ÍBV enn á botninum eftir tap á Akureyri

Enn situr ÍBV sem fastast á botni Bestu deildar karla eftir 4:3 tap á móti KA á Akureyri. Eyjamenn áttu fyrsta markið sem José Sito skoraði á sjöttu mínútu. Þá skoruðu Norðanmenn tvö mörk og komust yfir en á 21. mínútu var Sito aftur á ferðinni og jafnaði 2:2 úr víti. Það var svo í […]

Ísleifur landaði og Huginn á landleið

Íslenski makrílflotinn er  að veiðum í Smugunni, mjög djúpt undan Austurlandi. Nú eru fimm Eyjakip á miðunum, Heimaey VE, Sigurður VE og Álsey VE sem eru í eigu Ísfélagsins. Skip Vinnslustöðvarinnar, Gullberg VE og Kap VE eru á miðunum en Huginn VE er á landleið með 1000 tonn og Ísleifur VE er á leið á […]

KFS spilar í dag

Leik KFS og Vængja Júpíters hefur verið flýtt og mun leikurinn fara fram í dag kl. 18 við Egilshöll. Áður hafði leikurinn verið tímasettur á morgun, sunnudag. Liðin leika í 3. deildinni og er KFS í 8. sæti en Vængir Júpíters í því 10. Má því búast við fjörugum leik. (meira…)

Ísleifur með 700 tonn af makríl

Klukkan fimm í dag er Ísleifur VE væntanlegur með 700 tonn af makríl sem fékkst í Smugunni austur af landinu. Áður höfðu Ísleifur og Huginn VE, sem báðir eru í eigu Vinnslustöðvarinnar leitað að makríl á svæðinu við Eyjar en lítið fundið. Þetta er því fyrsti alvöru makrílfarmurinn sem berst til Eyja á þessari vertíð. […]

Andlát: Elín Guðlaugsdóttir

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa langamma. Elín Guðlaugsdóttir, sjúkraliði, áður til heimlis að Bessastíg 10, Vestmannaeyjum. Lést á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum þann 5.júlí sl.   Guðlaugur Jóhannsson – Margrét Jenný Gunnarsdóttir Ragna Jóhannsdóttir – Jorn Boklund Guðný Kristný Jóhannsdóttir Jóhann Ellert Jóhannsson – Solveig Krusholm Barnabörn og barnabarnabörn (meira…)

Höfum aldrei átt eins sterkt landslið!

Nú eru einungis tveir dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Englandi. Leikurinn fer fram á sunnudag og hefst kl. 16, og er í beinni útsendingu á RÚV. Einn helsti sparkspekingur Íslands, Hafliði Breiðfjörð sem á og rekur vefmiðilinn Fótbolta.net, er að sjálfsögðu mættur til Englands til að fylgja stelpunum okkar í landsliðinu. Hann […]

Hátækni hljóðnemi fannst í Kaplagjótu

Fyrir þremur árum týndist hátækni hljóðnemi við Hellisey sem tekur upp hljóð í hafi. Var þetta nokkur skaði því nýr kostar hljóðnemi um tvær milljónir með öllum búnaði. Stundum gerist það óvænta og það á við um hljóðnemann sem nánast upp á dag, þremur árum seinna, fannst í Kaplagjótu þar sem sjálfboðaliðar unnu að hreinsun […]

Símamótið – Tólf lið og 80 stelpur frá ÍBV

Um 80 stelpur frá Eyjum eru mættar á Símamótið sem var sett á Kópavogsvelli í kvöld. ÍBV sendir 12 lið til leiks að þessu sinni. Mótið er fyrir 5. til 8. flokk kvenna. Metþátttaka er á mótinu eða um 3000 stelpur. Leikið er svipað fyrirkomulag og venjulega þar sem raðað er í riðla eftir styrkleika. […]

Bólusetning vegna Covid

Næsta bólusetning við Covid 19 verður miðvikudaginn 13. júlí á heilsugæslunni og er fólk beðið um að skrá sig í síma: 432-2500. Enn er covid í gangi í samfélaginu og viljum við hvetja fólk 80 ára og eldra og fólk með undirliggjandi sjúkdóma til að mæta í örvunarbólusetningu, það er 4 bólusetningu. Einnig hvetjum við […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.