Erna Kristín framlengir

Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um eitt ár og kemur til með að leika með ÍBV í Bestu deildinni árið 2023. Kristínu þarf vart að kynna fyrir Vestmannaeyingum en hún hefur leikið 297 KSÍ leiki á ferlinum og langflesta þeirra fyrir ÍBV. Hefur skorað í þeim 149 mörk og skoraði […]
Sighvatur snýr aftur í Eyjaflotann

Þau voru ekki beint hefðbundin morgunverkin hjá starfsmönnum Hafnareyrar þennan morguninn þeir unnu að því að festa skilti á skip sem lengi hefur borið nafnið Kap. KAP VE-4 skiptir nú um nafn og númer og verður hér eftir Sighvatur Bjarnason VE-81. Þar er um að ræða kunnuglegt nafn og númer úr flota og sögu Vinnslustöðvarinnar. […]
Áslaug Arna – Störf í nýju ráðuneyti óháð staðsetningu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tyllti niður tá með skrifstofu sína í Vestmannaeyjum í lok síðasta mánaðar. Kom hún sér fyrir í Þekkingarsetri Vestmannaeyja þar sem hún tók á móti gestum., auk þess sem hún heimsótti fyrirtæki. Áslaug Arna hefur sett upp skrifstofu víða á landsbyggðinni og vill með því stytta boðleiðir um […]
Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2022. Úthlutað verður kr. 1.600.000 í styrki þetta árið. Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands. Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember næstkomandi […]
Sito kveður ÍBV

Spænski sóknarmaðurinn Sito leikur ekki með karlaliði ÍBV í knattspyrnu á komandi tímabili. Hann gekk fyrst í raðir ÍBV tímabilið 2015 en skipti svo yfir til Fylkis sumarið eftir. Sito lék svo með Grindavík sumarið 2018 en skipti svo aftur til ÍBV fyrir tímabilið 2020 og hafði leikið með Eyjamönnum undanfarin þrjú tímabil. Alls á […]
Bólusetningar í Eyjum

Inflúensubólusetningar barna 6 mánaða til 2ja og hálfs árs. Sóttvarnarlæknir hefur útvíkkað forgangshópa sem fá inflúensubóluefni sér að kostnaðarlausu til barna á aldrinum 6 mánaða til 2,5 árs. Bólusetningar fyrir börn verða í boði fimmtudaginn 24. nóvember – bókað i síma 432-2500. Í heimsóknum í ung- og smábarnavernd á tímabilinu 1. nóvember 2022 til 31. […]
Vöruflutningar í gámum hafa aukist um 75%

Stórskipakantur, athuganir og rannsóknir voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku. Hafnarstjóri fór yfir greiningu á starfsemi og þróun hafnarinnar sem Efla vann fyrir Vestmannaeyjahöfn. Niðurstöður sýna að flutningur utan gáma hefur dregist saman um 7% frá árinu 2010 en vöruflutningar í gámum hafa aukist um 75% á sama tíma. Einnig […]
Ráðningarferlið virðist fyrst og fremst hafa verið í höndum starfsmanns Vestmannaeyjabæjar

Verkferlar við ráðningu hafnarstjóra voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið en rætt var um dóm héraðsdóms suðurlands vegna ráðningar hafnarstjóra. Fulltrúar D lista lögðu fram bókun um málið. “Fulltrúar vilja í kjölfar dóms nr. E-520/2021 frá 25. október sl. benda á nauðsyn þess að ráðið þekki valdsvið sitt en […]
Áfram siglt á Þorlákshöfn

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar amk fyrri ferð mánudagsins 14.nóvember. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Þeir farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum í Landeyjahöfn hafa verið færðir sjálfkrafa á milli hafna, aðrir þurfa að hafa samband við afgreiðslu okkar til þess að færa bókun sína. Þeir […]
Már hefur farið 4000 ferðir á Heimaklett

Þau er þó nokkur hér í bæ sem gera sér reglega ferð upp á Heimaklett. Það viðraði vel til slíkra ferða í dag og brá Már Jónsson kennari undir sig betri fætinum og skellti sér á klettinn eins og menn segja. Það sem gerði ferð Más á þessum fallega laugardegi sérstaka var sú merkilega staðreynd […]