Samkvæmt ákvörðun sóttvarnarlæknis verður einstaklingum nú boðið upp á bólusetningu gegn svokallaðri svínainflúensu. Bóluefnið er ekki komið til landsins en reiknað með að það komi í 4 skömmtum fram til áramóta og fyrsti skammtur komi fyrir nk. mánaðamót. Stefnt er að því að hefja bólusetningu um mánaðamótin september-október.