Skutu skjólshúsi yfir lánlausa KR-inga

Sverrir Páll var á skotskónum í kvöld.

Þjóðhátíðarhelgin í Vestmannaeyjum fór af stað með krefjandi veðurskilyrðum á föstudag. Á laugardag mættust ÍBV og KR í meistaraflokki karla í knattspyrnu á heimavelli ÍBV þar sem heimamenn fóru með góðan sigur af hólmi. Fagnaðarlætin urðu þó ekki löng hjá fyrirliða ÍBV sem tók að sér nýtt hlutverk þegar óvæntar aðstæður sköpuðust eftir leik. Sjá […]

Myndasyrpa frá laugardegi

Það var allt annað yfirbragð yfir stemningunni í Herjólfsdal í nótt miðað við nóttina þar áður. Enda komið mun betra veður og allflestir í góðum gír. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta fór um hátíðarsvæðið með myndavélina á lofti. (meira…)

Höfðu í ýmis horn að líta í nótt

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmis horn að líta sl. nótt en flest málin tengdust aðstoð við gesti vegna ölvunar og þurftu tveir að gista fangageymslur vegna þess. Þetta kemur fram í stöðu-uppfærslu lögregluembættisins á facebook. Þar segir enn fremur að tvö minni háttar fíkniefnamál hafi komið upp en um að ræða neysluskammta. Þá voru […]

Heimafólk sló velferðarskjaldborg um gesti Þjóðhátíðar

Þjóðhátíðargestir skemmtu sér konunglega í gærkvöldi í Herjólfsdal. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að tónleikadagskráin á stóra sviðinu hafi verið sannkölluð flugeldasýning sem hófst með VÆB-bræðrum. Þá steig Stuðlabandið á svið með söngvurunum Röggu Gísla, Selmu Björns og Friðriki Ómar. Hápunktur kvöldsins á stóra sviðinu var þegar Herra Hnetusmjör steig á svið. Í framhaldi af […]

Herjólfur siglir í Landeyjahöfn samkvæmt áætlun

Ölduhæðin í Landeyjahöfn er vel undir spá, stefnir Herjólfur því að sigla til Landeyjahafnar í dag samkvæmt áætlun, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ferjan hóf að sigla þangað klkkan 5.30 í morgun og siglir svo frá Eyjum kl. 10:00, 12:00, 14:00, 16:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 09:00, 11:00, 13:00, 15:00, 17:00. Þá segir í […]

Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal Þjóðhátíðarnefnd og viðbragðsaðilar hafa unnið hörðum höndum í alla nótt og allan dag við að koma Herjólfsdal í samt horf eftir áskoranir næturinnar. Nýtt tjald hefur verið reist fyrir það sem þurfti að taka niður í gær og annað í dalnum er tilbúið fyrir dagskrá kvöldsins. Gert er ráð […]

Eyjamenn sigruðu Þjóðhátíðarleikinn

Karlalið ÍBV vann stórkostlegan 2-1 sigur á KR í 17. umferð Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í dag. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörlegur en Eyjamenn fengu víti strax á 11. mínútu leiksins. Oliver Heiðarsson átti þá sendingu í gegn á Sverri Pál Hjaltested sem var tekinn niður inn í teig KR-inga. Vicente Valor steig á […]

Síðasta ferð dagsins fellur niður

Ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni, því falla niður ferðir kl. 17:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 18:00 frá Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína eða fá endurgreitt, segir í tilkynningu frá skipafélaginu. „Hvað varðar siglingar fyrir sunnudaginn 3.ágúst þá […]

Ábending frá Herjólfi

Aðstæður fara versnandi í Landeyjahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að Herjólfur stefni á að sigla næstu ferð frá Vestmanneyjum kl. 15:00 og frá Landeyjahöfn kl. 16:00. „Hvetjum við þá farþega sem ætla sér að ferðast í dag að gera það fyrr en seinna vilji þeir komast leiða sinna. […]

Patrick jafnaði markamet Tryggva í efstu deild

Danski framherjinn Patrick Pedersen jafnaði met Tryggva Guðmundssonar í efstu deild karla í fótbolta þegar Valur vann FH 3:1 í Bestu deild karla í fótbolta. Hafa Patrick og Tryggvi skorað 131 mark. Þess ber að geta að Tryggvi spilaði erlendis frá því hann var 23 til 30 ára og hann er kantmaður en Patrick er […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.