Bónus aðalstyrktaraðili meistaraflokks karla
2. maí, 2015
Knattspyrnuráð ÍBV íþróttafélags og Bónus hafa undirritað samstarfsamning þar sem B�?NUS verður aðalstyrktaraðili knattspyrnuliðs karla í Pepsídeild. Samningurinn felur í sér öflugt samstarf þar sem markmiðið er að samningurinn efli starf beggja aðila í Vestmannaeyjum.
Eins og kunnugt er þá er Bónus að opna verslun í Vestmannaeyjum innan skamms tíma. Forsvarsmönnum Bónus er vel kunnugt hvað öflugt íþróttalíf í Vestmannaeyjum hefur mikið gildi fyrir samfélagið í Eyjum. �?ess vegna er það Bónus mikils virði að geta komið strax að málum og orðið öflugur bakhjarl knattspyrnulífs í Vestmannaeyjum
Knattspyrnulið ÍBV hefur um langt skeið verið áberandi í íslenskri knattspyrnu og hefur sett sér það markmið að vera á meðal þeirra bestu hér á landi í efstu deild. �?ví skiptir miklu máli að fá jafn öflugan aðila sem Bónus til að styðja við að það markmið náist.
Bónus og ÍBV lýsa yfir ánægju með upphaf samstarfs og vænta mikils af því í framtíðinni.
�?skar �?rn �?lafsson formaður knattspyrnuráðs ÍBV:
�??Við hjá ÍBV erum gríðarlega ánægð með að hafa fengið til liðs við félagið jafn öflugan samstarfsaðila og Bónus er. Nú þegar sett hafa verið skýr markmið um hvert skal stefna með karlalið félagsins þá skiptir miklu máli að hafa öflugan stuðning í þeirri vinnu. Við fögnum þeirri ákvörðun að Bónus hafi ákveðið að hefja starfsemi í Eyjum og væntum þess að hér sé upphaf að farsælu og árangursríku samstarfi.�??
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst