KFS fallið eftir tap um helgina

KFS er fallið niður í 4. deild eftir tap gegn Víði um helgina. KFS þurfti að minnsta kosti jafntefli í leiknum til þess að halda sér í deildinni en leikurinn fór 3-0 Víði í vil. KFS endaði í 11 sæti með 21 stig eftir 22 leiki. Stigataflan eftir tímabilið: (meira…)

Glæsilegir matseðlar á Matey Seafood Festival

Matseðlarnir fyrir Matey Seafood Festival sem fram fer næstu helgi eru glæsilegir. Á öllum stöðunum verður boðið upp á fjögurra rétta seðil og kostar hann 9890 kr á mann. Einnig verður boðið upp á Matey kokteil á 2690 kr. Fiskurinn kemur frá okkar frábæru fiskframleiðendum og útgerðum og spretturnar úr gróðurhúsi Eyjanna, kemur fram í […]

Vinir í bata hefja göngu sína á ný

12 spora hópur Landakirkju, Vinir í bata hefja starf sitt á ný eftir sumarfrí nk. mánudag 18. september kl. 18:30 í betri stofu safnaðarheimilis Landakirkju. Fyrstu þrír fundirnir, þann 18. og 25. september og 2. október eru opnir kynningarfundir þar sem fundargestir fá innsýn inn í starfið. Eftir það hefst hin eiginlega spora vinna. Heitið […]

Niðurstaða í lok mánaðar

herjolfur-1-1068x712

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarstjórnar í vikunni sem leið. Fram kom að bæjarstjórn fundaði í byrjun vikunnar með viðræðunefnd um stöðu viðræðna um nýjan þjónustusamning ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um ferjusiglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar/Þorlákshafnar. Góður gangur er í viðræðunum og vonast er til að niðurstaða liggi fyrir í lok september. (meira…)

Umhverfisviðurkenningar 2023

Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja 2023 voru afhent 15. september s.l. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum en einnig komu tilnefningar frá Rótarýklúbb Vestmannaeyja. Dómnefnd frá Vestmannaeyjabæ yfirfór þær tilnefningar sem bárust sveitafélaginu. Umhverfisviðurkenningar árið 2023 eru: Fegursti garðurinn: Vestmannabraut 12-20 Snyrtilegasta eignin: Heiðarvegur 49 Endurbætur til fyrirmyndar: Póley Snyrtilegasta fyrirtækið: Brothers Brewery Framtak á sviði umhverfismála: Marinó Sigursteinsson Vestmannaeyjabær óskar í tilkynningu, […]

Fyrsti leikur í úrslitakeppninni hjá karlaliðinu í dag

Karlalið ÍBV leikur sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni í dag. ÍBV situr í neðri hluta deildarinnar ásamt KA, HK, Fylki, Fram og Keflavík. ÍBV er sem stendur í næst neðsta sæti með 19 stig en Keflavík situr á botninum með 12 stig. Flautað verður til leiks kl 17:00 á Wurth vellinum. Hvetjum þá sem eru […]

Stelpurnar fallnar eftir tap fyrir Tindastól

Kvennalið ÍBV lauk 13 ára veru í efstu deild í knattspyrnu í dag þegar liðið féll eftir 7-2 tap gegn Tindastól á Sauðárkróksvelli. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi byrjað með látum því staðan var orðin 1-1 eftir tæpar þrár mínútur. Eftir það tóku stólastelpur öll völd á velinum og skoruðu sex mörk […]

KFS leikur sinn síðasta leik á tímabilinu

KFS leikur sinn síðasta leik á tímabilinu í dag þegar þeir fá Víði í heimsókn. Víðir situr í fjórða sæti og KFS í því 10. Sem stendur eru KFS og ÍH nokkuð jöfn og því mikilvægt að KFS tryggi sér að minnsta kosti jafntefli í dag til þess að halda sér í 3. deildinni að […]

Síðasti leikur sumarsins hjá stelpunum

Kvennalið ÍBV leikur sinn síðasta leik í deildinni á þessu tímabili í dag þegar þær heimsækja Tindastól á Sauðárkrók. Keflavík og Selfoss eiga líka sinn síðasta leik í dag. Staðan hjá þremur efstu liðinum er afar jöfn og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða hjá ÍBV stelpunum til að tryggja sér sæti í Bestu […]

Fyrsti heimaleikur vetrarins

Eyja 3L2A0803

Fyrsti Olísdeildarleikur tímabilsins í Vestmannaeyjum fer fram í dag þegar stelpurnar taka á móti Haukum. Þessi lið léku spennandi einvígi í undanúrslitum í vor sem ÍBV sigraði að lokum. ÍBV gerði góða ferð norður í fyrsta leik tímablisins og sigraði KA/Þór. ÍBV mættir með nokkuð breyttan hóp til leiks í vetur þrátt fyrir að máttarstólpar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.