Una gefur út jólalag

Una Þorvaldsdóttir gaf á dögunum út nýtt jólalag sem hún samndi en Una syngur það sjálf ásamt mágkonu sinni Söru Renee Griffin. Una og Sara hafa gert enn betur fyrir jólin og eru nýbúnar að gefa út jólaplötu. Lagið heitir “Jól komið fljótt” en platan ber nafnið, Jól með Unu og Söru á má finna […]
Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja 90 ára

Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum fögnuðu þeim merka áfanga í byrjun desember að nú eru liðin 90 ár frá stofnun Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja. Félagið var stofnað 6. desember árið 1932 og var Jóhann Þ. Jósefsson þingmaður Eyjanna helsti hvatamaður að stofnun félagsins. Frá upphafi hefur starfsemi félagsins snúið að því að auka veg og vanda Sjálfstæðisflokksins og berjast […]
Gott að versla í Eyjum – Harðir pakkar í Skipalyftunni

Í Jólagjafablaði Eyjafrétta er að finna umfjöllun um hátt í þrjátíu fyrirtæki í þjónustu og verslun í Vestmannaeyjum. Ótrúlega fjölbreytt og góð þjónusta sem boðið er upp á eins og sést í Eyjafréttum sem komu út í gær. Í Skipalyftunni er hægt að fá fullt af hörðum pökkum, bæði fyrir fagfólkið og ekki síður fólkið […]
Aukinn fjöldi leikskólabarna áskorun

Leikskóla og daggæslumál voru til umræðu á fundi Fræðsluráðs í vikunni. Fræðslufulltrúi fór yfir minnisblað er varðar inntökumál leikskóla. Eins og staðan er í dag er reiknað með að öll börn fædd 2021 verði komin með leikskólavist upp úr áramótum, þ.e. þegar ný deild á Sóla er tilbúin. Verið er að skoða hvort hægt verði […]
Hótel og afþreyingarmiðstöð í Þorlákshöfn

Sveitarfélagið Ölfus og Íslenskar Fasteignir ehf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um fyrirhugaðar framkvæmdir við hótel og afþreyingarmiðstöð í Hafnarvík við Leirur í Þorlákshöfn. Skv samkomulaginu mun Ölfus úthluta Íslenskum Fasteignum lóð fyrir uppbyggingu fyrir allt að 180 herbergja hótel og afþreyingarmiðstöð auk smáhýsa. Stefnt er að því að hótelið verði hannað og starfrækt í nánu samstarfi […]
Desembertónleikar ÍBV – Jólahjól Stuðlabandsins mætir

Desembertónleikar ÍBV mæta aftur til leiks í ár og verður sannkölluð veisla þann 22. desember. Jólahjól Stuðlabandsins mætir í Höllina með alvöru stemningu fyrir jólin. Jólapeysur, jólalukkuhjól, skemmtilegar sögur og auðvitað bestu jólalögin. Það fara sögur af því að 22. des sé mesti stuðdagur ársins! Miðaverð er 4900 kr í forsölu á Tix.is og 5.900 […]
Bæta þarf lýsingu í innsiglingunni

Lýsing í innsiglingu var til umræðu á fundir framkvæmda og hafnarráðs í gær en hafnarstjóra barst erindi frá Þorbirni Víglundssyni um lýsingu í innsiglingunni. Þar sem bent er á að bæta þurfi lýsinguna fyrir öll skip og þá sérstaklega þegar siglt er út. Ráðið þakkar í niðurstöðu sinni fyrir erindið. Ráðið vill ávallt leitast við […]
Vertu sæll, Brynjólfur, takk fyrir allt!

„Við vorum að ganga frá um borð og kveðja höfðingjann. Það var sérstök tilfinning,“ sagði Klemens Sigurðsson skipstjóri á Brynjólfi VE-3 í Belgíu í gærkvöld eftir að hafa skilað skipinu í hendur nýrra eigenda. Vinnslustöðin seldi skipið til niðurrifs og kaupendurnir tóku sem sagt við því ytra í gærkvöld. Fjögurra manna áhöfn sigldi Brynjólfi út […]
AGL nýtt verktakafyrirtæki í Vestmannaeyjum

Nýtt verktakafyrirtæki var sett á laggirnar í nóvember í Vestmannaeyjum sem ber nafnið AGL verktakar. Stofnendurnir eru þrír en samtals eru starfsmenn orðnir sjö þrátt fyrir aldur félagsins sé einungis talinn í dögum. “Það sem við erum að horfa á að sinna í dag er gólfhitafræsun sem er þjónusta sem ekki hefur verið í boði […]
Veðrið dásamlegt allan túrinn

Bergur VE kom til Vestmannaeyja á þriðjudagsmorgun með fullfermi. Löndun hófst strax úr skipinu og náði heimasíða Síldarvinnslunnar tali af Ragnari Waage Pálmasyni skipstjóra. „Þetta er mest ýsa og lýsa sem við erum með. Lýsan fékkst í Skeiðarárdýpinu en annar afli á Ingólfshöfða og í Breiðamerkurdýpi. Það er ekki hægt að kvarta undan neinu – […]