Bráðabirgðatillögur kynntar í stefnumótun um sjávarútveg

Starfshópar í verkefninu Auðlindin okkar hafa skilað bráðabirgðatillögum til matvælaráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, skipaði samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu og fjóra starfshópa þann 31. maí sl. Markmiðið með verkefninu Auðlindin okkar hefur frá byrjun verið að auka sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið þar sem gætt er að umhverfissjónarmiðum, þar sem verðmætin eru hámörkuð og þar sem dreifing verðmætanna er […]

Í þágu 12-18 mánaða barna verður skóladagur þeirra styttur til kl. 15:00 frá næsta hausti

Fyrir fræðsluráði lá tillaga frá faghópi um gæðastarf og viðmið í leikskólum þess efnis að skóladagur yngsta aldurshóps í leikskólum sveitarfélagsins, þ.e. 12-18 mánaða, verði styttur þannig að börnin verði allajafna ekki lengur en til kl. 15:00 dag hvern í leikskólanum. Það er mat faghópsins að langur skóladagur þessa yngsta hóps er þeim íþyngjandi og […]

Fótbolti – Guy Smit í markið hjá ÍBV

Markvörðurinn Guy Smit hefur verið lánaður til ÍBV frá Val út keppnistímabilið 2023. Guy er 26 ára gamall Hollendingur sem lék með Val á síðustu leiktíð en Leikni Reykjavík tímabilin tvö þar áður. Hann hefur þó leikheimild með ÍBV í leikjum gegn Val, þrátt fyrir að vera á láni þaðan. Hann hefur vakið mikla athygli […]

Skoða úrbætur á snjómokstri

Snjómokstur var til umræðu á síðasta fundi Framkvæmda- og hafnarráðs. Yfirferð á núverandi verkferlum varðandi snjómokstur og næstu skref til að endurskoða verkferla voru meðal þess sem rætt var. Í niðurstöðu um málið felur ráðið framkvæmdarstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að fara yfir verkferla með þjónustumiðstöð, verktökum, forstöðumönnum stofnanna bæjarins til að laga og koma með […]

Skipa starfshóp til að yfirfara verkferla varðandi ráðningu Hafnarstjóra

Framkvæmda- og hafnarráð fundaði í vikunni sem leið þar var meðal annars tekin ákvörðun um skipun starfshóps til að yfirfara verkferla varðandi ráðningu Hafnarstjóra. Í starfshópnum sitja formaður framkvæmda- og hafnarráðs, framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, mannauðsstjóri Vestmannaeyjabæjar og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs. (meira…)

30 flóttamenn á leið til Eyja

Bær Eldfell

Móttaka flóttafólks var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni sem leið. Fyrir liggja drög að samningi frá Vinnumálastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Um er að ræða allt að 30 umsækjendur sem eru væntanlegir til Vestmannaeyja á næstu vikum og mánuðum. Í samningum er mælt fyrir um lágmarksþjónustu sem á […]

Eyjatónleikarnir Eyjanótt í beinu streymi þann 21.janúar

Þann 23.janúar næstkomandi verða 50 ár liðin frá einum stærsta viðburði í lýðveldissögunni, eldgosinu á Heimaey. Tveimur dögum fyrr koma margir Eyjamenn og vinir þeirra saman í Hörpu á árlegum tónleikum í Eldborgarsalnum, Eyjatónleikunum. Sala á tónleikana hefur gengið mjög vel eins og oftast áður og nú er nær uppselt á þá. Því hafa tónleikahaldarar […]

Barnaverndarmál með breyttu sniði

Barnaverndarlög og ný skipan barnaverndarmála hjá sveitarfélögum voru til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs á dögunum. Barnaverndarmál eru sem fyrr á ábyrgð sveitarfélagsins en með breyttu sniði. Vestmannaeyjabær hefur fengið tímabundið leyfi til að reka eigin barnaverndarþjónustu en stefnt er að varanlegu leyfi á næstu vikum. Unnið er að því að ganga frá nokkrum […]

Leikvellir við Áshamar og Hrauntún

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs yfir stöðu endurbóta og uppbyggingu á leikvöllum á fyrirfram gefnum svæðum sem skilgreind eru sem leikvellir, opin svæði og leikvellir við stofnanir. Unnið er áfram eftir áætlun sem kynnt var í ráðinu 21. apríl 2020. Unnið er í góðri samvinnu við umhverfis- og framkvæmdasvið og […]

Sverrir Páll til ÍBV

Sverrir Páll Hjaltested hefur samið við ÍBV til þriggja ára en hann kemur frá Val. Sverrir er orkumikill framherji sem mun smellpassa í þá hugmyndafræði sem er í gangi hjá ÍBV og er mikil ánægja hjá bæði ráði og í þjáfarateymi með komu hans. Segir meðal annars í tilkynningu frá ÍBV. Í fyrra lék Sverrir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.