Vinnustofur í stað líkamsræktar?

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar var tekið fyrir erindi vegna umsóknar um byggingarleyfi fyrir húsnæði að Strandvegi 65. Félagið SV65 ehf. sótti um leyfi til breyttrar notkunar á 2. og 3. hæð hússins. Þar var áður líkamsræktarstöð, en fyrirhugað er að breyta rýmunum í níu vinnustofur. Gengið verður inn í vinnustofurnar um stiga frá 1. hæð. […]
Glacier Guys með nýtt föstudagslag

Hannes Gústafsson, Friðrik Már Sigurðsson og Theodór Sigurbjörnsson, betur þekktir sem Glacier Guys, hafa sent frá sér nýtt föstudagslag í föstudagsfiðringnum sínum. Strákarnir deildu myndbandi af laginu á Facebook í dag þar sem þeir voru hressir og kátir – og ekki síst þakklátir fyrir þann stuðning sem þau hafa notið: „Föstudagsfiðringur í dag hjá peyjunum, […]
„Úttroðinn af loðnu”

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir nánast fullfermi í byrjun vikunnar. Vestmannaey landaði á mánudag á Akureyri en Bergey á þriðjudag í heimahöfn. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar og eru þeir spurði frétta af aflabrögðum. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að veitt hefði verið fyrir austan land. „Við byrjuðum […]
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár

Fréttapýramídarnir voru afhentir í dag fyrir nýliðið ár við hátíðlega athöfn. Með viðurkenningunum heiðra Eyjafréttir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í Vestmannaeyjum sem hafa lagt samfélaginu mikilvægt og eftirtektarvert lið á sínu sviði. Framlag til íþrótta Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona, hlaut Fréttapýramídann 2026 fyrir framlag sitt til íþrótta. Margrét Lára hefur markað djúp spor í íslenska […]
Karlar hvattir til að sýna handverk

Í tilefni af bóndadags og upphafi Þorra verður haldinn handverksdagur karla í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum laugardaginn 24. janúar. Markmiðið með deginum er að heiðra og varpa ljósi á fjölbreytt handverk karla í bænum. Leitað er eftir þátttakendum sem vilja sýna handverk sitt og jafnframt hafa tækifæri til að selja afurðir sínar á staðnum. Þeir sem […]
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að ljóst varð að fréttavefurinn Vísir hygðist fjalla um mál hans þar sem hann viðurkennir tilraun til vændiskaupa. Guðbrandur greinir sjálfur frá ákvörðun sinni í samtali við Vísi og segir hana tekna í ljósi alvarleika málsins og ábyrgðar sinnar sem kjörinn fulltrúi. Samkvæmt umfjöllun Vísis […]
Mikill áhugi á Eyjagöngum

Opinn kynningarfundur Eyjaganga ehf. var haldinn í Höllinni í gærkvöldi og var fundurinn vel sóttur. Þar kynnti stjórn félagsins stöðu verkefnisins, fyrirhugaðar jarðrannsóknir og næstu skref. Fundinum lauk með fyrirspurnum úr sal og var ljóst af umræðunum að mikill áhugi er meðal Eyjamanna á verkefninu. Staða verkefnisins og tímalína kynnt Stjórn Eyjaganga ehf. fór yfir […]
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV

Næstkomandi laugardag, 17. janúar, ætla meistaraflokkar ÍBV í handbolta að bjóða upp á saltfisksölu á Skipasandi. Í boði verða nætursöltuð þorskflök með roði á frábæru verði, 3.000 krónur á kílóið, og rennur allur ágóði í stuðning við starf og keppni meistaraflokkanna. Fram kemur í tilkynningu að sölutíminn verði frá kl. 14:00 til 15:30 og er […]
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR

Kvennalið ÍBV í handbolta vann mikilvægan 26:29 sigur á ÍR í 13. umferð Olís deildar kvenna, í Skógarseli í kvöld. ÍR konur skoruðu fyrsta mark leiksins en jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar. Þegar stundarfjórðungur var liðinn var staðan jöfn, 6:6. Eyjakonur náðu hins vegar upp forystunni og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 11:16. […]
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar

Spretthópur um Kveikjum neistann skilaði tillögum sínum til mennta- og barnamálaráðuneytisins. Spretthópnum var ætlað að meta stöðu þróunar- og rannsóknarverkefnisins Kveikjum neistann, árangur þess og tækifæri og koma með tillögur að möguleikum í þróun verkefnisins í þágu barna hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Mikil ánægja foreldra og skóla […]