Mæta Fylki í Árbænum

Þrír leikir eru spilaðir í 10. umferð Bestu deildar karla í dag en Fylkir og ÍBV mætast klukkan 17:00 í Árbænum. ÍBV liðið situr í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig úr 8 leikjum. Fylkir er á svipuðum slóðum í níunda sæti með sjö stig. Bæði lið þurfa á stigum að halda til að […]

Bikarleikur á Hásteinsvelli

Stelpurnar fá Grindavík í heimsókn á Hásteinsvöll í dag í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Lið Grindavíkur situr í 6. sæti Lengjudeildarinnar og verða því heimastúlkur að teljast sigurstranglegri en flautað verður til leiks klukkan 14:00 í dag. (meira…)

KFS – Kormákur/Hvöt kl. 18.00 í dag (staðfest)

Staðfestur leiktími KFS við Kormák/Hvöt á Týsvelli kl. 18.00 í dag. KFS er í níunda sæti deildarinnar með þrjú stig eftir þrjár umferðir. KFS tapaði gegn Hvíta Riddaranum í síðasta leik 1-0. Mætum á völlinn og hvetjum strákana. (meira…)

Öflugur stuðningur dugði ekki til

Eyjamenn töpuðu sínum fyrsta leik í úrslitakeppninni þegar þeir mættu Haukum í þriðja leik úrslitakeppni karla í handbolta í Vestmannaeyjum í kvöld. Studdir af meira en trofullri Íþróttamiðstöðinni kom ekkert annað til greina en að sigra gestina og tryggja ÍBV Íslandsmeistararatitilinn. Haukar voru á öðru máli, voru yfir mest allan leikinn sem endaði 28:34 og […]

Stefnir í áhorfendamet í íþróttamiðstöðinni

Þriðji úrslitaleikur ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla fer fram í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.15. Mikið verður um dýrðir í kringum leikinn enda ekki útilokað að úrslit ráðist í kapphlaupinu um Íslandsbikarinn. ÍBV stendur vel að vígi eftir tvo sigurleiki, 33:27 og 29:26. Haukar hafa ekki […]

Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjabær, í samstarfi við Ferðamálasamtök Vestmannaeyja, hefur ákveðið að starfrækja upplýsingamiðstöð (Tourist Information Center) fyrir ferðamenn sem koma til Vestmannaeyja. Um er að ræða tilraunaverkefni sumarið 2023 og er upplýsingamiðstöðin til húsa að Básaskersbryggju 2, þar sem útivistarverslunin Icewear var áður til húsa Nökkvi Már Nökkvason, verður í forsvari fyrir upplýsingamiðstöðina sem opnaði mánudaginn 22. […]

Mótmæla kjaraskerðingu ræstingakvenna

Enga aðför að kjörum kvennastétta – Ályktun frá aðalfundi Drífanda stéttarfélags: Opinbert hlutafélag í eigu Vestmannaeyjabæjar sendi ræstingafólki um borð í m/s Herjólfi bréf í síðasta mánuði þar sem þeim var tilkynnt að skerða ætti kjör þeirra. Að því er virðist til þess eins að bjarga rekstri ferjunnar sem hefur ekki sýnt góða afkomu undanfarið. […]

Landakirkja og eldgosið á Heimaey 1973

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá upphafi og lokum eldgossins á Heimaey 1973 verður haldin athöfn í Landakirkju, kirkjugarðinum og safnaðarheimilinu, annan í hvítasunnu, mánudaginn 29. maí nk. Athöfnin hefst kl. 13.00 í Landakirkju þar sem flutt verða blessunarorð og tónlist ásamt 10 mínútna upptöku Ríkisútvarpsins frá svokallaðri eldmessu Þorsteins Lúthers Jónssonar […]

Fræðslufundur – Fjölþætt heilsuefling 65+

Í dag fimmtudaginn 25. maí verður fræðslufundur í Týsheimilinu kl. 14:00, þar sem Katrín Harðardóttir íþróttafræðingur og jógakennari verður með fræðslu um jákvæða sálfræði. Fer hún meðal annar yfir hvernig er hægt að nota hana til að auka vellíðan og einnig mun hún kynna lokaverkefnið sitt í mastersnáminu sínu. Allir eldri borgarar eru velkomnir. (meira…)

Samantekt á ábendingum í verkefninu Auðlindin okkar

Á vef stjórnarráðsins kemur fram að gerð hefur verið samantekt á ábendingum almennings, sérfræðinga og hagaðila sem leitað var til við undirbúning sjávarútvegsstefnu í verkefninu Auðlindin okkar. Þar má einnig finna upptökur af fundunum, meðal annars frá Vestmannaeyjum. Samantektin ber heitið Tæpitungulaust og inniheldur ábendingar þeirra 132 sérfræðinga sem samstarfshópar og samráðsnefnd verkefnisins leituðu til. Einnig eru […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.