Unnu Selfoss í fyrsta leik sumarsins

Fyrsta markið og fyrsti sigur í Bestu deild kvenna þetta sumarið var í Eyjum þar sem ÍBV sigraði Selfoss, 1:0, á Hásteinsvelli í kvöld. Holly O’Neill skoraði sigurmarkið á 28. mínútu. Þrátt fyrir mikinn vind sýndu bæði lið ágætan bolta en sigur í þessum Suðurlandsslag var Eyjakvenna. Eru stigin þrjú gott veganesti í baráttunni framundan. […]
Erindi um vistfræði nætursjófugla í Vestmannaeyjum

Stephen J. Hurling doktorsnemi við Landbúnaðarháskóla Íslands flytur erindi um vistfræði nætursjófugla í Vestmannaeyjum á Hrafnaþingi 26. apríl 2023 kl. 15:15. Erindið nefnist „Novel methodologies in tracking and population; uncovering the mysteries of Iceland’s nocturnal seabirds“ og verður flutt á ensku. Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar Íslands að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ. Erindið verður […]
Búum til stemmningu fyrir stelpurnar okkar þær eiga það skilið

Besta deild kvenna hefst í dag með þremur viðureignum. Á Hásteinsvelli taka Eyjastúlkur á móti Selfossi. Flautað er til leiks klukkan 18.00 í Eyjum. Það er nýr þjálfari í brúnni hjá ÍBV en Búlgarinn Todor Hristov tók við liðinu fyrir komandi leiktíð. Við heyrðum hljóðið í Todor í aðdraganda mótsins. „Ég er meira en spenntur […]
4. flokkur kvenna í handbolta deildarmeistarar

4. flokkur kvenna í handbolta tryggði sér deildarmeistaratitilinn í 3. deild á sunnudaginn síðastliðinn. Þjálfarar liðsins eru Gísli Steinar Jónsson og Hilmar Ágúst Björnsson. HSÍ og ÍBV óskar stelpunum innilega til hamingju með flottan árangur. (meira…)
Stóri plokkdagurinn 2023

Sunnudaginn 30. apríl n.k. er Stóri plokkdagurinn og í tilefni dagsins verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Hreinsum náttúruna um leið og við gerum umhverfið okkar fallegt fyrir viðburði, gesti og útiveru komandi sumars. Gaman er að gera daginn að fjölskyldudegi þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera […]
Áhugaverðir tónleikar í Kviku

Á morgun þriðjudaginn 24. apríl kl.18:00 verða tónleikar í Kviku. Á tónleikunum koma fram Skólalúðrasveit Vestmannaeyja eldri deild, ásamt skólahljómsveit Tónlistarskólans í Vágum Færeyjum sem er hér í heimsókn þessa dagana. Einnig kemur fram popphljómsveit og jasshljómsveit Tónlistarskólans í Vágum. Ókeypis er á tónleikana og hvetjum við alla til að nýta tækifærið, hlýða á skemmtilega […]
Andlát: Ingólfur Guðni Árnason

Yndislegi faðir okkar, sonur, bróðir, tengdafaðir og vinur Ingólfur Guðni Árnason, Daggarvöllum 13, Hafnarfirði lést á gjörgæsludeild Landspítalans 16. apríl sl. Útförin verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ þriðjudaginn 2. maí kl. 13:00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning fyrir börnin hans. Kt. 210601-2280 / […]
Vinnubúðir rísa

Í gærmorgun kom flutningaskipið Hvítanesið til hafnar í Vestmannaeyjum. Um borð voru vinnubúðir sem ætlaðar eru starfsfólki Icelandic Land Farmed Salmon ehf. Alls er um að ræða 44 hús með 88 herbergjum. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu gekk vel að ferja einingarnar frá borði og flytja yfir á Malarvöllinn, þar verður […]
Sætur sigur á Íslandsmeisturunum

Eyjamenn náðu í sín fyrstu stig í Bestu deildinni þegar þeir lögðu Breiðablik á heimavelli í dag, 2:1. Í fyrstu þremur umferðunum mætti ÍBV liðum sem spáð er efstu sætum í deildinni. Töpuðu þeim fyrsta á móti Val á útivelli 2:1. Þrátt fyrir tapið átti ÍBV í fullu tré á móti Val en sama var […]
Fyrsti heimaleikurinn hjá strákunum

Það er komið að fyrsta heimaleik sumarsins í fótboltanum. Blikar koma í heimsókn í dag á Hásteinsvöll klukkan 16:00 og má búast við spennandi leik. Fram kemur í tilkynningu frá ÍBV að grillið verður á sínum stað fyrir leik og eru Eyjamenn hvattir til að mæta og styðja ÍBV til sigurs! (meira…)