Fimm skipuð í starfshóp vegna sköpunarhúss

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja skipaði á fundi sínum í vikunni í starfshóp vegna sköpunarhúss. Ráðið skipar Gísla Stefánsson, Hildi Rún Róbertsdóttur, Hebu Rún Þórðardóttur, Ernu Georgsdóttur og Arnar Júlíusson í starfshóp um sköpunarhús. Hópurinn hefur það hlutverk að leggja til staðsetningu á sköpunarhúsinu, tillögur um starfsemi þess og framtíðarsýn. Um er að ræða hluta af […]

39 tillögur viðbragðsteymis að umbótum í bráðaþjónustu á landsvísu

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skipaði viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu í ágúst síðastliðnum. Hlutverk þess var að setja fram tímasetta áætlun til næstu ára um breytingar og umbætur í bráðaþjónustu um allt land. Teymið hefur nú skilað ráðherra umfjöllun sinni um umbætur með 39 tillögum um aðgerðir til skemmri og lengri tíma. „Þetta eru skýrar […]

Mikil áhersla lögð á blandaðan afla

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Vestmannaeyjum í á miðvikudag. Afli beggja var blandaður en mest af ýsu. Arnar Richardsson, rekstrarstjóri skipanna, segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að um þessar mundir sé mikil áhersla lögð á blandaðan afla en auðveldast sé að sækja ýsuna og þess vegna sé gjarnan mest […]

Spurt og svarað um ráðningu hafnarstjóra

Vestmannaeyjabær birti gær frétt á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að í ljósi þess að fjölmiðill hefur óskað eftir og fengið svör við spurningum Sjálfstæðisflokksins um ráðningu hafnarstjóra, sbr. bókun Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi þann 1. desember sl., er eðlilegt að birta svörin í heild sinni á vef Vestmannaeyjabæjar. Fyrirspyrjendum, þ.e. bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, var svarað […]

Loðnukönnun í samstarfi við útgerðir

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt úr Hafnarfjarðarhöfn í gær til loðnukönnunar. Könnunin er í samstarfi við útgerðir uppsjávarveiðiskipa sem greiða fyrir þann aukakostnað Hafrannsóknastofnunar sem af henni hlýst. Markmiðið er að safna upplýsingum um göngur og dreifingu loðnustofnsins austan og norðan við land. Slíkar upplýsingar hjálpa til að ákveða, hvenær það sé líklegast til árangurs að fara […]

Eyjasveitin Hrossasauðir með nýja plötu

„Við stofnuðum hljómsveitina árið 2021 þegar ég og trommarinn,  Jón Grétar Jónasson tókum okkur til og stofnuðum hljómsveit,“ segir Kári Steinn Helgason, Skánki um hljómsveitina Hrossasauðir sem gaf út plötu í dag. „Nafnið er tengt áhugamáli okkar, íslensku sauðfé og íslenskum hrossum og því að ég var viss um að enginn notaði þetta nafn á […]

Olísdeild kvenna – Áttundi sigur ÍBV í röð

„ÍBV komst upp í annað sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld með fjögurra marka sigri á Stjörnunni, 22:18, í TM-höllinni í Garðabæ í miklum sveifluleik. ÍBV hefur þar með 18 stig eftir 11 leiki og er stigi á eftir Val. Stjarnan er með 16 stig í þriðja sæti. ÍBV hefur nú unnið átta leiki […]

Nökkvi Már áfram hjá ÍBV

Eyjamaðurinn Nökkvi Már Nökkvason hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV en Nökkvi sem er 22 ára varnarmaður hefur verið á mála hjá ÍBV síðan 2017. Nökkvi á 26 leiki fyrir ÍBV í deild og bikar en hann spilaði 11 leiki í Lengjudeildinni er liðið fór upp 2021. Samhliða því að hafa spilað […]

Allur kvóti Fjallabyggðar í eigu Ramma

Á milli jóla og nýárs var tilkynnt um samruna Ramma hf á Siglufirði og Ísfélags Vestmannaeyja undir nafninu Ísfélagið. Í þessu eru auðvitað mikil tíðindi en bæði fyrirtæki hafa verið burðarásar í íslenskum sjávarútvegi um árabil. Í nýjasta tölublaði Eyjafrétta er rætt við Ægi Ólafsson, formann Sjómannafélags Ólafsfjarðar „Maður getur ekki mikið tjáð sig á […]

Andri Rúnar kveður ÍBV

ÍBV og Andri Rúnar Bjarnason hafa samið um starfslok leikmannsins hjá félaginu. Andri kom til ÍBV fyrir ári síðan og lék með liðinu í Bestu deildinni þar sem hann skoraði 10 mörk. Eftir tímabilið leitaði Andri til okkar vegna breyttra aðstæðna hjá sér og gekk vel að leysa úr hans málum hjá félaginu. Þrátt fyrir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.