Borgarlífið á vel við mig þó ég sé alltaf sveitastelpa
3. janúar, 2007

Skrýtin tilfinning að þvælast á milli staða
Sif kom heim til Eyja í jólafrí og gaf sér tíma í smá spjall um dvölina úti en það var sannarlega stórt stökk að flytja frá Eyjum til að hasla sér völl í London og öðrum tískuborgum heimsins. �?�?að er gott að koma heim í frí en það má segja að ég hafi haft nóg að gera síðan ég vann Ford keppnina. �?g er samt alltaf að fá fleiri verkefni og maður verður svo sannarlega að hafa fyrir þessu,�? segir Sif hin rólegasta og það er óhætt að segja að velgengnin hafi ekki stigið henni til höfuðs.
�?�?g bý í London og svo hef ég farið á milli og dvalið í mánuð í Aþenu og París og þá bæði til að kynna mig og svo til að vinna við ákveðin verkefni.�?

�?egar Sif er spurð hvort það skipti ekki miklu að vera með góða umboðsskrifstofu segir hún að flestar umboðsskrifstofur í heiminum vinni saman og skiptist á að starfa með módelum. �?�?g starfa á vegum Eskimo en það skiptir öllu máli að kynna sig, ganga á milli og fá viðtöl og prufur. �?g fór sérstaklega til Parísar til þess að fara á milli staða með myndamöppuna og það var auðvitað svolítið skrítin tilfinning að þvælast á milli staða í neðanjarðarlestum í borginni, ég sem er ennþá hálfgerður krakki,�? segir Sif og brosir og það er alveg víst að það er ekkert gefið í bransanum.
�?�?egar ég fer í prufur þá er ég ein af fimmtíu stelpum og það er oft erfitt að fara á milli staða og vera í samskiptum við fólk sem maður þekkir ekki neitt. �?að er líka galli að vinnan kemur í törnum og ekkert fast. Stundum er mikið að gera og stundum ekkert. Maður er að venjast þessu og ólíkt því sem fólk heldur þá eru stelpurnar sem ég hitti bara stelpur eins og ég í leit að vinnu. �?að er auðvitað líka til leiðinlegt fólk í þessu eins og öðru.�?

Ísrael, Suður Afríka og Ítalía
Sif kynnist fullt af fólki frá öllum heimshornum og hefur farið í skemmtilegar ferðir til Ísrael, Suður- Afríku og Ítalíu. �?�?egar ég er komin með ákveðin verkefni sjá umboðsskrifstofurnar alfarið um að skipuleggja allt saman. �?ær sjá um að útvega flugmiða og það er hugsað vel um okkur og svo leigi ég herbergi sem skrifstofan útvegar. �?g fer út til New York í janúar og verð að vinna þar í nokkrar vikur. �?g kom þangað þegar ég tók þátt í stóru Ford keppninni og það var hálfgert sjokk því það var fyrsta stórborgin sem ég kom til. �?að kom leigubíll út á flugvöll til að sækja mig og mér fannst frábært að sjá gulu leigubílana en svolítið yfirþyrmandi að sjá öll háhýsin og byggingarnar. �?ó við séum alltaf að hitta nýtt fólk þá kynnist ég líka fólki og ég ætla t.d. að hafa samband við stelpur í NY sem ég veit að eru að vinna þar á sama tíma. �?að kemur auðvitað fyrir að ég vinn með sömu stelpunum og sama fólkinu og kynnist því þá vel.

Viðtalið birtist í heild sinni í Fréttum.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst