 ára á langan leikmannaferil á Íslandi þar sem hann lék í öllum fjórum deildum landsins á sínum tíma sem leikmaður […]

Áramót 2025-26

Ég hef aðeins verið að draga það að gera upp síðasta ár, enda hafa atburðir síðustu daga og vikur haft meiri áhrif á mig heldur en ég hefði búist við, en ég kem betur að því í seinni hluta greinarinnar. Í byrjun síðasta árs datt ég aftur inn í þær pælingar sem alltaf kvikna annað […]

Tómas Bent lék í sigri Hearts

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon lék allan leikinn í 1-0 sigri Hearts á Dundee FC í Skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Claudio Braga skoraði mark Hearts þegar hann átti gott skot fyrir utan teig á 27. mínútu leiksins. Tómas og félagar þurftu að leika einum færri allan seinni hálfleikinn þar sem markvörður liðsins Alexander Schwolow […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.