Niðurstöður tilrauna lofa góðu

Frá því síðasta sumar hefur Matís og Vinnslustöðin unnið saman að verkefninu Sjávarsalt, sem hlaut nýsköpunarstyrk úr sjóðnum Lóu árið 2024, með það að markmiði að nýta nýstárlegar og sjálfbærar aðferðir við saltfiskframleiðslu, segir í frétt á vef Matís. Eftir að ferskvatnslögnin til Vestmannaeyja rofnaði fyrir nokkrum árum keypti VSV afsöltunarbúnað frá hollenska fyrirtækinu Hatenboer-water til […]
Hafa landað í sjö höfnum í síðustu átta túrum

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu á Djúpavogi á sunnudaginn. Skipin voru kölluð inn til löndunar vegna þess að það vantaði fisk til vinnslu í vinnslustöðvar Vísis í Grindavík. Vestmannaey var með um 60 tonn og Bergey með 44 tonn en aflinn fékkst á Breiðamerkurdúpi, Lónsbugtinni og í Sláturhúsinu. Drjúgur hluti aflans var ufsi. […]
Flugsamgöngur hefjast á ný milli lands og Eyja

Samkvæmt upplýsingum frá Norlandair mun flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja hefjast á ný í desember. Áætlunin gerir ráð fyrir einni ferð á föstudögum, sunnudögum og mánudögum og tveim á fimmtudögum. Áætlunin tekur gildir frá 1. desember 2025 og stendur til 28. febrúar 2026. Með þessu verður íbúum og ferðalöngum boðið upp á bættar samgöngur milli […]
Vel sótt minningarstund um fórnarlömb umferðarslysa

Gærdagurinn var tileinkaður minningu þeirra sem látið hafa lífið í umferðinni. Fulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og fleiri viðbragðsaðilar stóðu fyrir táknrænum athöfnum víða um land. Markmið minningarstundarinnar var að hvetja fólk til að staldra við og íhuga ábyrgð hvers og eins í umferðinni, en ekki síður að sýna þakklæti gagnvart þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og […]
Góð gjöf frá Kiwanisklúbbnum Helgafelli til Bjargsins

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhenti nýverið Bjarginu á Hraunbúðum rausnarlega gjöf í formi fjögurra nýrra stillanlegra vinnuborða sem munu nýtast eldri borgurum sem sækja dagdvölina í daglegu starfi. Í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar segir að gjöfin sé liður í áframhaldandi stuðningi Kiwanisklúbbsins við samfélagið, þar sem lögð er áhersla á að efla aðstöðu barna, ungmenna og fjölskyldna. […]
Sköpunarhús: Stefnt að því að starfsemin hefjist fljótlega eftir áramót

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja þann 11. nóvember sl. kynnti Eyrún Haraldsdóttir, verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundamála, uppfærðar hugmyndir um verkefnið Sköpunarhús. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá bæjaryfirvöldum undanfarna mánuði. Sköpunarhús verður nýr vettvangur fyrir skapandi starf ungs fólks í Eyjum. Þar munu ungmenni geta fengið aðgang að aðstöðu, tækjum og faglegri leiðsögn til […]
Jóhanns Inga minnst í Landakirkju

Eyjamaðurinn Jóhann Ingi Árnason, fjölmiðlafræðingur og framkvæmdastjóri í St. Louis í Bandaríkjunum, var minnst við hátíðlega athöfn í Landakirkju á laugardaginn. Jóhann Ingi fæddist 30. september 1969 í Eyjum og lést 27. október í St. Louis í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru Árni Óli Ólafsson, frá Suðurgarði, stýrimaður, og kona hans Hanna Birna Jóhannsdóttir. Kona Jóhanns er […]
HM draumurinn hjá Heimi og Írum lifir

Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu tryggðu sér 2. sæti í F-riðli og þar með sæti í umspili Heimsmeistaramótsins í fótbolta árið 2026 eftir dramatískan sigur á Ungverjum í dag. Ungverjar byrjuðu leikinn betur og komust yfir eftir aðeins þrjár mínútur. Troy Parrot jafnaði leikinn fyrir Írland úr vítaspyrnu á 15. mínútu. Ungverjar […]
Fórnalamba umferðaslysa minnst í dag

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag, 16. nóvember, um allt land og víðsvegar um heiminn. Á þessum degi er sjónum jafnan beint að ákveðnum áhættuþáttum sem valda banaslysum. Í ár var megináherslan á notkun öryggisbelta, sem teljast einn mikilvægasti öryggisbúnaður bifreiða. Minnigarmessa var haldin í Landakirkju í dag í tilefni dagsins og mætti […]
Samgöngumál til umfjöllunar í bæjarráði

Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði á fundi sínum í liðinni viku um stöðu samgöngumála, þar á meðal rekstur Herjólfs, flugáætlun og dýpkunarmál í Landeyjahöfn. Áætlunarflug hefst um mánaðarmótin Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, kynnti drög að fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2026. Gert er ráð fyrir tæplega 22 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu á næsta ári. Á fundinum kom […]