Börnin farin að tala aftur saman
13. febrúar, 2024

Grunnskóli Vestmannaeyja tók það skref í ágúst 2023 að breyta reglum skólans að snjalltæki í einkaeign væru óheimil í skólanum. Síðustu ár hefur skólinn lagt áherslu á spjaldtölvuinnleiðingu og í dag eru allir nemendur komnir með sinn eigin ipad eða chrombook. Stjórnendur skólans segja að símar í skólanum geta einnig skapað vandræði hvað varðar persónuvernd, myndatökur/ upptökur í óleyfi af nemendum og kennurum og birtingar þeirra. Að því sögðu eru snjalltæki í einkaeign talin óþörf. Sé reglum ekki fylgt fylgja því viðurlög sem skólinn hefur sett. 

Við heyrðum í stjórnendum skólans, kennurum og nemendum og spurðum þau út í hvernig hvernig þeim leist á þetta fyrirkomulag í upphafi, hvernig hafi gengið og hvaða breytingar þau telji þetta hafi haft á skólastarfið. 


Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri og Ásdís Steinunn Tómasdóttir deildarstjóri unglingastigs.

Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri og Ásdís Steinunn Tómasdóttir deildarstjóri unglingastigs og íslensku kennari í 10. bekk segja breytingarnar hafa verið til góðs og vel hafi gengið síðan reglurnar voru settar á. 

Tilkoma þessara reglna voru settar á vegna þess að símar höfðu truflandi áhrif á nemendur og kennslu. Segja þær að hingað til hafi þetta gengið vonum framar. Nemendur séu upp til hópa frábærir og hafa tekið þessu vel. Örfáir nemendur hafa gleymt sér í skólabyggingunni og foreldrar þeirra hafa þurft að sækja símann á skrifstofu skólans.  „Við vorum búin að prufa það í nokkur skipti að vera með símalausan janúar, einn til tvo mánuði og það hafði gengið vel og við fundum mun á nemendum. Síminn hafði áhrif á einbeitingarskort nemenda og félagsþroskann þar sem þau voru mikið í símanum, milli tíma, í frímínútum og hádegi og svo almennur námsagi. Með því að setja þessa reglu þá passa nemendur sig betur á að láta símann ekki trufla sig á skólatíma.” 

Helstu breytingar á skólastarfinu segja þær einna helst vera að nemendur séu einbeittari í tímum. Samskipti nemenda í frímínútum og hádegishléum séu meiri og háværari sem er af hinu góða. „Nemendur eru upplistdjarfari bæði á göngum og í tímum. Nemendur eru virkari í kennslustundum og kátari. Klósettferðum í tímum hefur snar fækkað. Við höfum sem betur fer einnig tekið eftir því að samskiptavandi nemenda á samfélagsmiðlum á skólatíma er minni og færri agavandamál.” 

Hindarnirnar hafa verið smávægilegar og þá helst tengdar útikennslu eða ákveðnum verkefnum utan skólans, þar sem gott væri að nemendur væru með síma eða tæki til að vinna ákveðin verkefni, eins og að taka myndir, myndbönd eða leita upplýsinga. „ En þetta er þó alltaf hægt að leysa.“ 

Að lokum vilja þær Anna Rós og Ásdís Steinunn senda þakkir til nemenda, foreldra og starfsfólks sem hafa öll staðið sig frábærlega í þessum breytingum. “Okkur langar einnig að þakka Vestmannaeyjabæ, Guðbjörgu Guðmannsdóttir og innleiðingarteyminu okkar í upplýsingatækni fyrir að gera okkur kleift að stíga þetta skref með því að sjá til þess að allir nemendur hafi tæki á mann í skólanum.” 

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir kennari 

Hrafnhildur er umsjónarkennari í 9. bekk og kennir 6-10. bekk dönsku. Segir hún að sem kennari og móðir barna í skóla finnist henni þetta nauðsynleg ákvörðun ef við ætluðum ekki að eyðileggja félagsfærni barna okkar. „Það var orðið sorglegt að fylgjast með þessari þróun.“ 

Hverjar finnst þér vera helstu breytingar við þessa ákvörðun og sérðu mun á skólastarfinu?  Börnin okkar eru farin að tala aftur saman í stað þess að vera límd ofan í símanum, það var orðið sorglegt að fylgjast með þeim á morgnana og í frímínútum.  Allir eins og draugar ofan í sínum síma.  Þetta gerir kennsluna mun auðveldari og þau einbeittari við námið.  Og svo auðvitað mesti bónusinn við þetta allt að þurfa ekki að vera leiðinlegi kennarinn sem er alltaf tuðandi yfir þessum símum.  Það var ótrúlegt hvað þessir símar voru farnir að hafa mikil áhrif á þau og hvaða foreldri vill að barnið sitt sé með á milli 8-12 kukkustunda skjátíma á dag?  Allavega ekki ég. 
Er þetta eitthvað sem hefði mátt gera fyrr? Já engin spurning. Í Frakklandi voru allir símar bannaðir í skólum fyrir nokkrum árum.  Við hefðum átt að gera það sama á Íslandi og bara yfir alla grunnskóla landsins. 
Myndir þú segja að það séu einhverjir ókostir við ákvörðunina? Nei það finnst mér ekki og auðvitað eru allir nemendur með ipad eða tölvu í skólanum þannig að það er mjög auðvelt að nýta okkur tæknina í skólastarfinu.  Einhverjir hafa talað um að þetta sé mjög erfitt fyrir félagslega veikustu börnin okkar sem hafa leitað mikið í símana í einverunni.  En þá getur maður líka spurt sig á móti: er ekki ennþá erfiðara að ná færni í tengslamyndun ef maður er með andlitið ofan í síma allan daginn? 
Hafið þið lent í einhverjum hindrunum? Nei það held ég ekki. Dettur allavega ekkert í hug. 

„Að lokum vil ég koma stóru hrósi á börnin okkar hvað þau hafa staðið sig vel í þessu átaki. Og eins hrós á foreldra sem voru mjög hlynntir þessari breytingu. Án þeirra samþykkis hefði þetta verið vandamál.  Ég held að það geri sér allir grein fyrir hversu þarft þetta var.“ 

Hjalti Enok Pálsson kennari 

Hjalti Enok umsjónarkennari í 10. bekk telur að ákvörðunin um að hafa Grunnskóla Vestmannaeyja snjalltækjalausan hafi enga ókosti og sé þróun í góða átt. “Ég held og eiginlega veit að við getum flest tekið okkur á og dregið úr skjátíma.” 

Hverjar finnst þér vera helstu breytingar við þessa ákvörðun? Nemendur tala saman í frímínútum og ekkert leynimakk í tímum. Helsta breytingin er að sjálfsögðu að draga úr skjátímanum sem ég held að flestir ef ekki allir eru sammála um að sé frábær þróun.
Er þetta eitthvað sem hefði mátt gera fyrr? Að sjálfsögðu, það er langt síðan ungmenni sem og fullorðnir hafa mörg hver misst tökin.
Hafið þið lent í einhverjum hindrunum? Nei get eiginlega ekki sagt það allavega ekkert sem við leysum ekki.
Sérðu mun á skólastarfinu? Eins og fyrr segir þá er einn helsti jákvæði munur að nemendur þurfa að eiga samtal við hvort annað í kjötheimum og við vitum öll hversu mikilvægt það er fyrir þroska og til að efla félagsfærni. Tæknin er komin til með að vera, í stað þess að segja „niður með símana“ þá segir maður „loka tölvunni“.  Við þurfum að aðlagast henni og nota hana sem hjálpartól og lyfta okkur hærra, ekki draga niður. Í því felst bullandi áskorun. 

Elísa Sigurðardóttir kennari 

Elísa er kennari í 8. bekk og kennir einnig náttúrufræði í 8 og 10. bekk. Hún segir að sem kennari og foreldri sé hún mjög sátt við þessa ákvörðun og finnist þetta skref í rétta átt. 

Hverjar finnst þér vera helstu breytingarnar við þessa ákvörðun? Aðallega tek ég eftir að nemendur eru betur með hugann við það sem við erum að gera. Eru ekki nærri eins mikið að hugsa um það sem er að gerast í símanum þeirra. Krakkarnir eru ekki eins uppteknir af samfélagsmiðlum á skólatíma.  
Er þetta eitthvað sem hefði mátt gera fyrr? Alveg örugglega enda hefur þessi umræða oft átt sér stað. Ég held samt að við höfum tekið þessa ákvörðun á réttum tíma. Allir nemendur í GRV hafa núna sitt námstæki (ipad eða tölvu). Sem skiptir máli þar sem við notum þessi tæki mikið í kennslu. Við leggjum mikla áherslu á að tækin sem notuð eru í skólanum eiga að nýtast við námið. Gera námið fjölbreyttara og vonandi líka skemmtilegra.  
Sérðu mun á skólastarfinu? Munurinn er kannski helst sá að utan að komandi áreiti er minna (samfélagsmiðlar). Krakkarnir eru mikið meira að spjalla og eiga samskipti sín á milli eins í frímínútum og þegar þeir eiga lausa stund. Eðlilega getur það haft í för með sér aðeins meiri hávaða í frímínútum en það er bara í góðu lagi.  
Myndir þú segja að það væru einhverjir ókostir við ákvörðunina?  Ég hef ekki orðið vör við neina ókosti og í raun finnst mér eins og þetta hafi alltaf verið svona. Eðlilega tók þetta nokkrar vikur fyrir nemendur að aðlagast þessu, ekki allir mjög sátt til að byrja með. En mér finnst við hafa aðlagast þessu mjög vel og núna eru miklu færri að spá í þessu. 
Hafið þið lent í einhverjum hindrunum? Nei ekki get ég sagt það, ekki ég að minnsta kosti. En það hefur komið upp að nemendur þurfa að nota tæki t.d. utanhúss en við höfum lausnir við því og getum haldið okkar striki. 

Tinna Mjöll Frostadóttir nemandi í 10 bekk 

Hvernig leist þér á að skólinn yrði snjalltækjalaus Mér leist ekkert rosa vel á það í byrjun en núna er þetta bara allt í lagi.
Þegar reglan var sett á, sástu fyrir þér einhverjar hindranir? Já ég fattaði að við gætum ekki lengur notað símann í verkefnum.
Hvernig finnst þér hafa gengið? Bara nokkuð vel myndi ég segja.
Hverjir finnst þér vera helstu kostir við ákvörðunina? Ég tek allavega eftir því að fólk er meira að tala saman í staðinn fyrir að vera bara í símanum.
Finnur þú mun á sjálfri þér í skólanum ? Ég tek ekki eftir miklum mun á mér í skólanum nema að ég tala meira við fólk.
Finnur þú mun á samskiptum, einbeitingu og skólastarfinu almennt? Ég myndi halda að þetta sé að bæta samskiptin mikið og ég held að helstu breytingarnar séu að við megum ekki nota símann sem hjálpartæki í verkefnum, betri samskipti á milli nemenda og síðan megum við ekki gera tiktok sem er alveg svekk. 

Birgir Nielsen Birgisson nemandi í 8 bekk 

Hvernig leist þér á að skólinn yrði snjalltækjalaus? Þegar ég var að klára 7. bekk þá vorum við krakkarnir mjög spenntir að byrja í 8. bekk, því þá mátti hafa símann með sér í skólann, en svo var reglan sett á.   
Þegar reglan var sett á, sástu fyrir þér einhverjar hindranir? Kannski ekki miklar, ég hafði ekki prófað að vera með símann í skólanum fyrir utan nokkur skipti sem ég tók hann með mér á föstudögum þegar ég var í Fablab. 
Hvernig finnst þér hafa gengið? Fyrst fannst mér þetta ósanngjarnt því mér hafði hlakkað til að hafa símann í skólanum, en núna er mér alveg sama. 
Hverjir finnst þér vera helstu kostir að skólinn sé snjalltækjalaus? Ég hef ekki upplifað að vera mikið með símann í skólanum, en mér finnst þetta mjög fínt bara. Við krakkarnir förum út í frímó ef veður er gott, annars erum við bara að spjalla. 
Finnur þú mun á samskiptum, einbeitingu og skólastarfinu almennt?
Mér finnst samskiptin ekki hafa breyst. En síminn væri örugglega að trufla mikið og við krakkarnir værum ekki að spjalla saman eins mikið og við gerum. Núna eru eldri krakkarnir líka að fara út í frímó og allir eru bara að spjalla meira saman. 

Thelma Sól Bjarnadóttir nemandi i 10 bekk 

Hvernig leist þér á að skólinn yrði snjalltækjalaus? Ég var mjög á móti því en ég sætti mig alveg við þetta núna en mér langar samt alveg að þetta sé ekki símalaus skóli. 
Þegar reglan var sett á, sástu fyrir þér einhverjar hindranir? Ég tek ekki eftir miklum hindrunum. 
Hvernig finnst þér hafa gengið? Mér finnst það ganga bara svona allt í lagi. 
Hverjir finnst þér vera helstu kostir við ákvörðunina? Fólk talar meira saman heldur en að vera í símanum. 
Finnur þú mun á sjálfri þér í skólanum ? Ég sé ekkert mikinn mun á mér held ég. 
Finnur þú mun á samskiptum, einbeitingu og skólastarfinu almennt? Já ég mundi segja að það er betri og meiri samskipti og helstu breytingarnar eru að það má ekki nota síman sem hjálpartæki og betri samskipti við nemendur. 

Sigurður Valur Sveinsson nemandi í 10 bekk 

Hvernig leist þér á að skólinn yrði snjalltækjalaus Hræðilega.
Þegar reglan var sett á, sástu fyrir þér einhverjar hindranir? Já hélt að það væri erfitt að nota ekki símann fyrstu tíma dagsins.
Hvernig finnst þér hafa gengið? Mér hefur allavega gengið vel og mér sýnist öðrum ganga vel.
Hverjir finnst þér vera helstu kostir við ákvörðunina? Kostirnir eru ekki margir en maður talar svo sem meira við annað fólk.
Finnur þú mun á sjálfum þér í skólanum ? Það er einhver munur á hversu mikið maður talar við fólk en engar breytingar námslega.
Finnur þú mun á samskiptum, einbeitingu og skólastarfinu almennt? Ég tala svo sem við fleira fólk og meira við vini mína en engin breyting á einbeitingu held ég. Fólk er með aðeins meiri orku og er meira að spjalla saman. 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst