Desembertónleikar ÍBV mæta aftur til leiks í ár og verður sannkölluð veisla þann 22. desember. Jólahjól Stuðlabandsins mætir í Höllina með alvöru stemningu fyrir jólin. Jólapeysur, jólalukkuhjól, skemmtilegar sögur og auðvitað bestu jólalögin. Það fara sögur af því að 22. des sé mesti stuðdagur ársins!
Miðaverð er 4900 kr í forsölu á Tix.is og 5.900 kr. við hurð. Forsölu lýkur 22. des kl. 18.00. Húsið opnar svo kl. 20.00 og tónleikar hefjast 21.00.
Verkefnið er styrkt af framtaki Vestmannaeyjabæjar, Viltu hafa áhrif?
Klukkan 17.00 sama dag verða fjölskyldutónleikar sem frítt er á og allir hvattir til að mæta.
Áfram ÍBV, alltaf, alls staðar – líka í desember!