Ný og breytt teikning af fjölbýlishúsi á Tölvunarreitnum

Fyrir hönd Eignafélags Tölvunar ehf. sótti Davíð Guðmundsson um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar fyrir íbúðarhúsnæði við Standveg 51. Samþykkt var að setja nýja og breytta teikningu af Tölvunarreitnum í deiliskipulagsferli og grenndarkynningu í annað sinn. Það var draumur Davíðs að tengja útlit byggingarinnar við sjómennskuna og hinar hallandi svalir eiga að minna á […]
Samband íslenskra sveitarfélaga vísar á bug fullyrðinum BSRB um launamisrétti

Samningarfundum BSRB og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur til þessa ekki skilað árangri. Í tilkynningu frá SÍS kemur fram að félagið vísar alfarið á bug fullyrðingum BSRB um meint misrétti í launum milli starfsfólks sem vinnur sömu störf. Sveitarfélögin eru leiðandi á íslenskum vinnumarkaði í baráttunni við kynbundin launamun og vinna markvisst að því að gæta jafnræðis […]
Aðgerðaráætlun um lausagöngu búfjárs og breytt gjaldskrá

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja 5. júní sl., var tekið fyrir erindi um kvörtun vegna lausagöngu búfjárs frá lóðarhöfum í Gvendarhúsi, Þorlaugargerði eystra og Brekkuhúsi. Niðurstaðan varð sú að starfsmenn áhaldahússins og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafa verið í afskiptum við eigendur búfjárs. Vandamálið er því miður enn til staðar. Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs […]
Umræða um samgöngumál

Á fundi bæjarráðs sl., þriðjudag 6. júní áttu bæjarfulltrúar fund með viðræðunefnd Vestmannaeyjabæjar, um endurskoðun og endurnýjun þjónustusamnings milli bæjarins og ríkisins um rekstur Herjólfs. Samninganefndin fór yfir stöðu viðræðnanna. Gangur er í viðræðunum, en ekki er hægt að greina frá efni þeirra á meðan á viðræðum stendur. Bæjarráð tók einnig fyrir beiðni innviðaráðuneytisins dags. 16. […]
Hafa vaxandi áhyggjur af umgjörð og þjónustustigi

Umræða um heilbrigðismál fór fram á fundi bæjarráðs í gær en ráðið ræddi stöðuna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Bæjaryfirvöld hafa vaxandi áhyggjur af umgjörð og þjónustustigi stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Bæjarráð telur að heilbrigðisyfirvöld og yfirstjórn HSU sýni sérstöðu stofnunarinnar í Vestmannaeyjum, m.a. vegna landfræðilegrar legu, ekki nægilegan skilning og ítrekar fyrri bókanir um mikilvægi […]
Framkvæmdastjórinn hefur gengið í flest störf í Godthaab/Leo Seafood

„Ég vann við uppbyggingu fiskvinnsluhús Godthaab í Nöf á sínum tíma, hef haldið mig á sama stað allar götur síðan þá og gengið í flest störf. Byrjaði á frystitækjunum, sá um launaútreikning um tíma, sinnti innkaupum á hráefni og umbúðum og kom víðar við í rekstrinum. Starfsemina þekkti ég því mjög vel þegar ég tók […]
Árni Johnsen er látinn

Árni Johnsen, fyrrum alþingismaður lést um kvöldmatarleytið í gær 79 ára að aldri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Eftirlifandi kona hans er Halldóra Filippusdóttir, fyrrum flugfreyja. Sonur Árna og Halldóru var Breki sem er látinn. Halldóra átti Hauk A. Clausen en hann og Breki létust með stuttu millibili árin 2017 og 2018. Fyrir átti Árni […]
Lokahóf yngriflokka í handbolta

Sl. föstudag fóru fram lokahóf hjá 5.-8. flokkum í handbolta, farið var í leiki í íþróttahúsinu, teknar myndir með bikurum meistaraflokkanna og grillaðar pylsur. Handboltaveturinn gekk mjög vel og tóku iðkendur þátt í Íslandsmótum, bikarmótum og dagsmótum þar sem allir fengu verkefni við hæfi og gleðin var ríkjandi. ÍBV þakkar iðkendum fyrir að vera í framlínunni […]
Komust einfaldlega að réttri niðurstöðu

Viðbrögð Sigurgeirs B. Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra VSV, við tíðindum dagsins: „Kjarni þessa máls er sá að við lifum í réttarríki og gott er til þess að vita. Það er skýr niðurstaða dómsins að ríkið verði að fara að lögum. Ríkisvaldið færði öðrum fyrirtækjum makrílkvóta en þeim sem lög kváðu á um. Brotaviljinn var einbeittur í tíð […]
Vinnslustöðin og Huginn höfðu betur

„Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag ríkið til greiðslu hátt í tveggja milljarða króna skaðabóta í tveimur málum sem Huginn VE-55 og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum ráku vegna tjóns, sem útgerðirnar urðu fyrir við útgáfu makrílkvóta á liðnum áratug. Útgerðirnar byggðu kröfur sínar á því að ríkið væri skaðabótaskylt, þar sem ranglega hefði verið staðið að úthlutun […]