Nýi BMW X3 Plug-in Hybrid er bíll sem sameinar fjölhæfni, þægindi og einstaka aksturseiginleika. Þökk sé tengiltvinnhreyflinum getur þú ekið um á rafmagni í styttri ferðum og notið kraftsins þegar lengri leiðir kalla. Nýjustu tengimöguleikar og háþróuð akstursaðstoðarkerfi lyfta öryggi, virkni og afþreyingu í akstri upp á nýtt stig. „BMW X3 Plug-in Hybrid hentar einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður – hvort sem um er að ræða daglegar styttri ferðir í bænum eða lengri helgarævintýri,“ segir Ómar Magnússon, sölumaður BMW á Íslandi. „Í Vestmannaeyjum eða á höfuðborgarsvæðinu geturðu ekið um á rafmagni megnið af tímanum og notið þess að aka vistvænt og sparneytið, enda er drægnin allt að 90 km á rafmagni.“
Framúrskarandi hönnun og lúxus
BMW X3 Plug-in Hybrid sker sig úr með fáguðu útliti og vönduðum smáatriðum. Nýja BMW Iconic Glow grillið setur ný viðmið í hönnun og lætur bílinn skara fram úr, sérstaklega í myrkri þegar hvítt ljós undirstrikar þessar þekktu útlínur á glæsilegan hátt. „Við mælum með því að áhugasamir skoði allar útfærslur og búnaðarmöguleika bílsins,“ bætir Ómar við. „Þannig getur hver og einn sett saman sinn eigin BMW X3 – fullkominn fyrir eigin lífsstíl og þarfir.“
Fullkomin stemning í hverri ferð
Innanrými BMW X3 Plug-in Hybrid er nútímalegt, hlýlegt og hannað með hámarksþægindi í huga. Vönduð efni, sjálfbærar lausnir og nýjustu tækni skapa umgjörð sem gerir hverja ferð að upplifun. Bíllinn státar af 14,9″ BMW Curved Display, BMW Smart Bar, háþróaðri lýsingarsamsetningu og hágæða áklæði úr endurunnu pólýester. Þetta er staður þar sem lúxus og sjálfbærni mætast á náttúrulegan hátt.
Stafrænt – næsta stig í tengingu og þægindum
BMW X3 Plug-in Hybrid er búinn nýjustu stafrænni tækni sem gerir aksturinn bæði einfaldari og skemmtilegri. Í BMW appinu er hægt að forhita bílinn, fylgjast með hleðslu, athuga hvort gluggar og hurðir séu lokaðar og fleira. Í appinu er einnig BMW Digital Key Plus svo hægt er að opna og læsa bílnum snertilaust með snjallsíma eða snjallúri. „Þetta er framtíðin í akstri,“ segir Ómar að endingu. „BMW X3 Plug-in Hybrid sameinar kraft, þægindi, sjálfbærni og nýjustu tækni – og gerir hverja ferð að upplifun.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst