Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins, Rocky Horror frá Leikfélagi Vestmannaeyja

Val Þjóðleikhússins á athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins hefur nú farið fram í þrítugasta og fyrsta sinn. Að þessu sinni sóttu alls tólf leikfélög um að koma til greina við valið með þrettán sýningar. Formaður dómnefndar var Vala Fannell, en með henni í dómnefnd sátu Elísa Sif Hermannsdóttir sýningarstjóri og Almar Blær Sigurjónsson leikari. Dómnefnd hefur komist […]

Oddaleikur í Eyjum á þriðjudaginn

Ekki tókst Eyjakonum að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í handbolta í dag þegar þær mættu Haukum í fjórða leik undanúrslitanna í Hafnarfirði. Staðan í hálfleik var 13:11 fyrir Haukakonur.  Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og þar höfðu Haukar betur og lokatölur voru 29:26. Eftir þessa fjóra leiki er staðan jöfn hjá liðunum, […]

Fluttu frá Gana til Vestmannaeyja

Systurnar Adriana 16 ára og Lordiar 18 ára fluttu til Vestmannaeyja frá Gana í október 2022. Hér búa þær ásamt móður sinni og föður og stunda nám við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Þeim systrum líkar vel að búa í Eyjum og hafa aðlagast vel þrátt fyrir töluverðan menningarmun og ólíkt veðurfar en er á heimaslóðum. Stefna […]

HEIMILISTÓNAR í Eldheimum

Hin stórskemmtilega kvennahljómsveit Heimilistónar er skipuð fjórum af ástsælustu leikkonum þjóðarinnar. Elva Ósk Ólafsdóttir, Vígdís Gunnarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Ólafía Hrönn eru ekki bara leikkonur heldur líka söngkonur og hljóðfæraleikarar. Þær slógu í gegn árið 2018 með þátttöku sinni í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar með lagið “Kúst og fæjó”. Það verður tekið ásamt öðrum slögurum […]

Listamaður með malbikseitrun

Eftir Ásmund Friðriksson. Jón Óskar Hafsteinsson listamaður fór mikinn í færslu á fésbókarsíðu sinni og sakar mig um að fara gegn „veikburða ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum.“ En það komst í fréttirnar að ég ætlaði að láta gamlan draum um persónulega leiðsöguþjónustu rætast á komandi sumri.  Jón Óskar opnaði leið fyrir skítkast í minn garð, viðbjóðslegar ávirðingar […]

Fyrsti heimaleikur sumarsins hjá KFS

KFS spilar fyrsta heimaleikinn sinn í dag kl.16:00 á Týsvelli. Frítt á völlinn og því tilvalið að skella sér. KFS endaði í 6. sæti í fyrra af 12 liðum í 3. deild og er spáð svipuðu gengi í ár. KFS er skipað ungum Eyjapeyjum sem hafa oft komið tilbúnari í baráttuna með ÍBV eða lífið […]

The Puffin Run hlaupið í sjötta sinn á morgun

The Puffin Run verður hlaupið í sjötta sinn á morgun laugardag. Yfir þúsund keppendur eru skráðir í hlaupið í ár, en í fyrra hlupu 900 manns. Meðal þátttakenda verða sigurvegarar frá í fyrra Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson. Nærri tvöhundruð manns munu starfa í hlaupinu s.s. við brautarvörslu. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu […]

Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Skerjafirði

Umræða um samgöngumál var meðal þess sem var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær en þar bar á góma áform ríkisins og Reykjavíkurborgar um að hefjast handa við undirbúning íbúðaruppbyggingar í Skerjafirði. Bæjarstórn sendi frá sér sameiginlega ályktun vegna málsins sem má lesa hér að neðan. Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar […]

Bæjarráð frestar afgreiðslu á hækkun gjaldskrár

Bréf stjórnar Herjólfs til bæjarráðs um hækkun gjaldskrár var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Þar kemur fram stjórnasamþykkt um hækkun gjaldskrár og óskað eftir samþykki bæjarráðs. Bæjarráð frestar afgreiðslu erindis frá stjórn Herjólfs og felur formanni bæjarráðs að óska eftir fundi bæjarráðs með fulltrúum stjórnar Herjólfs. (meira…)

Áfram fríar rútuferðir

Boðið verður upp á rútuferð í leik 4 í einvígi ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna. Með sigri geta stelpurnar okkar tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Ísfélagið og Herjólfur bjóða þér frítt far! Ísfélagið býður stuðningsmönnum fría rútuferð og Herjólfur miða í ferjuna fyrir þá sem ferðast með rútunni. Við þökkum þeim kærlega fyrir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.