Lögreglan – Njótið kvöldsins heima fyrir

„Við viljum ítreka fyrir ökumönnum að vera ekki að fara af stað á illa útbúnum bifreiðum. Í dag voru helstu aðalgötur bæjarins ruddar. Nú er skafrenningur og skaflar byrjaðir að myndast sem erfitt er að komast í gegn um. Því eru flestar götur bæjarins illfærar fyrir fólksbifreiðar og lága jepplinga,“ segir í færslu sem lögreglan […]
Besta jólahlaðborð landsins

Það er ekki slegið af þegar Einsi kaldi og Höllin slá saman í jólahlaðborð sem að þessu sinni voru bæði á föstudags- og laugardagskvöldi og þóttu takast einstaklega vel. Maturinn frábær og ekki var tónlistarveislan síðri þar sem Hljómsveit Gísla Stefánssonar sá um. Hljómsveitin þétt og söngkonurnar Una Þorvaldsdóttir og Sara Renee Griffin fóru á […]
Kiwanismenn í heimsókn á Hraunbúðum

Það er áralögn hefð hjá Kiwanisklúbbnum Helgafelli að heimsækja heimilisfólk á Hraunbúðum og afhenda þeim sælgætisöskju að gjöf í tilefni jólanna. Þetta var ánægjuleg heimsókn þar sem ekki hefur verið hægt að fara síðastliðin tvö ár vegna Covid og samkomutakmarkanna, en rétt áður en við lögðum í hann kom snjókoma og skafrenningur þannig að manni […]
Íris bæjarstjóri – Jólakveðja

Gleðilega hátíð. Nú er aðventan enn einu sinni gengin í garð og jólin komin; þau fyrstu síðan 2019 án samkomutakmarkana. Samvera með fjölskyldunni er verðmæt og jólahátíðin býr til margar fjölskyldustundir sem skapa minningar með okkar besta fólki. Það er einmitt ekki síst á stórhátíðum eins og jólum og áramótum sem við finnum hvað þessi […]
Gleðileg Jól

Stjórn og starfsfólk Eyjasýnar óskar lesendum gleðilegra jóla og þakkar fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. (meira…)
Jólablað Eyjafrétta komið út

Glæsilegt jólablað Eyjafrétta ætti nú að vera komið í vel valdar lúgur. Efnið er úr ýmsum áttum. Þar má nefna viðtal við Nataliyu Ginzuhul um aðdraganda jóla í Úkraínu, Skemmtilegt spjall við Sigurð Óskarsson og Guðrúnu Erlingsdóttur, jólaspjall við vel valda Eyjamenn, 50 ára bikarmeistara, jólakrossgátuna, tjaldurinn er á sínum stað, Óli á Stapa rifjar […]
Ómissandi á aðventunni

Árlegir jólatónleikar Kórs Landakirkju fóru fram í vikunni sem leið. Tónleikarnir eru fyrir löngu síðan orðinn fastur liður í jólaundirbúningi Eyjamanna sem sást best á því að fullt var út úr dyrum líkt og fyrri ár. Tónleikarnir voru tvískiptir líkt og löng hefð er fyrir en fyrri hlutinn fór fram í safnaðarheimilinu og sá síðari […]
Elliði Snær og Hákon Daði í lokahóp fyrir HM

Guðmundur Þ. Guðmundsson tilkynnti í dag hópinn sem tekur þátt í lokaundirbúningnum fyrir heimsmeistaramót karla í handknattleik sem hefst í Svíþjóð og Póllandi 11. janúar. Tveir Eyjamenn eru í hópnum er þar má finna þá Elliða Snæ og Hákon Daða sem báðir leika með Gummersbach. Guðmundur valdi 19 manna hóp sem hefur æfingar fyrir mótið […]
Megum aldrei nota stéttarfélögin sem verkfæri í pólitík

Starfsgreinasamband Íslands undirritaði nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins þann 3. desember síðastliðinn. Gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Atkvæðagreiðsla um samninginn fór fram dagana 9. – 19. desember. Niðurstöður atkvæðagreiðslu liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 17 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum. Í […]
Kjartan Másson – Engin helvítis ævisaga

Kjartan Másson, Eyjamaður með meiru er viðfangsefnið í bókinni – Engin helvítis ævisaga sem inniheldur aragrúa af skondnum og litríkum sögum sem Sævar Sævarsson hefur safnað saman frá ferli Kjartans Mássonar sem knattspyrnuþjálfari, leikfimi- og sundkennari og vallarstjóri í Keflavík. Það gustaði gjarnan af Kjartani enda var harður í horn að taka og fór ótroðnar […]