Myndir, músík og mósaík – Listahátíð á 180 mínútum

Laugardaginn annan júlí á Goslokahátíð frá klukkan 14:00 til 17:00 verða listahjónin Arnór Hermannsson og Helga Jónsdóttir með listahátíð Í garðinum heima í Hjarðarholti að Vestmannabraut 69. Þau sýna myndlistarverk og með þeim eru Bergljót Blöndal og Sigrún Þorsteinsdóttir. Verða þau með sýningu á verkum sínum í tjaldinu. En tónlistarmennirnir Helgi Hermannsson og Magnús R […]
Dagskrá dagsins – Barnaskemmtun í boði Ísfélagsins

Eftir glæsilega byrjun í gær heldur dagskrá Goslokahátíð og eru ekki færri en 20 viðburðir í boði í dag. Eitthvað er í boði fyrir alla og fyrir unga fólkið má benda á að klukkan 15:30 er barnaskemmtun á Stakkagerðistúni í boði Ísfélags Vestmannaeyja. Gunni og Felix, Sumarsirkus Húlladúllunnar, Latibær og BMX brós. Föstudagur 1. […]
Tabúin hennar Aldísar í tónlistarskólanum

Eyjakonan Aldís Gló Gunnarsdóttir mætir á Goslok með sýningu sína, Tabú sem verður í Tónlistarskólanum og er aldurstakmarkið átján ár. Það var fyrr á þessu ári sem Aldís var með sýningu með þessu nafni sem vakti mikla athygli. Viðfangsefnið konan á sínum á sínum viðkvæmustu stundum. Ögrandi verk, erótísk og sum gott betur en Aldís […]
Ómar Smári – Fjölbreytt og athyglisverð sýning

Margt er í boði á listasviðinu á Goslokahátíð í ár eins og undanfarnar hátíðir. Ein af þeim athyglisverðari er sýning Ómars Smára Vídó að Strandvegi 69, höfuðstöðvum GELP Diving. Er gengið inn frá Strandvegi. „Á sýningunni sýni ég allskyns verk sem ég hef verið að gera,“ segir Ómar Smári sem á að baki ótrúlegan og […]
Gullberg blessað og klárt í makrílinn

Fjölmenni var við Vestmannaeyjahöfn þegar Vinnslustöðin tók formlega við áður norskskráða skipinu Gardar og gaf því nafnið Gullberg VE-292 við einfalda en afar táknræna athöfn. Eirik Birkeland, fráfarandi stýrimaður á Gardar, tók niður norska fánann á skipinu en Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Gullbergi, dró þann íslenska að húni. Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, ávarpaði […]
Áfram hjá ÍBV

Þrátt fyrir mikil læti er á fullu verið að undirbúa næstu leiktíð hjá handboltadeild ÍBV. Hér eru fjórir leikmenn sem hafa endurnýjað samning sinn við ÍBV á síðustu dögum. Amelía Dís og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér samning sem nær til næstu tveggja tímabila. Amelía Dís er ungur og efnilegur vinstri hornamaður sem hefur leikið […]
Viðar Breiðfjörð á vængjum morgunroðans

„Í tilefni 60 ára afmælis míns vil ég tileinka þessa sýningu kvenfólki því þær eru menn en menn eru ekki konur. Sýningin er í Akóges og opnar í kvöld, fimmtudagskvöld kl 19.30 og verður lifandi tónlist,“ segir Viðar Breiðfjörð um sýningu sína sem hann opnar í kvöld og kallar Vængir morgunroðans. Viðar var Bæjarlistamaður Vestmannaeyja […]
Bjartey – Litróf lífs og náttúru

Bjartey Gylfadóttir opnar myndlistasýninguna Litróf lífs og náttúru á fimmtudagskvöldið 30. júní klukkan 20:00 í Safnaðarheimili Landakirkju. Sýningin byggir að mestu leyti á verkum sem unnin voru á árunum 2020-2022 og telur um 60 verk. Helsta viðfangsefni sýningarinnar er landslag Eyjanna, andlitsmyndir og nokkrar dýramyndir. Þetta er sjötta einkasýning Bjarteyjar, en einnig hefur hún tekið […]
Framtíð boltans í hættu

Mikil ólga hefur verið í kringum handboltadeild ÍBV síðustu daga og á þessari stundu er alls óvíst hvernig þessi hraða og harkalega atburðarás muni enda. Grétar Þór fráfarandi formaður handknattleiksdeildar var í samtali hjá handbolti.is „Annarsvegar er að handboltinn leggist af í Vestmannaeyjum og hin sé að handboltinn kljúfi sig út úr ÍBV og stofni […]
Þurfum sátt sem byggir á réttlæti

Yfirlýsing frá fyrrum handknattleiksráði ÍBV Íþróttafélags. Aðalstjórn ÍBV ÍÞróttafélags sendi frá sér yfirlýsingu um að ósætti ríki hjá handknattleiksráði félagsins um tiltekin mál sem hafa verið til skoðunar til fjölda ára. Hið rétta er að aðalstjórn tók þessa ákvörðun 15. mars sl. á grundvelli greinargerðar framkvæmdastjóra sem hefur verið hrakin að öllu leyti og stóðst […]