Áhugaverður leikur í bikarnum í kvöld

Þrír leikir fara fram í kvöld 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla. Þar ber að sjálfsögðu hæst viðureign ÍBV-B og Vals. Lið Vals situr á toppi Olísdeildarinnar með 16 stig eftir 9 leiki en eina tap Vals í vetur átti sér stað í Vestmannaeyjum og binda meðlimir B-liðsins miklar vonir við þá staðreynd. Bæði lið eru þekkt fyrir hraðan og skemmtilegan leikstíl og […]

Segja ársreikning ekki uppfylla lágmarksviðmið

Bæjarráð tók á fundi sínum í vikunni sem leið fyrir bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga frá 13. október sl. Bréfið er ábending um neikvæða niðurstöðu A- hluta sveitarfélagsins í ársreikningi 2022. Í framhaldi áttu bæjarstjóri og fjármálastjóri fund með starfsmanni nefndarinnar og óskuðu eftir skýringum enda stenst Vestmannaeyjabær allar lögbundnar kröfur um fjármál sveitarfélaga. Sætir undrun […]

Þóranna Halldórsdóttir nýr formaður unglingaráðs

Þóranna Halldórsdóttir tók við sem formaður unglingaráðs á dögunum af Ingibjörgu Jónsdóttur. Þetta kemur fram í frétt á vef ÍBV. Þóranna lék knattspyrnu með félaginu á sínum yngri árum og á nokkra mfl. leiki að baki ásamt því að hafa þjálfað hjá félaginu. Hún á 4 börn sem stunda æfingar í hand- og/eða fótbolta og […]

Vel heppnuð starfakynning

Haldin var Starfakynning í Þekkingarsetri Vestmannaeyja í dag. Þar kynntu starfsmenn fyrirtækja og stofnana í Vestmannaeyjum störf sín og þá menntun sem þeir hafa. Markmiðið með kynningunni er að auka þekkingu ungmenna og almennings á störfum í heimabyggð, ásamt því að efla sambandið milli skóla og atvinnulífs. Þetta er í þriðja skiptið sem kynningin er […]

Siglt eftir sjávarföllum

herjolfur-1-1068x712

Herjólfur hefur gefið út að siglt verði til Landeyjahafnar eftir sjávarföllum út sunnudaginn skv. eftirfarandi áætlun. Dýpkun hefst vonandi á laugardag, verða ekki aðstæður til þess að byrja fyrr. Fimmtudagur 16.nóvember Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00,17:00, 19:30 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 09:30, 18:15, 20:45 Föstudagur 17.nóvember Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:00, 18:00, 20:30 Brottför […]

Stelpurnar fá Val í heimsókn

Eyja 3L2A0803

ÍBV fær Val í heimsókn í tíundu umferð Olís deild kvenna í dag. ÍBV er í fjórða sæti með tíu stig eftir níu umferðir og Valur í öðru sæti með 16 stig. Leikurinn hefst kl. 18:00 í íþróttamiðstöðinni. Leikir dagsins: 16. nóv. 23 18:00 ÍBV – Valur 16. nóv. 23 18:00 KA/Þór – ÍR 16. nóv. 23 19:30 Fram – Stjarnan […]

Fjölgar í ljósleiðaraneti Eyglóar

Eygló ehf. mun reka ljósleiðarann sjálfann sem er grunnstoð kerfisins en fjarskiptafélögin koma með þann búnað sem til þarf. Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja inn á kerfi Mílu og Tölvun ehf í Vestmannaeyjum. Íbúar neðangreindra húsa eru hvattir til að hafa samband við sína internetveitu og kanna hvort að […]

Síldin – Hafa veitt rúm 40.000 tonn

„Við höfum lokið síldveiðum þetta árið. Veiðin gekk mjög vel og veiddum við eitthvað um 20.000 tonn í heildina. Við vorum á síldarvöktum í tæpan mánuð í norsk-íslensku síldinni, tókum smá hlé og héldum árshátíð,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar um síldveiðarnar í haust. „Byrjuðum síðan í lok október á íslensku sumargotssíldinni og vorum […]

Reynslunni ríkari

Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið héldu málþing um skólamál, „Reynslunni ríkari“, þann 30. október 2023. Á málþinginu voru kynntar niðurstöður úttektar á þróun skólastarfs og þjónustu við börn frá því að grunnskólar fluttust frá ríki til sveitarfélaga. Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg í fyrirhuguðum breytingum á sviði skólamála. Árið 2021 […]

Spennandi starfakynning í Þekkingarsetrinu

Setrid

Fjöldi fyrirtækja, einstaklinga og stofnana hafa skráð sig til leiks á spennandi starfakynningu Þekkingaseturs Vestmannaeyja og Visku sem verður haldin fimmtudaginn 16. nóvember frá kl 09:00 – 14:00. Þetta er í þriðja skiptið sem kynningin er haldin í Vestmannaeyjum. Síðast var hún árið 2018. Þá kynntu 25 fyrirtæki og stofnanir í Eyjum starfsemi sína fyrir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.