Styrktarsjóður Landakirkju tekur við umsóknum

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjaðir að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum, sem hefur gert það að verkum að þau sem […]
Útflutningsverðmæti loðnuafurða komið í tæpa 46 milljarða

Á fyrstu 10 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti loðnuafurða komið í tæpa 46 milljarða króna. Það er hátt í tvöföldun frá sama tímabili í fyrra. Loðna hefur þar með skilað næstmestu útflutningsverðmæti á eftir þorski af öllum þeim fisktegundum sem fluttar eru frá Íslandi. Radarinn.is tók saman skemmtilega greiningu á sérstöðu loðnunnar þegar kemur að verðmætasköpun. […]
Glenn sækir liðsstyrk til Eyja

Keflavík hefur samið við tvo nýja erlenda leikmenn sem báðar fylgja nýjum þjálfara liðsins úr Eyjum. Madison Wolfbauer og Sandra Voitane hafa báðar skrifað undir samning um að spila með Keflavík í Bestu deildinni. Báðar léku þær undir stjórn Jonathan Glenn hjá ÍBV í sumar en ÍBV lét Glenn fara eftir tímabili. Glenn tók síðan […]
Sóknarfæri í nýsköpun

Sóknarfæri í nýsköpun er átta vikna sunnlenskur viðskiptahraðall þar sem áhersla er lögð á verkefni sem tengjast orku, mat og líftækni, ferðaþjónustu og skapandi greinum. Hraðlinum verður stýrt af Svövu Björk Ólafsdóttur stofnanda RATA sem jafnframt leiðir kynningarfundinn. Hraðallinn er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Suðurlandi sem eru komin af […]
Landa fullfermi í Eyjum

Ísfisktogararnir Gullver NS, Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu allir nú í byrjun vikunnar. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Gullver landaði rúmlega 100 tonnum á Seyðisfirði í gær. Mestur hluti aflans var þorskur og ýsa. Þórhallur Jónsson skipstjóri segir að veðrið í túrnum hefði verið misjafnt. „Fyrstu tvo dagana var bölvuð bræla […]
Valinn besti golfvöllur Íslands

Golfvöllur Vestmannaeyja var á dögunum valinn besti golfvöllur Íslands af World Golf Awards sambandinu. “Viðurkenning þessi er mikill heiður fyrir okkur og alla þá vinnu sem farið hefur í að gera völlinn að þeim sem hann er í dag. Við lítum björtum augum til framtíðar og hlökkum til þeirra áskorana sem bíða á næstu árum. […]
Sumarlokun leikskóla og lengd opnun á gæsluvelli

Sumarlokun leikskólanna og sumarleyfi var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið. Lagt var til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2023 verði 14. júlí 2023 til og með 14. ágúst 2023. Leikskólar opna aftur eftir sumarlokun kl 10:00 þann 15. ágúst 2023. Ráðið samþykkti umrædda tillögu og leggur áherslu á að leikskólarnir tilkynni foreldrum/forráðamönnum […]
Líknarkaffið – Kræsingar sendar á vinnustaði

„Þetta er í þriðja skiptið sem við höfum þennan háttinn á, erum ekki með okkar vinsæla Líknarkaffi og basar í Höllinni heldur sendum veitingar á vinnustaði. Fyrst var það kófið með sínum samkomutakmörkunum sem stoppaði sjálft Líknarkaffið en nú er eins og við séum ekki alveg komnar í gang eftir þau ósköp,“ segir Júlía Elsa […]
Samið um fjarheilbrigðisþjónustukerfi og samtengdan búnað

Þann 22. nóvember 2022 var undirritaður samningur við Öryggsmiðstöð Íslands um kaup á mælitækjum og leigu á hugbúnaði fyrir fjarheilbrigðisþjónustu. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu HSU Hugbúnaðurinn sem um ræðir kemur frá norsku heilbrigðistæknifyrirtæki og í honum er svokölluð stafræn heilsugátt sem sendir öll gögn í ský og gerir heilbrigðisstarfsfólki HSU kleift […]
Auka stöðuhlutall sérkennslu í leikskólum

Gæðastarf og viðmið í leikskólum var til umræðu á fundi fræðsluráðs í liðinni viku. Fræðslufulltrúi fór yfir minnisblað sem skýrir frekar tillögu starfshóps um gæðastarf og viðmið í leikskólum. Lagt er til að sérkennslustjórar starfi við leikskólana í 80% stöðuhlutfalli í stað sérkennara í 50% stöðuhlutfalli. Aukinn kostnaður við þessa breytingu, skv. því sem fram […]