Íþróttahátíð ÍBV í kvöld

Íþróttahátíð 2025

Í kvöld stendur til að heiðra íþróttafólk Vestmannaeyja fyrir liðið ár en Íþróttabandalag Vestmannaeyja hefur boðað til íþróttahátíðar þar sem verðlaunaafhending fer fram. Samkvæmt upplýsingum á vef ÍBV er hátíðin haldin til að fagna og þakka þeim einstaklingum og liðum sem hafa skarað fram úr í íþróttum á liðnu ári. Þar verða meðal annars veittar […]

Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur fengið til kynningar samanburð á niðurgreiðslu heimsends matar hjá sveitarfélögum landsins. Samkvæmt minnisblaði framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs er niðurgreiðsla Vestmannaeyjabæjar um 53%, sem er hærra hlutfall en hjá mörgum öðrum sveitarfélögum sem skoðuð voru. Málið var tekið fyrir sem framhald af umræðu á fundi bæjarráðs í desember, þar sem óskað var eftir slíkum […]

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár

Tónlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson er annar þeirra tónlistamanna sem búið er að tilkynna að komi fram á Hljómey í ár. Sigurður er þekktur fyrir hlýjan hljóm, sterka texta og lög sem hafa fest sig rækilega í sessi hjá hlustendum víða um land. Sigurður er meðlimur hljómsveitanna Hjálmars, Baggalúts og GÓSS og hefur að auki gefið út […]

Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli

Rúmlega 30 manns mættu á kynningarfund sem Eyjagöng ehf. stóð fyrir á Hvolsvelli í gærkvöld, þrátt fyrir að íslenska karlalandsliðið í handbolta ætti leik á Evrópumótinu á sama tíma. Fundurinn þótti ótrúlega vel sóttur í ljósi þeirrar samkeppni. Kynningin var í megindráttum sambærileg þeirri sem haldin var í Vestmannaeyjum fyrr í mánuðinum, þar sem yfir […]

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu

Margrét Lára Viðarsdóttir hlýtur Fréttapýramídann í ár fyrir framlag sitt til íþrótta. Margrét Lára er ein allra besta fótboltakona sem Ísland hefur alið og á að baki ákaflega glæsilegan feril, bæði hér á landi og erlendis. Hún er réttnefnd drottning íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta, þegar hann afhenti Margréti Láru viðurkenninguna. Margrét Lára […]

Bæjarstjórnarfundur í beinni

Í dag, klukkan 14:00, fer 1622. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fram í Ráðhúsinu og verður fundinum streymt í beinni útsendingu. Á dagskrá eru fjölmörg veigamikil mál sem varða framtíð bæjarins, þar á meðal samgöngumál, samningur um Herjólf, íbúakosning um þróunarsvæðið M2 og þjóðlendukröfur íslenska ríkisins í Vestmannaeyjum. Einnig verður fjallað um breytingar á bæjarmálasamþykkt, mögulega fýsileikakönnun […]

Andri Erlingsson til Kristianstad

Andri Erlingsson, leikmaður ÍBV í handbolta, hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið IFK Kristianstad. ÍBV tilkynnti um félagsskiptin á samfélagsmiðlum sínum. Andri sem er 19 ára gamall hefur verið einn af lykilmönnum ÍBV ásamt því að leika með u-19 ára landsliði Íslands. Hann mun halda til Kristianstad þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Í […]

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar

default

Þann 16. desember sl. voru opnuð tilboð í flóðlýsingu við Hásteinsvöll. Málið var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja á mánudaginn var. Fram kemur í fundargerð ráðsins að alls hafi borist þrjú tilboð í verkið. Lægsta tilboðið kom frá Altis ehf. og hljóðaði það upp á 63.182.050 krónur. Vallar Verk ehf. bauð 92.410.000 […]

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum

Föstudagskvöldið 23. janúar verður boðið upp á notalega kvöldstund undir yfirskriftinni “Minningar um gos” í Eldheimum. Þar sameinast tónlist og frásagnir í opnu og hlýlegu samtali um minningar, upplifanir og stemningu sem tengjast eldgosum og lífinu í skugga þeirra. Á dagskrá eru söngvar og sögur þar sem gestir hittast, hlusta og spjalla í afslöppuðu umhverfi. Fjölbreyttur […]

„Fínasti vertíðarfiskur”

sjomadur_bergey_opf_22

Togarar í Síldarvinnslusamstæðunni hafa landað alllvíða að undanförnu. Bergey VE landaði í Vestmannaeyjum á sunnudag, Vestmannaey VE landaði í Neskaupstað í gær og Gullver NS er að landa á Seyðisfirði í dag. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar og eru þeir spurðir frétta. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergey, sagði að komið hefði verið […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.