„Við verðum væntanlega komnir á miðin suður af Færeyjum seint í nótt og byrjum að nudda í morgunsárið. Himnaríkisblíða var í fyrstu tveimur ferðunum en einhver breyting verður á því núna,“ sagði Magnús Jónasson skipstjóri, Maggi á Ísleifi VE, seint í gærkvöldi. Skipið var þá komið langleiðina á kolmunnamiðin við Færeyjar í þriðja túrnum á vertíðinni.
Ísleifur kom með fullfermi heim úr fyrri veiðiferðum. Maggi var skipstjóri í þeirri fyrstu og er það í líka nú í þeirri þriðju en Jón Atli Gunnarsson var skipstjóri í ferð númer tvö. Sá síðarnefndi er annars skipstjóri á Kap VE.
Kap er í slipp á Akureyri og er þessa stundina bundinn skrúfulaus við bryggju. Þess vegna koma bæði áhafnir Ísleifs og Kap við sögu veiðanna á Ísleifi til að allir njóti góðs af kolmunnaveiðunum.
„Það er auðvitað áhættubissness að blanda saman strákunum af Ísleifi og Kap og við þurfum að hafa þá í hólfum til öryggis … nei, nei. Ég er bara að skálda!” sagði Maggi og hló dátt.
„Þetta gengur fínt, í miklu bróðerni. Milli áhafnanna er bara passlegur rígur. Ég held að mannskapnum finnist svona samsett áhöfn einfaldlega góð tilbreyting, gaman að kynnast innbyrðis og vinna saman.
Við vorum allir COVID-prófaðir fyrir brottför frá Eyjum og fylgjum öllum sóttvarnareglum af skynsemi hér eftir sem hingað til. Við höfum blessunarlega verið lausir við veiruna, sjö-níu-þrettán-bank í tré.
Svo förum við að nudda þegar komið er á miðin.
Þegar þessum túr lýkur verður stopp hjá Ísleifi og skipið fer í upptekt á vélinni. Kap tekur þá við keflinu en svo er að sjá hvað fiskeríið heldur.“




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.