Bardaginn um Bítlaborgina Liverpool verður í kvöld í beinni útsendingu í Hallarlundi. Klukkan 20:00 hefst nefnilega leikur Liverpool og Everton á Anfield, heimavelli fyrrnefnda liðsins en leikir liðanna hafa ávallt verið fjörugir þar sem bæði lið koma frá Liverpoolborg. Þá verður slagurinn um Manchester einnig í beinni í Hallarlundi næstkomandi fimmtudag. Fullkomið kvöld er því að mæta á leik ÍBV og Selfoss í handboltanum klukkan 18:00, skella sér svo í enska borgarslaginn þar á eftir.