Erna Kristín framlengir

Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um eitt ár og kemur til með að leika með ÍBV í Bestu deildinni árið 2023.  Kristínu þarf vart að kynna fyrir Vestmannaeyingum en hún hefur leikið 297 KSÍ leiki á ferlinum og langflesta þeirra fyrir ÍBV. Hefur skorað í þeim 149 mörk og skoraði […]

Sighvatur snýr aftur í Eyjaflotann

Þau voru ekki beint hefðbundin morgunverkin hjá starfsmönnum Hafnareyrar þennan morguninn þeir unnu að því að festa skilti á skip sem lengi hefur borið nafnið Kap. KAP VE-4 skiptir nú um nafn og númer og verður hér eftir Sighvatur Bjarnason VE-81. Þar er um að ræða kunnuglegt nafn og númer úr flota og sögu Vinnslustöðvarinnar. […]

Áslaug Arna – Störf í nýju ráðuneyti óháð staðsetningu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tyllti niður tá með skrifstofu sína í Vestmannaeyjum í lok síðasta mánaðar. Kom hún sér fyrir í Þekkingarsetri Vestmannaeyja þar sem hún tók á móti gestum., auk þess sem hún heimsótti fyrirtæki. Áslaug Arna hefur sett upp skrifstofu víða á landsbyggðinni og vill með því stytta boðleiðir um […]

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2022.  Úthlutað verður  kr. 1.600.000 í styrki þetta árið. Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands. Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember næstkomandi […]

Sito kveður ÍBV

Spænski sókn­ar­maður­inn Sito leik­ur ekki með karlaliði ÍBV í knatt­spyrnu á kom­andi tíma­bili. Hann gekk fyrst í raðir ÍBV tíma­bilið 2015 en skipti svo yfir til Fylk­is sum­arið eft­ir. Sito lék svo með Grinda­vík sum­arið 2018 en skipti svo aft­ur til ÍBV fyr­ir tíma­bilið 2020 og hafði leikið með Eyja­mönn­um und­an­far­in þrjú tíma­bil. Alls á […]

Bólusetningar í Eyjum

20200522 153258

Inflúensubólusetningar barna 6 mánaða til 2ja og hálfs árs. Sóttvarnarlæknir hefur útvíkkað forgangshópa sem fá inflúensubóluefni sér að kostnaðarlausu til barna á aldrinum 6 mánaða til 2,5 árs. Bólusetningar fyrir börn verða í boði fimmtudaginn 24. nóvember – bókað i síma 432-2500. Í heimsóknum í ung- og smábarnavernd á tímabilinu 1. nóvember 2022 til 31. […]

Vöruflutningar í gámum hafa aukist um 75%

Stórskipakantur, athuganir og rannsóknir voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku. Hafnarstjóri fór yfir greiningu á starfsemi og þróun hafnarinnar sem Efla vann fyrir Vestmannaeyjahöfn. Niðurstöður sýna að flutningur utan gáma hefur dregist saman um 7% frá árinu 2010 en vöruflutningar í gámum hafa aukist um 75% á sama tíma. Einnig […]

Ráðningarferlið virðist fyrst og fremst hafa verið í höndum starfsmanns Vestmannaeyjabæjar

Verkferlar við ráðningu hafnarstjóra voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið en rætt var um dóm héraðsdóms suðurlands vegna ráðningar hafnarstjóra. Fulltrúar D lista lögðu fram bókun um málið. “Fulltrúar vilja í kjölfar dóms nr. E-520/2021 frá 25. október sl. benda á nauðsyn þess að ráðið þekki valdsvið sitt en […]

Áfram siglt á Þorlákshöfn

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar amk fyrri ferð mánudagsins 14.nóvember. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Þeir farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum í Landeyjahöfn hafa verið færðir sjálfkrafa á milli hafna, aðrir þurfa að hafa samband við afgreiðslu okkar til þess að færa bókun sína. Þeir […]

Már hefur farið 4000 ferðir á Heimaklett

Þau er þó nokkur hér í bæ sem gera sér reglega ferð upp á Heimaklett. Það viðraði vel til slíkra ferða í dag og brá Már Jónsson kennari undir sig betri fætinum og skellti sér á klettinn eins og menn segja. Það sem gerði ferð Más á þessum fallega laugardegi sérstaka var sú merkilega staðreynd […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.