Frestur félagsmanna fer að ljúka

Kæru félagsmenn ÍBV. Senn líður að Þjóðhátíð og nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á kjörum félagsmanna. Miðasölu félagsmanna lýkur á miðnætti þann 4. júlí.Þjóðhátíðarnefnd vill því hvetja alla félagsmenn til að nýta sér afsláttinn og næla sér í miða sem allra fyrst áður en fresturinn rennur út. ATH! Frestur rennur […]

Daniel Vieira genginn til liðs við ÍBV

Portúgalinn og hægri skyttan Daniel Vieira hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild ÍBV eins og fram kemur á Facebook síðu deildarinnar. „Daniel kemur til okkar frá Avanca í Portúgal en þar hefur hann spilað síðustu tvö tímabil í portúgölsku úrvalsdeildinni og staðið sig mjög vel! Daniel er 22 ára, 194 cm á hæð og kraftmikil skytta. Við […]

Hátíðarviðburður 3. júlí

Efnt er til sérstaks hátíðarviðburðar í tilefni þess að mánudaginn 3. júlí 2023, verða 50 ár liðin frá lokum eldgossins á Heimaey. Viðburðurinn fer fram á Skansinum þann 3. júlí 2023 og hefst kl. 17:00. Þar verða ávörp forseta Íslands, forsætisráðherra, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, f.h. Norðurlandanna og bæjarstjóra Vestmannaeyja. Jafnframt […]

Afmæliskaka í Týsheimilinu

Í tilefni þess að við erum að halda 40. Orkumótið verður boðið upp á afmælisköku í Týsheimilinu, í salnum niðri, í dag fimmtudag kl. 9-11 og 14-16. Mjólkursamsalan býður upp á mjólk með kökunni. Allir velkomnir að kíkja við! Uppfært: Hér má sjá myndir frá í morgun. (meira…)

Þekkingarsetur Vestmannaeyja hlaut 5.000.000 kr styrk fyrir rauðátu verkefnið

Setrid

Þekkingarsetur Vestmannaeyja fær 5.000.000 kr styrk fyrir verkefnið “Veiðar og vinnsla á rauðátu við Vestmannaeyjar” úr Lóunni, nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Í ár hljóta 25 verkefni styrk úr Lóunni. Hlutverk Lóunnar er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni á forsendum svæðanna sjálfra. Í ár var sérstaklega […]

Fimmtán daga lundaveiði heimiluð

Lundi

Meðal erinda á dagskrá fundar umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja í vikunni voru lundaveiði. Ráðið hefur samþykkt að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum dagana 1. til 15. ágúst 2023. Ráðið telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið að viðkomu stofnsins. Samkvæmt lögum er veiðitímabil lunda að […]

Sjaldgæfir fuglar til Sagnheima

Á sunnudaginn 2. júlí mun Ólafur Tryggvason, betur þekktur sem Olli málari, formlega afhenda Sagnheimum uppstoppaða fugla að gjöf og hefst sýning á fuglunum kl. 14:00. Í samtali við Eyjafréttir sagði Olli fuglana best komna hjá Vestmannaeyjabæ enda gaman að halda gripum sem þessum í heimabæ og ekki láta þá á flakk. Fuglarnir eru margir hverjir […]

Líklega þörf á frekari fornleifarannsóknum

Að beiðni Vestmannaeyjabæjar og að kröfu Minjastofnunar Íslands kannaði Fornleifafræðistofan umfang minja Stóragerðis (Gerðis) á túni á milli gatnanna Litlagerðis og Stóragerðis. Einnig voru minjarnar skráðar í gagnagrunn Fornleifafræðistofunnar. Rannsóknin fór fram dagana 12.–25. apríl síðastliðinn. Tilefni rannsóknanna var að Vestmannaeyjabær vinnur að deiliskipulagi á svæðinu og því þurfti að kanna umfang minja um Stóra […]

Vefurinn í uppfærslu

Vefsíðan Eyjafrettir.is verður uppfærð eftir hádegi í dag þann 28. júní og stendur uppfærslan til kvölds. Ekki verður gert grein fyrir fréttum og öðru efni á meðan á uppfærslu stendur. Búast má við hraðvirkari vef að lokinni uppfærslu. (meira…)

Nóg framundan hjá Memm

xr:d:DAFZLCupEGs:2,j:2816256527,t:23013020

Það stefnir í hörku dansiball á Skipasandi laugardagskvöldið 8. júlí þar sem eyjahljómsveitirnar Mucky Muck, Memm og Brimnes munu leika fyrir dansi fram á rauða nótt. Nú á dögum hitti blaðamaður á Memm menn og konu á háalofti Hallarinnar þar sem stífar æfingar voru í gangi fyrir stóra kvöldið. Hljómsveitina skipa söngvararnir Hafþór Elí Hafsteinsson […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.