Skannað og skundað í Krónunni í Eyjum
12. október, 2022

„Ég er virkilega ánægður að geta nú boðið viðskiptavinum Sannað og skundað-þjónustuna hér í Eyjum,“ segir Ólafur Björgvin Jóhannesson, verslunarstjóri Krónunnar. Frá og með 13. október verður í boði að greiða með appinu í versluninni.

 

„Varan beint ofan í pokann og út. Hér verður starfsmaður hjá okkur sem býður viðskiptavinum okkar að prófa og kennir þeim að nota appið. Sjálfur er ég með sex mánaða son og hef ekki mikla trú á að hann alist upp við beltakassa í verslunum í framtíðinni,“ segir Ólafur Björgvin sem hefur verið verslunarstjóri í Krónunni í Eyjum síðustu tvö ár.

 

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir þau hjá Krónunni stolt af því að vera fyrst til að kynna þessa verslunarleið hér á landi. „Það er alveg ný upplifun að skanna vörurnar beint í pokann. Þetta er einföld og skemmtileg leið til að versla,“ segir hún.

 

„Viðskiptavinir okkar spara bæði tíma sinn og fyrirhöfn með appinu. Það er sérlega hentugt þegar skjótast þarf í búðina en við sjáum einnig að þeir sem hafa prófað kjósa þessa leið í ríkari mæli, líka fyrir stóru innkaupin.“ Krónan stefni á að þróa þjónustuna ennfrekar. „Við erum alltaf að leita leiða til að bæta lífsgæði fólks, bæði við innkaupin og í vöruúrvali.“

 

Ólafur Björgvin segir að hann stefni á að fá fólk til að prófa. „Já, því appið er gargandi snilld sem leitt er að fara á mis við,“ segir Ólafur Björgvin sem er fæddur og uppalinn Eyjamaður og fékk vinnu uppi á landi í starfsþjálfun þegar hann sótti fyrst um verslunarstjórastöðuna hjá Krónunni.

 

„Ég átti að vera stutt í bænum að læra en sumir eru lengur að læra en aðrir,“ segir hann og hlær enda tvö ár liðin. „Nei, ég átti þar gott líf, kynntist konunni minni sem einnig er af landsbyggðinni eins og ég, en hún er af Króknum. Hún flutti með mér þegar ég svo tók við starfinu sem ég sótti upphaflega um.“

 

Hægt er að Skanna og skunda með appinu Krónan – Snjallverslun. Viðskiptavinir geta þar skannað vörur beint ofan í pokann um leið og þeir ganga um verslunina, greiða og ganga út. „Það er einfaldlega frábært að þurfa ekki að bíða í röð,“ segir Ólafur Björgvin.

 

Hvernig nota ég Skannað og skundað?

Pssst..hér er stutt skýringarmyndband fyrir Skannað og skundað, sem er ný lausn í Snjallverslunar appinu okkar. Verslaðu vörur með því að skanna þær úr hillu og setja beint í körfuna þína, jú eða bara beint í pokann.

www.youtube.com

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst