Finn kraftinn í samfélaginu

Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Það er alltaf gaman að koma til Eyja og finna þar kraftinn í samfélaginu. Síðasta laugardag heimsótti ég Vestmannaeyjar. Hvatinn að heimsókninni var boð á fund hjá Sjálfstæðisflokknum í Ásgarði. Mér finnst ekkert mikilvægara en að hitta fólk og fara yfir málin. Undanfarna daga hef ég verið mikið á ferðinni […]

Eyjafréttir á götuna í dag – Áhugaverðar að vanda

Sjötta blað Eyjafrétta fer í dreifingu í dag til áskrifenda og á sölustaði okkar á Kletti, í Krónunni og Tvistinum. Það er fullt af áhugaverðu efni en eðlilega fá stelpurnar okkar, Bikarmeistarar ÍBV kvenna veglegt pláss í blaðinu, fjöldi mynda og athyglisverðra viðtala. Tveir nýir liðsmenn eiga efni í blaðinu, Díana Ólafsdóttir og Guðni Einarsson, […]

Ægisdyr – Jarðgöng raunhæfur kostur

Á þriðjdaginn var opinn fundur í sal Kvenfélagsins Líknar um jarðgöng milli lands og Eyja. Ingi Sigurðson, byggingatæknifræðingur og einn af forsvarsmönnum Ægisdyra, áhugamannafélag um vegtengingu milli lands og Eyja rakti þær rannsóknir og kannanir sem félagið stóð fyrir á árunum 2003 til 2007 þegar ákvörðun var tekin um að byggja Landeyjahöfn. Fundinn, sem Fyrir […]

Hanna og Sunna í 20 leikmanna hóp

Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur valið 20 leikmenn til æfinga fyrir umspilsleiki liðsins um laust sæti á HM 2023 gegn Ungverjalandi. Liðin mætast að Ásvöllum 8. apríl nk. og síðari leikurinn fer fram í Ungverjalandi 12. apríl. Það lið sem vinnur sameiginlega báðar viðureignir tryggir sér sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verður 30. nóvember – […]

Vinnslustöðin – Einstakri loðnuvertíð lokið

„Í þessum töluðu orðum eru síðustu loðnuhrognin í frystitækjunum okkar. Þegar hrognin eru komin á sinn geymslustað lýkur loðnuvertíð sem telst einstæð fyrir margra hluta sakir,“ sagði Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, síðdegis í gær (21. mars). Hann stiklaði á stóru um það sem gerir nýafstaðna vertíð sérstaka og velheppnaða. „Við frystum alls um 9.000 […]

Óvenju mikið sandfok í austanrokinu síðustu daga

Austanrokinu síðustu daga hefur fylgt mikill mökkur af sandi og meiri en venjulega. Sjást þess merki í Vestmannaeyjum, á húsum, bílum og ekki síst rúðum húsa sem eru mattar af ryki og mold. Það er ekki nýtt að rykmökkur fylgi hörðum og þurrum austanáttum en sjaldan eins og núna. Sumir hafa bent á framkvæmdir á […]

Þörf á töluverðu viðhaldi á Kirkjugerði

Bæjarráð fundaði í vikunni þar sem einungis eitt mál var á dagskrá. Á fundinn voru jafnframt boðaðir bæjarfulltrúar, fulltrúar í fræðsluráði, framkvæmdastjórar sviðanna þriggja, leikskólastjóri Kirkjugerðs og fræðslufulltrúi. Bæjarráð ræddi húsnæði Leikskólans Kirkjugerðis. Ljóst er að skólinn þarfnast töluverðs viðhalds. Verkfræðistofan Mannvit var fengin til þess að taka húsnæðið út og hefur hann skilað drögum […]

Mikilvægur leikur hjá stelpunum

Það er skammt stórra högga á milli hjá handbolta stelpunum en leikmenn KA/Þórs eru komnar til Eyja og leika við nýkrýnda bikarmeistara ÍBV í kvöld í viðureign sem tilheyrir 15. umferð Olísdeildar sem að öðru leyti fór fram í byrjun febrúar. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 17.30. Stelpurnar geta með sigri […]

Skipin fyllt á einum og hálfum til tveimur sólarhringum

20221101 121630

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum á miðvikudag og aftur á sunnudag. Í fyrri túr skipanna var mest af ýsu og þorski ásamt kola en í seinni túrnum var mest af ýsu, þorski og ufsa. Skipstjórar skipanna eru afar sáttir við gang veiðanna. Jón Valgeirsson á Bergi segir að veiðin […]

Tíu ungir iðkendur semja

Tíu ungir iðkendur knattspyrnudeildar skrifuðu undir tveggja ára samninga við deildina í gær, er um að ræða svokallaða ungmennasamninga en iðkendurnir eru allir í 2. flokki ÍBV, karla og kvenna. Margir leikmannanna hafa nú þegar leikið sinn fyrsta leik fyrir ÍBV og nokkrir sinn fyrsta leik fyrir KFS. Á síðustu dögum hafa leikmenn og foreldrar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.