BSRB hafnar 50.000 kr. til 60.000 kr. hækkun lægstu launa

Samningafundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk aðfararnótt mánudags án niðurstöðu. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vísar allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB. Samninganefnd sambandsins hefur ítrekað lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hefur hafnað en það síðasta inniheldur í megin atriðum eftirfarandi: 50.000 kr. til 60.000 kr. hækkun lægstu launa á mánuði frá […]

Verkföll á bæjarskrifstofum og stofnunum Vestmannaeyjabæjar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Starfsmannafélag Vestmannaeyja-Stavey (eitt af aðildarfélögum BSRB) boðað til verkfalls hjá félagsmönnum þess í nokkrum stofnunum Vestmannaeyjabæjar. Verkfallsboðunin á við um félagsmenn á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja í Ráðhúsinu, leikskólanum Kirkjugerði, Þjónustumiðstöð, Íþróttamiðstöðinni og hjá Vestmannaeyjahöfn. Vinnustöðvanir hófust í dag mánudaginn 5. júní og standa mislengi yfir eftir stofnunum.. Í […]

Víðtæk verkföll BSRB hófust í morgun

Folk Margmenni2

Umfangsmikil verkföll blasa við, eftir að samningafundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í nótt án niðurstöðu. Ekki hefur verið boðað til annars fundar en deilendur höfðu setið á rökstólum í næstum 13 klukkustundir. Verkfallið sem hófst í morgun nær til 2.500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum. Aðgerðirnar hafa áhrif á starfsemi 70 leikskóla, nær […]

GRV – Neistinn sannar sig enn og aftur

Nú liggja fyrir niðurstöður í þróunarverkefninu, Kveikjum neistann um lestrarfærni barna í fyrsta og öðrum bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja í lok námsársins 2023. Þær sýna að aðferðafræðin er að sanna sig annað árið í röð. Niðurstöður eru að 98% barnanna í fyrsta bekk geta nú lesið orð sem er mjög góður grunnur, segir á Fésbókarsíðu […]

Fjölbreytt dagskrá sjómannadagsins

Klukkan tíu í dag, sjómannadaginn verða fánar dregnir að húni. Klukkan 13.00 er sjómannamessa í Landakirkju þar sem séra Guðmundur Örn predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög. Blómsveigur lagður að minnisvarðanum Guðni Hjálmarsson stjórnar athöfninni. Milli klukkan 14.00 og 17.00 er hið […]

Sjómannadagurinn 2023

_DSC0260 l

– Georg Eiður Arnarson skrifar: Smá hugleiðing í tilefni sjómannadagshelgarinnar, en í flestu því efni sem gefið er út núna fyrir sjómannadaginn eru gamlar myndir af höfninni frá þeim tíma þegar hún var smekk full af bátum sem lágu í röðum utan á hvor öðrum, en á þessu eru einmitt ákveðin tímamót núna, því að […]

Vinnslustöðin bauð í Eldheima – Myndir

Hefð hefur verið fyrir því síðustu ár að Vinnslustöðin bjóði sjómönnum og mökum í Eldheima áður en haldið er á sjómannaskemmtunina í Höllinni. Stemmingin í kvöld var mjög góð og margt var um manninn. Boðið var upp á léttar veitingar og kom Jarl liðinu í gírinn með frábærum tónum. Til hamingju sjómenn og fjölskyldur. Hér […]

Lokahóf ÍBV – Verðlaunahafar og myndir

Handbolta menn og konur gerðu sér glaðan dag í gærkvöldi þegar lokahóf hanknattleiksdeildar ÍBV fór fram. Veitt voru verðlaun fyrir árangur vetrarins en það voru þau Rúnar Kárason og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem voru valin bestu leikmenn meistaraflokkana. Hér að neðan má sjá verðlaunahafa og myndir frá kvöldinu. 3. flokkur karla: ÍBV-ari: Andri Andersen Mestu Framfarir: Ívar […]

Laugardagur – Dorgveiði, Sjómannafjör og hátíð í Höllinni

Dagskrá dagsins hefst klukkan 11:00 með dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Vegleg verðlaun fyrir stærsta fiskinn, flesta fiska og fleira. Klukkan 13:00 er Sjómannafjör á Vigtartorgi þar sem séra Viðar byrjar á að blessa daginn. Þá taka við hefðbundin atriði, kappróður, koddaslagur, tuðrukvartmíla, lokahlaup, sjómannaþraut, þurrkoddaslagur og foosballvöllur verður á staðnum. Blaðrarinn mætir á […]

Amelía og Ívar Bessi hlutu Fréttabikarinn

Lokahóf handknattleiksdeildar fór fram í kvöld. Þar voru venju samkvæmt veittar viðurkenningar fyrir árangur vetrarins. Rúmlega þrjátíu ára hefð er fyrir því að Eyjafréttir veiti viðurkenningu til efnilegustu leikmanna í karla og kvenna flokki. En það voru þau þau Amelía Einarsdóttir og Ívar Bessi Viðarsson sem hlutu Fréttabikarinn í ár. Amelía Einarsdóttir er 19 ára […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.