„Þetta er í þriðja skiptið sem við höfum þennan háttinn á, erum ekki með okkar vinsæla
Líknarkaffi og basar í Höllinni heldur sendum veitingar á vinnustaði. Fyrst var það kófið
með sínum samkomutakmörkunum sem stoppaði sjálft Líknarkaffið en nú er eins og
við séum ekki alveg komnar í gang eftir þau ósköp,“ segir Júlía Elsa Friðriksdóttir,
gjaldkeri Kvenfélagsins Líknar. Hún hefur einnig yfirumsjón með Líknarkaffinu sem á
sér áratugahefð og er ein af helsta fjáröflun félagsins sem stendur undir nafni sem
líknarfélag.
Allir íbúar Vestmannaeyja þekktu Fyrsta des kaffið, mikla veislu sem boðið var til fyrsta
desember ár hvert. Með breyttum háttum er það nú haldið fimmtudaginn sem næstur
er fyrsta desember, sem reyndar er á fimmtudegi í ár en þannig varð Líknarkaffið til.
„Meðan allt var eðlilegt sendum við út 600 skammta til fyrirtækja og 600 mættu í sjálft
kaffið og á basarinn okkar í Höllinni. Samtals um 1200 skammtar sem er sami fjöldi og
við erum að senda til fyrirtækja í dag. Til að koma til móts við einstaklinga sem hafa
mætt í kaffið til okkar verðum við með kaffi og basar í félagsheimilinu okkar að Faxastíg
á föstudaginn annan desember.“
Júlía Elsa segir að Líkn eins og fleiri félög standi frammi fyrir því að erfiðara er að fá
sjálfboðaliða til starfa. „Staðreyndin er að við erum að eldast og það vantar yngri konur
inn í félagið. Það er mikil vinna að bjóða bæjarbúum í kaffi og bæði er þetta mannfrek
vinna og eins eru konurnar langt fram á kvöld að laga til og ganga frá á eftir. Með þessu
fyrirkomulagi þurfum við ekki eins margar konur til starfa og erum við búnar um
hádegi sem munar miklu.“
400 kökur og 10 kleinur
Það verður þó ekki slegið af í bakstrinum, í allt eru yfir 30 konur að baka út um allan bæ
og tertur af öllum gerðum og kleinurnar víðfrægu. „Margar konur leggja mikla vinnu á
sig fyrir félagið. Þetta verða hátt í 400 kökur og yfir 1000 kleinur. Mikil vinna en við fáum
hjálp, m.a. frá starfsfólki Íslandsbanka og er þetta hluti af samfélagsverkefni þeirra.
Einnig hefur Karl Kristmanns heildsala verið óþrjótandi að hjálpa okkur með ýmsa hluti,
t.d að geyma allar kökurnar fyrir okkur og skutla svo öllu fram og til baka. Það má vera
að við reynum að hafa þetta með gamla laginu á næsta ári en þá verðum við að fá fleiri
konur inn í félagið. Vil ég benda okkar ungu og öflugu konunum á að starfið í Líkn er
bæði skemmtilegt og gefandi.“
Líknarkaffið er helsta fjáröflun félagsins sem á þessu ári hefur gefið um eina milljón til
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum. „Kvenfélagið Líkn var stofnað til að
líkna og það gerum við ennþá. Við höfum komið að mörgum góðum málum og meðal
annars styrkt kaup á tækjum til Sjúkrahússins og fleiri stofnana. Erum hvergi nærri
hættar og ég veit að kræsingarnar standast væntingar eins og alltaf,“ sagði Júlía Elsa að
endingu.
Líkn var stofnað 1909
Þann 14. febrúar árið 1909 boðaði Halldór Gunnlaugsson héraðslæknir til fundar í
Góðtemplarahúsinu í Vestmannaeyjum á þessum fundi var kvenfélagið Líkn stofnað.
Stofnendur voru 25 konur í Vestmannaeyjum í dag eru 110 konur í félaginu. Þegar rýnt
er í bækur og blöð sem segja sögu þessa félags, hafa margir kvennskörungarnir tekið
þátt í starfinu og mörgu komið í verk.
Þegar félagið var stofnað var lífið annað og erfiðara. Upphafleg stefnumál þess voru að
líkna og hlynna að bágstöddum sjúklingum, markmiðin hafa ekki mikið breyst en
þróast. Starfsemin hefur farið um víðan völl í gegnum árin þó megin stefnumál
félagsins sé alltaf að láta gott af sér leiða til stofnanna sem þurfa á að halda og þeirra
sem eiga um sárt að binda. Líknarkonur hafa einnig verið virkar í menningarlífinu,
héldu í mörg ár leiksýningar, tóku þátt í þjóðhátíð Vestmannaeyja og stóðu fyrir
karnivali og fleira.
Myndin – Líknarkonur tilbúnar að taka á móti fólki á 1. des kaffi fyrr á árum.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst