Dregið var í undanúrslitum í Borgunbikarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu í höfuðstövðum KSÍ nú í hádeginu. Í undanúrslitum í kvennaflokki mæta Eyjakonur Grindvík á heimavelli. Í hinni viðureigninni mætast Stjarnan og Valur.
Leikirnir í undanúrslitunum kvenna fara fram 13. ágúst.
Í undanúrslitum í karlaflokki fara Eyjamenn í Garðabæ þar sem þeir mæta Stjörnunni. Í hinum leiknum fá FH-ingar Leikni Reykjavík i heimsókn.
Leikirnir í undanúrslitunum karla fara fram 27. og 28. júlí.