Guðrún Erlings á Sjávarútvegssýningunni

„Ég höf störf hjá STF, sem er samband tíu stéttarfélaga stjórnenda í byrjun júní. Verkstjóra- stjórnendafélag Vestmannaeyja er eitt þeirra. Jóhann Baldursson sem er Eyjamönnum kunnur er forseti og framkvæmdastjóri STF,“ sagði Eyjakonan Guðrún Erlingsdóttir þegar Eyjafréttir heilsuðu upp á hana á Sjávarútvegssýningunni. „Sem mennta- og kynningarfulltrúi fékk ég það verkefni að hanna og koma […]
Er ekki bara best að smíða nýja ferju?

Nú er hann Herjólfur okkar farinn slipp og sá gamli að leysa af. Maður hefur heyrt af allskonar vandamálum sem hefur herjað á áhöfnina og starfsfólk sem hefur nú náð að redda málunum eins vel og unnt er. Við erum samt að stíga mörg skref aftur á bak og nú þarf að fara að hugsa […]
Herjólfur III bilaður

„Vélabilun á sér stað um borð í Herjólfi III og er hann enn við bryggju í Vestmannaeyjum. Verið er að vinna að viðgerðum sem stendur.Að því sögðu er ljóst að það verður seinkun á ferð kl. 09:00 frá Landeyjahöfn. Við sendum skilaboð á farþega þegar áætlaður brottfaratími liggur fyrir,“ segir í tilkynningu til farþega í […]
Lífið og kyrrðarbæn

Í nokkur ár hef ég stundað kyrrðarbæn reglulega í einrúmi og með öðrum. Nánast hvern morgun byrja ég í kyrrð, sem er frábært á svo margan hátt, að leyfa Heilögum anda að koma og snerta og minna á ýmis atriði. Löng hefð er fyrir kyrrðarbæn meðal kristnna manna og undanfarin ár hefur rykið verið þurrkað […]
Breki VE tekur þátt í stofnmælingu botnfiska að haustlagi

Stofnmæling botnfiska að haustlagi (SMH) hófst 1. október síðastliðinn og stendur yfir næstu vikurnar. Auk rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar HF-200 taka tveir togarar þátt í verkefninu; Breki VE-61 og Múlaberg SI-22. Togað verður á rúmlega 370 stöðvum umhverfis landið og rs. Árni Friðriksson hefur einnig varið tveimur sólarhringum á Dohrnbanka til þorskmerkinga. Verkefnið sem er einnig […]
Skannað og skundað í Krónunni í Eyjum

„Ég er virkilega ánægður að geta nú boðið viðskiptavinum Sannað og skundað-þjónustuna hér í Eyjum,“ segir Ólafur Björgvin Jóhannesson, verslunarstjóri Krónunnar. Frá og með 13. október verður í boði að greiða með appinu í versluninni. „Varan beint ofan í pokann og út. Hér verður starfsmaður hjá okkur sem býður viðskiptavinum okkar að prófa og […]
Aðventan hafin hjá Ingigerði jólasíldardrottningu

Síldaraðventan er hafin í Vinnslustöðinni. Niðurtalning til jóla hefst hjá venjulegu fólki fjórum vikum áður en klukkur hringja inn hátíðina. Aðventan gengur hins vegar í garð strax í október hjá Ingigerði Helgadóttur flokksstjóra í uppsjávarvinnslunni. Þá hefst nefnilega framleiðsluferli hinnar ómissandi jólasíldar VSV með tilheyrandi gleði hjá þeim sem skipa síldarhópinn í fyrirtækinu og spenningi […]
Undirbúa aðgerðir gegn útgerðarmönnum

Fundur formanna aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands sem haldinn var í Vestmannaeyjum um helgina ítrekaði kröfugerð sína á hendur útgerðarmönnum í yfirstandandi kjaraviðræðum. Í ályktun segir: „Krafa aðildarfélaganna er skýr um að sjómenn fái inn í kjarasamning sinn ákvæði um að útgerðin greiði 3,5% viðbótarframlag í lífeyrissjóði sjómanna með sama hætti og launafólk á almenna vinnumarkaðnum hefur […]
Þing ASÍ – Styðja Ólöfu Helgu og Trausta

Kolbeinn Agnarsson, formaður Jötuns sjómannafélags í Vestmannaeyjum var í þingi ASÍ þegar rætt var við hann í kvöld. „Þetta er allt mjög undarlegt en í mínum huga er spurningin: -Hvaða hag hafa sjómenn af því eða vera í samtökum sem snúast um eitthvað allt annað en hagsmuni okkar,“ sagði Kolbeinn. „Við sjáum til hvernig þetta […]
Farfuglaheimili á efri hæðir Bárustígs 15

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa fór fram í vikunni sem leið þar lá fyrir umsókn um byggingarleyfi við Bárustíg 15. Guðjón Pétur Lýðsson fh. Lundapysja ehf. sækir um leyfi fyrir að breyta notkun á 2. og 3. hæð Bárustíg 15 úr skrifstofurými í farfuglaheimili (hostel). Fram kemur í niðustöðu ráðsins að umsóknin er samþykkt og að byggingarfulltrúi muni […]