Staðan á Lava Spring baðlóni

Umræða um að reisa eigi nýtt baðlón í Vestmannaeyjum hefur nú verið á lofti í nokkurn tíma. Samkvæmt forsvarsmanni Lava Spring, Kristjáni G. Ríkarðssyni er hugmyndin að reisa 1.400 fermetra baðlón á ofanverðum skansinum. Þann 15. júlí síðastliðinn kynnti forsvarsmaður skipulagsgögn um uppbyggingu Lava Spring fyrir umhverfis- og skipulagsráði í Vestmannaeyjum. Samkvæmt heimildum voru gögnin í kjölfarið kynnt fyrir […]
Virði vatnsveitunnar er ekkert

Garðar Jónsson, sérfræðingur hjá Skilvirk var fenginn til að gera óháða úttekt á rekstri vatnsveitunnar í Eyjum og hefur hann nú skilað skýrslu þar sem hann gerir grein fyrir niðurstöðum hennar. Bæjarráð fór yfir niðurstöður skýrslunnar á fundi sínum í vikunni. Fékk ekki frekari upplýsingar Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni eru fjármagnsliðir tilgreindir […]
Guðni vill 2-3. sæti hjá Miðflokknum

Guðni Hjörleifsson hefur nú tilkynnt um að hann sækist eftir 2-3. sæti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi. Í tilkynningu frá honum segir að fjölmargir Eyjamenn og aðrir hafi skorað á hann að bjóða sig fram í eitt af efstu sætunum og hefur pressan aukist mikið við þær fréttir að ekki hefur spurst af öðrum Eyjamönnum sem […]
Kröfulýsingin byggð á veikum grunni

„Ekki hefur borist svar frá fjármálaráðherra við bréfi sem lögmenn Vestmannaeyjabæjar í þjóðlendumálinu sendu honum þar sem farið var fram á afturköllun kröfulýsingar um allt land í Vestmannaeyjum.” Svona hefst bókun bæjarráðs Vestmannaeyja sem fundaði í vikunni. Þar segir jafnframt að endurskoðuð kröfulýsing ríkisins um þjóðlendur í Vestmannaeyjum liggi nú hins vegar fyrir og ljóst […]
Karlar í skúrum – myndband

Í dag var formleg opnun verkefnisins “Karlar í skúrum” á Hraunbúðum. Tilgangurinn er að auka lífsgæði karla í gegnum handverk, tómstundir og samveru. Handverk auðveldi körlum að tengjast og spjalla í glæsilegri aðstöðu í kjallara Hraunbúða, búin fullkomnum tækjabúnaði fyrir allt handverk. Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur farið fyrir verkefninu og er fyrirmyndin m.a. sótt til Hafnarfjarðar […]
„Á mettíma í haustrallinu”

Haustralli Hafrannsóknastofnunar er lokið, en tvö skip Vinnslustöðvarinnar rölluðu í kringum landið ásamt rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Breki VE var á djúpslóð, en Þórunn Sveinsdóttir á grunnslóð. Valur Bogason, sjávarvistfræðingur var leiðangursstjóri á Þórunni Sveinsdóttur. „Leiðangurinn á Þórunni gekk mjög vel og voru veðurguðirnir okkur mjög hliðhollir og vorum við á mettíma í haustrallinu á grunnslóð, […]
Mikið um dýrðir á Safnahelgi

Það verður mikið um dýrðir á komandi Safnahelgi enda 20 ár frá því hún var fyrst haldin. Nú er um að gera að taka dagana frá og njóta menningarveislunnar sem framundan er, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Safnahelgin verður dagana 31. október – 3. nóvember. Dagskrá Fimmtudaginn 31. október SAFNAHÚS Kl. 13:30-14:30 Á ljósmyndadeginum sýnum við […]
Karlar í skúrum – Fjölmenni við opnun

Fjölmennt var þegar aðstaðan, Karlar í skúrum var opnuð formlega við hátíðlega athöfn á Hraunbúðum í dag. Tilgangurinn er að auka lífsgæði karla í gegnum handverk, tómstundir og samveru. Handverk auðveldi körlum að tengjast og spjalla í glæsilegri aðstöðu í kjallara Hraunbúða, búin fullkomnum tækjabúnaði fyrir allt handverk. Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur farið fyrir verkefninu og […]
Herjólfur: Frátafir í kvöld

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að Herjólfur stefni til Landeyjahafnar samkvæmt eftirfarandi áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 17:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl 20:15 (áður 20:45) Eftirfarandi ferðir falla niður: Frá Vestmannaeyjum kl 19:30 og 22:00. Frá Landeyjahöfn kl 18:15 og 23:15. Hvað varðar siglingar laugardaginn 19. október. Verður gefin út tilkynning fyrir kl 06:00 […]
Halla Hrund leiðir lista Framsóknar í Suðurkjördæmi

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, hefur í yfirlýsingu ákveðið að færa sig niður í annað sæti framboðslistans Framsóknar í Suðurkjördæmi. Sigurður Ingi segir í yfirlýsingu að formaður sem ekki leggi ekki sjálfan sig að veði fyrir flokkinn sinn sé ekki sannur leiðtogi. Sigurður Ingi býður Höllu Hrund Logadóttur velkomna í öflugan hóp Framsóknarfólks og í […]